Fótbolti

Matthías: Hefði klárlega átt að fá víti

Hjörvar Ólafsson skrifar
Matthías Vilhjálmsson var einkar svekktur í leikslok. 
Matthías Vilhjálmsson var einkar svekktur í leikslok.  Vísir/Hulda Margrét

Matthías Vilhjámsson, fyrirliði FH, segir liðið vera stadda í brekku sem erfitt sé að vinna sig úr. Það hafi sýnt sig í kvöld að liðið skorti sjálfstraust.

„Við spiluðum nógu vel til þess að fá eitt stig allavega og mögulega þrjú. Við erum hins vegar staddir í brekku og það gengur illa að skila góðum frammistöðum í þá átt að tryggja okkur stig.

Ég er mjög svekktur með úrslitin en spilamennskan var góð," sagði Matthías sem vildi fá vítaspyrnu í seinni hálfleik.

„Grétar Snær fer aftan í mig þegar ég er að skjóta og þetta var klárlega víti. Það hefði verið dæmt á þetta úti á velli og það á að gera það líka þegar svona gerist inni í vítateig," sagði hann um atvikið. 

„Fram undan er landsleikjahlé sem við þurfum að nýta vel til þess að bæða núllstilla hugann, laga það sem hefur gengið illa og koma sjálfstrausti í leikmannahópinn. Mér finnst við eiga að hafa fleiri stig en það þýðir ekki að velta því fyrir sér

Í þessum leik sem dæmi sköpum við fullt af góðum stöðum og færum en það vantar að binda endahnútinn á sóknir okkar," sagði fyrirliðinn. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×