Vaktin: Sprengjum rignir jafnt dag sem nótt Hólmfríður Gísladóttir, Ólafur Björn Sverrisson og Samúel Karl Ólason skrifa 30. maí 2022 06:47 Aðskilnaðarsinnar í Donetsk skjóta sprengjum á hversveitir Úkraínumanna. Getty/Leon Klein Rússar leggja mikið kapp á að sigra síðustu úkraínsku hermennina í Luhansk. Harðir bardagar geysa í héraðinu og víðar í Austur-Úkraínu og segja sérfræðingar að Rússar virðist vera að drífa sig. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Rússneskir hermenn hafa sótt fram í borginni Severodonetsk í Luhansk-héraði í dag. Gífurlega harðir bardagar eru sagðir geisa þar og er barist um hverja götu. Borgarstjóri Severodonetsk segir borgina í rúst og tugir þúsunda hafa flúið heimili sín þar. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði í gær að „frelsun“ Donbas væri ófrávíkjanlegt forgangsmál stjórnvalda í Moskvu. Þá sagði hann hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu hafa dregist á langinn vegna þess að rússneskir hermenn væru að vanda sig við að gera ekki árásir á borgaralega innviði. Ummælin eru ekki í neinum takti við raunveruleikann. Lavrov harðneitar því að Vladimir Pútín Rússlandsforseti sé veikur. Tveir almennir borgarar létust og fimm særðust þegar rússneskar hersveitir sóttu inn í úthverfi borgarinnar Severodonetsk. Serhiy Gaidai, ríkisstjóri Luhansk, segir harða bardaga í gangi og árásir Rússa séu linnulausar. Tólf hús voru eyðilögð í nótt og átján í Lysychansk. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti mun ávarpa leiðtoga Evrópusambandsins þegar þeir koma saman á neyðarfundi í Brussel í dag til að ræða frekari refsiaðgerðir gegn Rússum. Joe Biden, Bandaríkjaforseti, hefur gefið það út að Bandaríkin mun ekki senda háþróuð vopn til Úkraínu sem drífa munu til Rússlands. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Rússneskir hermenn hafa sótt fram í borginni Severodonetsk í Luhansk-héraði í dag. Gífurlega harðir bardagar eru sagðir geisa þar og er barist um hverja götu. Borgarstjóri Severodonetsk segir borgina í rúst og tugir þúsunda hafa flúið heimili sín þar. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði í gær að „frelsun“ Donbas væri ófrávíkjanlegt forgangsmál stjórnvalda í Moskvu. Þá sagði hann hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu hafa dregist á langinn vegna þess að rússneskir hermenn væru að vanda sig við að gera ekki árásir á borgaralega innviði. Ummælin eru ekki í neinum takti við raunveruleikann. Lavrov harðneitar því að Vladimir Pútín Rússlandsforseti sé veikur. Tveir almennir borgarar létust og fimm særðust þegar rússneskar hersveitir sóttu inn í úthverfi borgarinnar Severodonetsk. Serhiy Gaidai, ríkisstjóri Luhansk, segir harða bardaga í gangi og árásir Rússa séu linnulausar. Tólf hús voru eyðilögð í nótt og átján í Lysychansk. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti mun ávarpa leiðtoga Evrópusambandsins þegar þeir koma saman á neyðarfundi í Brussel í dag til að ræða frekari refsiaðgerðir gegn Rússum. Joe Biden, Bandaríkjaforseti, hefur gefið það út að Bandaríkin mun ekki senda háþróuð vopn til Úkraínu sem drífa munu til Rússlands. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira