Mun stýra Running Tide á Íslandi Atli Ísleifsson skrifar 30. maí 2022 10:29 Kristinn Árni Lár Hróbjartsson. Aðsend Kristinn Árni Lár Hróbjartsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri alþjóðlega loftslagsfyrirtækisins Running Tide á Íslandi og mun hann stýra daglegri starfsemi þess hér á landi. Frá þessu segir í tilkynningu en Running Tide var stofnað fyrir fimm árum síðan á austurströnd Bandaríkjanna og hóf nýverið starfsemi á Íslandi fyrir milligöngu Transition Labs. „Kristinn Árni starfaði áður sem yfirmaður vörustjórnunar (SVP, Head of Product Management) hjá Sotheby‘s uppboðsfyrirtækinu í New York, þar sem hann leiddi miklar breytingar á skipulagi og tækninotkun þess í samræmi við stefnu nýrra eigenda, en félagið var keypt og afskráð úr bandarísku kauphöllinni NYSE árið 2019 af franska milljarðamæringnum Patrick Drahi. Þar áður var Kristinn Árni framkvæmdastjóri rekstrar hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Gangverki, ráðgjafi hjá Kolibri og forstöðumaður rekstrar hjá QuizUp. Kristinn Árni er stofnandi og ritstjóri nýsköpunarvefsins Northstack auk þess að vera formaður stjórnar sprota- og nýsköpunarsjóðsins Kríu. Kristinn Árni er með BS gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Running Tide er framsækið sjávartæknifyrirtæki á sviði kolefnisförgunar. Fyrirtækið hefur þróað tækni til að örva náttúrulega hæfni sjávarins við að fjarlægja kolefni varanlega úr andrúmsloftinu. Markmiðið er að bæta lífríki hafsins og skila ávinningnum beint til sjávarplássa og til að auka sjálfbærni vistkerfa jarðarinnar. Meðal viðskiptavina Running Tide eru alþjóðleg stórfyrirtæki eins og Stripe og Shopify sem fjárfest hafa í kolefnisförgun með þessum nýju aðferðum,“ segir í tilkynningunni. Fer á fullt í sumar Ennfremur segir að áformað sé að starfsemi Running Tide hér á landi fari á fullt strax í sumar en hún feli í sér heilmikil umsvif í hafnarstarfsemi, framleiðslu og útgerð. „Á meðal fjárfesta að baki félaginu er Davíð Helgason, stofnandi Unity, en hann er einnig stofnandi Transition Labs ásamt Kjartani Erni Ólafssyni frumkvöðli og tæknifjárfesti. Fleiri þekktir alþjóðlegir fjárfestar hafa veðjað á að tækni Running Tide muni skila árangri í baráttunni við loftslagsvandann, en þar má helst nefna einn fremsta vísisjóð heims á sviði loftslagsmála, Lowercarbon Capital, sem var stofnaður af Chris Sacca. Þá má nefna Scott Belsky stofnanda Behance og Caterinu Fake sem stofnaði Flickr, auk fjölda annarra,“ segir í tilkynningunni. Um Running Tide segir að það hafi verið stofnað af Marty Odler, fjórðu kynslóðar sjómanni, í Maine í Bandaríkjunum. Fyrirtækið þrói ýmis kerfi sem örvi náttúrulega eiginleika hafsins til að farga kolefni, snúa við súrnun sjávar og endurheimta vistkerfi við strendur hafsins. Vistaskipti Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu en Running Tide var stofnað fyrir fimm árum síðan á austurströnd Bandaríkjanna og hóf nýverið starfsemi á Íslandi fyrir milligöngu Transition Labs. „Kristinn Árni starfaði áður sem yfirmaður vörustjórnunar (SVP, Head of Product Management) hjá Sotheby‘s uppboðsfyrirtækinu í New York, þar sem hann leiddi miklar breytingar á skipulagi og tækninotkun þess í samræmi við stefnu nýrra eigenda, en félagið var keypt og afskráð úr bandarísku kauphöllinni NYSE árið 2019 af franska milljarðamæringnum Patrick Drahi. Þar áður var Kristinn Árni framkvæmdastjóri rekstrar hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Gangverki, ráðgjafi hjá Kolibri og forstöðumaður rekstrar hjá QuizUp. Kristinn Árni er stofnandi og ritstjóri nýsköpunarvefsins Northstack auk þess að vera formaður stjórnar sprota- og nýsköpunarsjóðsins Kríu. Kristinn Árni er með BS gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Running Tide er framsækið sjávartæknifyrirtæki á sviði kolefnisförgunar. Fyrirtækið hefur þróað tækni til að örva náttúrulega hæfni sjávarins við að fjarlægja kolefni varanlega úr andrúmsloftinu. Markmiðið er að bæta lífríki hafsins og skila ávinningnum beint til sjávarplássa og til að auka sjálfbærni vistkerfa jarðarinnar. Meðal viðskiptavina Running Tide eru alþjóðleg stórfyrirtæki eins og Stripe og Shopify sem fjárfest hafa í kolefnisförgun með þessum nýju aðferðum,“ segir í tilkynningunni. Fer á fullt í sumar Ennfremur segir að áformað sé að starfsemi Running Tide hér á landi fari á fullt strax í sumar en hún feli í sér heilmikil umsvif í hafnarstarfsemi, framleiðslu og útgerð. „Á meðal fjárfesta að baki félaginu er Davíð Helgason, stofnandi Unity, en hann er einnig stofnandi Transition Labs ásamt Kjartani Erni Ólafssyni frumkvöðli og tæknifjárfesti. Fleiri þekktir alþjóðlegir fjárfestar hafa veðjað á að tækni Running Tide muni skila árangri í baráttunni við loftslagsvandann, en þar má helst nefna einn fremsta vísisjóð heims á sviði loftslagsmála, Lowercarbon Capital, sem var stofnaður af Chris Sacca. Þá má nefna Scott Belsky stofnanda Behance og Caterinu Fake sem stofnaði Flickr, auk fjölda annarra,“ segir í tilkynningunni. Um Running Tide segir að það hafi verið stofnað af Marty Odler, fjórðu kynslóðar sjómanni, í Maine í Bandaríkjunum. Fyrirtækið þrói ýmis kerfi sem örvi náttúrulega eiginleika hafsins til að farga kolefni, snúa við súrnun sjávar og endurheimta vistkerfi við strendur hafsins.
Vistaskipti Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira