Vísur Vatnsenda-Rósu í Flamenco kjól Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifa 30. maí 2022 14:31 Vísur Vatnsenda-Rósu eins og þú hefur eflaust aldrei séð þær áður. Ný útgáfa af Vísum Vatnsenda-Rósu er að vekja athygli. Reynir Hauksson, íslenskur Flamenco gítarleikari búsettur í Madríd, tók upp myndband við lagið þekkta ásamt einum af fremstu Flamenco-gítarleikurum heims. „Innblásturinn kom af mínum samstarfi við Flamenco gítarleikarann Jeronimo Maya en hann er einn allra fremsti gítarleikari heims. Við höfum verið að spila saman þennan veturinn en ég hef verið búsettur í Madrid,“ segir Reynir í samtali við Lífið um innblásturinn að myndbandinu. „Það kom frekar náttúrulega fram hjá okkur að blanda saman þessum tveimur menningarheimum, ég verandi íslenskur og hann verandi úr Flamenco - Sígauna fjölskyldu hérna á Spáni. Vísur Vatnsenda-Rósu smullu vel að Flamenco stílnum, einnig er þetta ein af fallegri laglíum veraldar og merkilegt er að fólk hérna á Spáni sem heyrir lagið fær það strax á heilann.“ Þeir sem tóku upp myndbandið eru fjöllistamennirnir Levent Karatas og Victor Varas sem kalla sig Artemulti. „Við fundum fallegan stað hérna miðsvæðis sem heitir Espacio Ronda sem rekinn er af vinafólki Jeronimo. Salurinn hentaði fullkomlega uppá lýsingu og andrúmsloft. Kóregrafían við dansinn í myndbandinu er gerður af dansskóla Alicia Alonso og Flamenco dansarinn Daniel Caballero kemur fram í myndbandinu. Þau fengu þýðingu mína á ljóðinu og túlka þessar tregafullu ástir í dansinum, enda fáir dansar eins tilfinningaríkir og Flamencodans og því hentar það vel.“ Klippa: Vísur Vatnsenda-Rósu - Jeronimo Maya & Reynir del Norte Hópurinn er á leið til Íslands til að halda Flamenco sýningar 1.-4. júní og þar verður lagið spilað en miðasala er hafin á TIX. „Þar komum við Jeronimo Maya fram ásamt Flamenco dansaranum Daniel Caballero, söngvaranum Miguel Jimenez og slagverksleikararnum Einari Scheving.“ Tónlist Spánn Mest lesið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Innblásturinn kom af mínum samstarfi við Flamenco gítarleikarann Jeronimo Maya en hann er einn allra fremsti gítarleikari heims. Við höfum verið að spila saman þennan veturinn en ég hef verið búsettur í Madrid,“ segir Reynir í samtali við Lífið um innblásturinn að myndbandinu. „Það kom frekar náttúrulega fram hjá okkur að blanda saman þessum tveimur menningarheimum, ég verandi íslenskur og hann verandi úr Flamenco - Sígauna fjölskyldu hérna á Spáni. Vísur Vatnsenda-Rósu smullu vel að Flamenco stílnum, einnig er þetta ein af fallegri laglíum veraldar og merkilegt er að fólk hérna á Spáni sem heyrir lagið fær það strax á heilann.“ Þeir sem tóku upp myndbandið eru fjöllistamennirnir Levent Karatas og Victor Varas sem kalla sig Artemulti. „Við fundum fallegan stað hérna miðsvæðis sem heitir Espacio Ronda sem rekinn er af vinafólki Jeronimo. Salurinn hentaði fullkomlega uppá lýsingu og andrúmsloft. Kóregrafían við dansinn í myndbandinu er gerður af dansskóla Alicia Alonso og Flamenco dansarinn Daniel Caballero kemur fram í myndbandinu. Þau fengu þýðingu mína á ljóðinu og túlka þessar tregafullu ástir í dansinum, enda fáir dansar eins tilfinningaríkir og Flamencodans og því hentar það vel.“ Klippa: Vísur Vatnsenda-Rósu - Jeronimo Maya & Reynir del Norte Hópurinn er á leið til Íslands til að halda Flamenco sýningar 1.-4. júní og þar verður lagið spilað en miðasala er hafin á TIX. „Þar komum við Jeronimo Maya fram ásamt Flamenco dansaranum Daniel Caballero, söngvaranum Miguel Jimenez og slagverksleikararnum Einari Scheving.“
Tónlist Spánn Mest lesið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira