Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Árni Sæberg skrifar
Sindri Sindrason les kvöldfréttir klukkan hálf sjö.
Sindri Sindrason les kvöldfréttir klukkan hálf sjö. Vísir/Vilhelm

Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson var í dag sýknaður af stefnu Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns um meiðyrði. Lögmaður Ingólfs segist vilja áfrýja dómnum til Landsréttar. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum og rætt við Sindra Þór um niðurstöðuna.

Líkamsleifar manns sem hefur verið talinn hafa látist af slysförum á Vestfjörðum fyrir tæpum fimmtíu árum voru grafnar upp á föstudag. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum og ræðum einnig við framkvæmdastjóra lækninga hjá heilsugæslunni en mörgum gengur nú erfiðlega að panta tíma hjá lækni þar sem þjónusta hefur verið skorin niður vegna mönnunarvanda.

Þá tökum við stöðuna á meirihlutaviðræðum í borginni, skoðum nýja aðstöðu fyrir farþega skemmtiferðaskipa við Skarfabakka og verðum í beinni frá Teigsskógi – þar sem framkvæmdir við eina umdeildustu vegagerð landsins hófust í dag.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×