Hinn 58 ára gamli Goram lék yfir 600 leiki með hinum ýmsu liðum á ferli sínum. Lengst af lék hann með Oldham Athletic, Hibernian og Rangers.
Þá lék hann alls 43 landsleiki fyrir Skotland. Hans fyrsti leikur kom er Sir Alex Ferguson stýrði liðinu tímabundið. Sir Alex fékk Goram svo til Manchester United árið 20021.
Fjölmiðlar í Bretlandi greina frá því að Goram hafi greinst með krabbamein í vélinda í síðasta mánuði og eigi aðeins sex mánuði eftir ólifaða.
Markvörðurinn fyrrverandi neitaði lyfjagjöf þar sem hún myndi aðeins lengja líf hans um 12 vikur en þess í stað ætlar hann að berjast eins og hann hefur aldrei barist áður.
„Læknirinn sagði mér að fara út og njóta hversdagsleikans. Ég get haldið sársaukanum í skefjum, ég get enn hitti vini og verið ég sjálfur. Ég mun vera hér eins lengi og ég get,“ sagði Goram einnig.
Goram stóð vaktina í marki Rangers er liðið vann skosku úrvalsdeildina alls fimm sinnum og var um tíma talinn einn af betri markvörðum Evrópu.