Innlent

Nokkuð um há­vaða­út­köll hjá lög­reglu í nótt

Atli Ísleifsson skrifar
Lögregla á höfuðborgarsvæðinustöðvaði nokkra ökumenn sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum fíkniefna og/eða áfengis í gærkvöldi og í nótt.
Lögregla á höfuðborgarsvæðinustöðvaði nokkra ökumenn sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum fíkniefna og/eða áfengis í gærkvöldi og í nótt. Vísir/Vilhelm

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var nokkrum sinnum kölluð út vegna hávaða í nótt.

Í dagbók lögreglu segir að í miðborg Reykjavíkur hafi verið tilkynnt um „mikinn hávaða“, en þegar lögreglu bar að garði hafi komið í ljós að þar voru krakkar að spila körfubolta sem hafi farið „í taugarnar á nágrönnum“.

Í hverfi 109 var tilkynnt um mikinn hávaða frá heimahúsi og lofuðu húsráðendur þar að lækka. Í sama hverfi var svo tilkynnt um „flugeldaskothríð“.

Ennfremur segir að tilkynnt hafi verið um slagsmál í miðborg Reykjavíkur. Þar hafi tveir menn verið ósammála í verslun en búið var að leysa málið þegar lögregla mætti á staðinn.

Þá voru einhverjir ökumenn stöðvaðir vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna eða áfengis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×