Ekki eðlilegt að nýr sólpallur hækki skatt á nágrannann Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 1. júní 2022 11:43 Elliði Vignisson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Ölfuss. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveitarstjóri Ölfuss segir fasteignagjöld ósanngjarnan skatt í eðli sínu og telur að skoða þurfi tekjumódel sveitarfélaga. Lækka þurfi skatta á heimilin í landinu. Fasteignamat ársins 2023 var birt í gær en heildarmat fasteigna á Ísland hækkar um 19,9 prósent frá yfirstandandi ári. Fasteignaskattur í Reykjavík er 0,18 prósent af fasteignamati íbúðarhúsnæðis. Í Kópavogi 0,20 prósent, 0,31 prósent í Ölfusi og 0,56 prósent á Ísafirði. Sveitarfélög munu mörg bregðast við hækkuninni með lækkun álagningarprósentu fasteignaskatts. Sveitarfélög beri ábyrgð „Við höfum núna í fjögur ár lækkað stöðugt álagninguna á íbúðarhúsnæði í sveitarfélaginu Ölfusi. Ég geri ráð fyrir því að núna þegar fasteignamat á sérbýli hækkar um 36 prósent þá grípi bæjarstjórn til þeirra aðgerða að lækka álagninguna á móti enda eru fasteignagjöldin ósanngjarn skattur í eðli sínu,“ sagði Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss. Hann segir eðlilegt að matið fylgi ytra verðmæti en að skoða þurfi tekjumódel sveitarfélaga. „Og það er ekkert eðlilegt fyrirkomulag að þegar nágrannar þínir skipta um eldhúsinnréttingu eða byggja nýjan sólpall og gera sitt hús verðmætara að það hækki skattinn á þig við það að heildarmatið hækki. Ég held að það þurfi að fara yfir þetta. Það þarf að lækka skatta á heimilin í landinu.“ Þar beri sveitarfélögin mikla ábyrgð. „Ekki bara með fasteignasköttunum heldur er það líka þannig að sveitarfélögin drógu lappirnar í skipulagsmálum. Bjuggu þannig til eftirspurn eftir lóðum undir íbúðarhúsnæði. Þessi aukna eftirspurn hækkaði síðan verðið á lóðunum sem er orðin ný tekjulind fyrir sveitarfélögin og hefur hækkað skatta á íslensk heimili verulega. Yfir þetta finnst mér við þurfa að nota þennan tímapunkt og fara yfir.“ Fasteignamarkaður Húsnæðismál Verðlag Efnahagsmál Fjármál heimilisins Skattar og tollar Ölfus Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Fasteignamat ársins 2023 var birt í gær en heildarmat fasteigna á Ísland hækkar um 19,9 prósent frá yfirstandandi ári. Fasteignaskattur í Reykjavík er 0,18 prósent af fasteignamati íbúðarhúsnæðis. Í Kópavogi 0,20 prósent, 0,31 prósent í Ölfusi og 0,56 prósent á Ísafirði. Sveitarfélög munu mörg bregðast við hækkuninni með lækkun álagningarprósentu fasteignaskatts. Sveitarfélög beri ábyrgð „Við höfum núna í fjögur ár lækkað stöðugt álagninguna á íbúðarhúsnæði í sveitarfélaginu Ölfusi. Ég geri ráð fyrir því að núna þegar fasteignamat á sérbýli hækkar um 36 prósent þá grípi bæjarstjórn til þeirra aðgerða að lækka álagninguna á móti enda eru fasteignagjöldin ósanngjarn skattur í eðli sínu,“ sagði Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss. Hann segir eðlilegt að matið fylgi ytra verðmæti en að skoða þurfi tekjumódel sveitarfélaga. „Og það er ekkert eðlilegt fyrirkomulag að þegar nágrannar þínir skipta um eldhúsinnréttingu eða byggja nýjan sólpall og gera sitt hús verðmætara að það hækki skattinn á þig við það að heildarmatið hækki. Ég held að það þurfi að fara yfir þetta. Það þarf að lækka skatta á heimilin í landinu.“ Þar beri sveitarfélögin mikla ábyrgð. „Ekki bara með fasteignasköttunum heldur er það líka þannig að sveitarfélögin drógu lappirnar í skipulagsmálum. Bjuggu þannig til eftirspurn eftir lóðum undir íbúðarhúsnæði. Þessi aukna eftirspurn hækkaði síðan verðið á lóðunum sem er orðin ný tekjulind fyrir sveitarfélögin og hefur hækkað skatta á íslensk heimili verulega. Yfir þetta finnst mér við þurfa að nota þennan tímapunkt og fara yfir.“
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Verðlag Efnahagsmál Fjármál heimilisins Skattar og tollar Ölfus Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira