Árásarmaður í Grafarholti þarf að afplána níu hundruð daga af fyrri dómi Atli Ísleifsson skrifar 1. júní 2022 13:35 Árásin átti sér stað í Grafarholti í Reykjavík að morgni 10. febrúar. Karl og kona særðust í árásinni. Vísir/Vilhelm Maðurinn sem grunaður er um tilraun til manndráps í tengslum við skotárás á bílastæði í Grafarholti í Reykjavík í febrúar síðastliðnum þarf að afplána 900 daga eftirstöðvar af fimm ára fangelsisdómi sem hann hlaut árið 2018. Með árásinni í Grafarholti í febrúar er kominn sterkur grunur um að maðurinn hafi á reynslutíma framið nýtt brot sem gæti varðað allt að sex ára fangelsi og þannig gróflega rofið skilyrði þeirrar reynslulausnar sem honum var veitt í september 2019. Landsréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þessa efnis í fyrradag og var úrskurðurinn birtur í morgun. Skaut fyrrverandi kærustu og annan mann Maðurinn var annar tveggja sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald í kjölfar skotárásarinnar sem gerð var í Grafarholti í Reykjavík að morgni 10. febrúar. Kona særðist þar alvarlega eftir að hafa verið skotin í kviðinn og sé enn óljóst hvaða áhrif árásin muni hafa á hana til lengri tíma. Auk konunnar særðist karlmaður illa eftir að hafa fengið skot í fótinn. Í úrskurði héraðsdóms segir að rannsókn lögreglu hafi fljótlega beinst að manninum, en hann hafði ítrekað hótað konunni, sem er fyrrverandi kærasta hans, lífláti og líkamsmeiðingum. Símnotkun og staðsetning síma mannsins sýna að hann hafi verið á vettvangi árásarinnar þegar hún var gerð. Þá hafi skilaboð og efni úr síma hans bent sterklega til aðildar hans að málinu. Maðurinn neitar þó sök og hefur jafnframt neitað að tjá sig um það sem gerðist umrædda nótt. Neitaði í fyrstu að tjá sig Hinn maðurinn sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald neitaði í fyrstu að tjá sig hjá lögreglu en hefur nú komið hreint fram í skýrslutöku. Sagði hann félaga sinn, skotmanninn, hafa beðið sig um skutla sér á staðinn. Þar hafi þeir rekist á konuna og manninn, og hinn maðurinn kallað til konunnar og þvínæst skotið úr byssu í átt til konunnar og mannsins. Mennirnir hafi svo ekið í burtu. „Samkvæmt púðurleyfarannsókn þá benda niðurstöður til þess að skotið hafi verið úr byssu út um farþegaglugga bifreiðarinnar sem kærði var í á vettvangi, en samkvæmt framburði Y [hins mannsins] sat kærði í farþegasæti bifreiðarinnar er hann skaut. Auk þess þá fundust sýni af hönd kærða mögulegar púðurleyfar,“ segir í úrskurðinum. Ennfremur segir að maðurinn hafi nú setið í gæsluvarðhaldi í tæpar sextán vikur. Rannsókn málsins sé á lokastigi, en beðið er eftir DNA rannsókn erlendis frá á skotvopni og púðurleifum. Þá liggi niðurstaða geðrannsóknar fyrir og er maðurinn metinn sakhæfur. Er það niðurstaða dómsins að árásarmaðurinn skuli afplána 900 daga eftirstöðvar refsingar af fimm ára fangelsisdómi sem hann hlaut í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2018. Skotárás í Grafarholti Dómsmál Reykjavík Lögreglumál Tengdar fréttir Skotárásin í Grafarholti: Tveir úrskurðaðir í áframhaldandi varðhald Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag tvo karlmenn í áframhaldandi gæsluvarðhald til föstudagsins 4. mars vegna rannsóknarinnar á skotárásinni í Grafarholti í Reykjavík að morgni 10. febrúar síðastliðinn. 25. febrúar 2022 14:33 Konan alvarlega slösuð eftir skammbyssuskot í kviðinn Ung kona liggur alvarlega særð á Landspítalanum eftir að hafa verið skotin í kviðinn í Grafarholti í nótt. Annar maður særðist einnig illa í árásinni eftir að hafa verið skotinn í fótinn. Lögregla lítur málið alvarlegum augum, ekki síst í ljósi þess að þetta er í annað sinn á innan við ári sem manneskja hér á landi er skotin. 10. febrúar 2022 18:30 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Sjá meira
Með árásinni í Grafarholti í febrúar er kominn sterkur grunur um að maðurinn hafi á reynslutíma framið nýtt brot sem gæti varðað allt að sex ára fangelsi og þannig gróflega rofið skilyrði þeirrar reynslulausnar sem honum var veitt í september 2019. Landsréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þessa efnis í fyrradag og var úrskurðurinn birtur í morgun. Skaut fyrrverandi kærustu og annan mann Maðurinn var annar tveggja sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald í kjölfar skotárásarinnar sem gerð var í Grafarholti í Reykjavík að morgni 10. febrúar. Kona særðist þar alvarlega eftir að hafa verið skotin í kviðinn og sé enn óljóst hvaða áhrif árásin muni hafa á hana til lengri tíma. Auk konunnar særðist karlmaður illa eftir að hafa fengið skot í fótinn. Í úrskurði héraðsdóms segir að rannsókn lögreglu hafi fljótlega beinst að manninum, en hann hafði ítrekað hótað konunni, sem er fyrrverandi kærasta hans, lífláti og líkamsmeiðingum. Símnotkun og staðsetning síma mannsins sýna að hann hafi verið á vettvangi árásarinnar þegar hún var gerð. Þá hafi skilaboð og efni úr síma hans bent sterklega til aðildar hans að málinu. Maðurinn neitar þó sök og hefur jafnframt neitað að tjá sig um það sem gerðist umrædda nótt. Neitaði í fyrstu að tjá sig Hinn maðurinn sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald neitaði í fyrstu að tjá sig hjá lögreglu en hefur nú komið hreint fram í skýrslutöku. Sagði hann félaga sinn, skotmanninn, hafa beðið sig um skutla sér á staðinn. Þar hafi þeir rekist á konuna og manninn, og hinn maðurinn kallað til konunnar og þvínæst skotið úr byssu í átt til konunnar og mannsins. Mennirnir hafi svo ekið í burtu. „Samkvæmt púðurleyfarannsókn þá benda niðurstöður til þess að skotið hafi verið úr byssu út um farþegaglugga bifreiðarinnar sem kærði var í á vettvangi, en samkvæmt framburði Y [hins mannsins] sat kærði í farþegasæti bifreiðarinnar er hann skaut. Auk þess þá fundust sýni af hönd kærða mögulegar púðurleyfar,“ segir í úrskurðinum. Ennfremur segir að maðurinn hafi nú setið í gæsluvarðhaldi í tæpar sextán vikur. Rannsókn málsins sé á lokastigi, en beðið er eftir DNA rannsókn erlendis frá á skotvopni og púðurleifum. Þá liggi niðurstaða geðrannsóknar fyrir og er maðurinn metinn sakhæfur. Er það niðurstaða dómsins að árásarmaðurinn skuli afplána 900 daga eftirstöðvar refsingar af fimm ára fangelsisdómi sem hann hlaut í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2018.
Skotárás í Grafarholti Dómsmál Reykjavík Lögreglumál Tengdar fréttir Skotárásin í Grafarholti: Tveir úrskurðaðir í áframhaldandi varðhald Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag tvo karlmenn í áframhaldandi gæsluvarðhald til föstudagsins 4. mars vegna rannsóknarinnar á skotárásinni í Grafarholti í Reykjavík að morgni 10. febrúar síðastliðinn. 25. febrúar 2022 14:33 Konan alvarlega slösuð eftir skammbyssuskot í kviðinn Ung kona liggur alvarlega særð á Landspítalanum eftir að hafa verið skotin í kviðinn í Grafarholti í nótt. Annar maður særðist einnig illa í árásinni eftir að hafa verið skotinn í fótinn. Lögregla lítur málið alvarlegum augum, ekki síst í ljósi þess að þetta er í annað sinn á innan við ári sem manneskja hér á landi er skotin. 10. febrúar 2022 18:30 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Sjá meira
Skotárásin í Grafarholti: Tveir úrskurðaðir í áframhaldandi varðhald Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag tvo karlmenn í áframhaldandi gæsluvarðhald til föstudagsins 4. mars vegna rannsóknarinnar á skotárásinni í Grafarholti í Reykjavík að morgni 10. febrúar síðastliðinn. 25. febrúar 2022 14:33
Konan alvarlega slösuð eftir skammbyssuskot í kviðinn Ung kona liggur alvarlega særð á Landspítalanum eftir að hafa verið skotin í kviðinn í Grafarholti í nótt. Annar maður særðist einnig illa í árásinni eftir að hafa verið skotinn í fótinn. Lögregla lítur málið alvarlegum augum, ekki síst í ljósi þess að þetta er í annað sinn á innan við ári sem manneskja hér á landi er skotin. 10. febrúar 2022 18:30