Innlent

Eldur í malar­hörpu austur af Grinda­vík

Atli Ísleifsson skrifar
Reykurinn sást vel frá Grindavík.
Reykurinn sást vel frá Grindavík. Aðsend

Eldur kom upp í malarhörpu í malarnámu austur af Grindavík skömmu eftir klukkan 13 í dag.

Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Grindavíkur, segir í samtali við fréttastofu að búið sé að ráða niðurlögum eldsins og sé nú verið að slökkva í glæðum.

Hann segir að einhverjar ábendingar hafi borist frá Grindvíkingum sem kunni að hafa óttast að eldgos væri mögulega hafið, enda náman nokkurn veginn í sömu sjónlínu frá Grindavík og Fagradalsfjall þar sem gaus á síðasta ári. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×