Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Sindri Sindrason fréttaþulur fréttamaður
Sindri Sindrason fréttaþulur fréttamaður Foto: Fréttaþulir kvöldfrétta

Í kvöldfréttum heyrum við í konu sem beið í hálfan sólarhring eftir þjónustu á bráðamóttöku Landsspítalans. Hún segir fólk verða að vera í topp standi til að þola biðina.

Við berum einnig saman fasteignaskatt og lóðaleigu í fimmtán sveitarfélögum á landinu sem leiðir í ljós að mörg sveitarfélög þyrftu að lægga gjöld sín um tugi og jafnvel hundruð þúsunda til að vera á pari við Reykjavík. 

Innrás Rússa í Úkraínu hefur hrakið tvo þriðju allra barna í landinu á flótta frá heimili sínu að mati Sameinuðu þjóðanna. Íbúi í austurhluta Úkraínu segir daglegt líf þar vera algera martröð. 

Við hittum borgarfulltrúa sem settust á þriggja daga námskeið í dag til að búa sig undir komandi kjörtímabil og kynnumst bekkjasystkinum tíu ára stúlku í hjólastól sem vilja auka skilning almennings á aðstæðum fatlaðra barna. 

Þetta og fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×