Depp hafði betur í meiðyrðamálinu gegn Heard Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. júní 2022 18:07 Amber Heard varð undir í baráttu sinni gegn Depp. AP/Evelyn Hockstein Kviðdómur í Bandaríkjunum tók afstöðu með leikaranum Johnny Depp í meiðyrðamáli hans gegn Amber Heard, leikkonu og fyrrverandi eiginkonu. Heard var dæmd til að greiða Depp alls 15 milljónir dala í skaðabætur, eða sem nemur tæplega tveimur milljörðum króna. Heard voru dæmdar tvær milljónir dala í bætur en hún höfðaði gagnstefnu gegn Depp, þar sem hún sagði lögmannateymi hans hafa ranglega sakað hana um að ljúga upp á Depp. Kviðdómendur í málinu kynntu niðurstöðuna á sjöunda tímanum að íslenskum tíma í kvöld. Hægt er að lesa hvað gekk á í dómsalnum í vaktinni hér neðst í fréttinni. Lögmenn Johnn Depp fögnuðu sigri fyrir utan dómshúsið í Fairfax sýslu eftir dómsuppsögu.AP Photo/Craig Hudson Depp stefndi Heard fyrir meiðyrði og krafðist fimmtíu milljóna dala í miskabætur, sem samsvarar um 6,5 milljörðum íslenskra króna. Stefnan beinist að grein sem Heard skrifaði og birtist í Washington Post árið 2018 þar sem hún sagðist vera orðin táknmynd þeirra sem hafi lifað við heimilisofbeldi. Heard var dæmd til að greiða honum tíu milljónir dala í miskabætur og fimm milljónir dala í refsibætur. Heard mun þó aðeins þurfa að greiða honum 350 þúsund dali í refsibætur þar sem það er hámark refsibóta í Virginíu. Depp er hvergi nefndur á nafn í greininni en lögmenn hans segja að í greininni tali hún um atvik og hluti sem hún sakaði Depp um þegar þau voru að skilja árið 2016. Stefnan skiptist í þrjá liði: Að með fyrirsögninni „Amber Heard: Ég tjáði mig um kynferðisofbeldi og fékk að finna fyrir reiði samfélagsins. Það verður að breytast“ hafi hún gerst sek um ærumeiðingar. Að eftirfarandi ummæli, sem birtust í ofannefndri grein, hafi verið ærumeiðandi: „Svo fyrir tveimur árum varð ég opinber persóna, andlit heimilisofbeldis og ég fann fyrir þeirri heift gegn konum sem stíga fram, sem grasserar í samfélagi okkar.“ Að eftirfarandi ummæli, sem birtust í ofannefndri grein, hafi verið ærumeiðandi: „Ég sá í rauntíma, sem er sjaldgæft, hvernig stofnanir vernda menn sem eru sakaðir um misnotkun og ofbeldi.“ Heard og lögmaður hennar féllust í faðma í dómsal í dag.AP/Evelyn Hockstein Heard var sakfelld í öllum þremur liðum og jafnframt fyrir það að hafa viðhaft ummælin, vitandi það að þau væru ærumeiðandi. Tónlistarmaðurinn Sam Fender birti þessa mynd í hringrás sinni á Instagram eftir að dómurinn var kveðinn upp. Þarna er hann með Depp og fleirum á krá í Bretlandi, þar sem þeir fögnuðu sigri Depp í meiðyrðamálinu.Skjáskot Gagnsókn Heard var sömuleiðis í þremur liðum, sem voru eftirfarandi: Að eftirfarandi ummæli, sem birtust á vefmiðli The Daily Mail, hafi verið ærumeiðandi: „Amber Heard og vinir hennar í fjölmiðlum lugu til um kynferðisofbeldi og notuðu það bæði sem sverð og skjöld, eftir því sem hentaði best á hverjum tíma. Þau hafa notað lygasögur hennar um kynferðisofbeldi sem sverð og barið því að almenningi og Depp.“ Að eftirfarandi ummæli, sem birtust á vefmiðli The Daily Mail, hafi verið ærumeiðandi: „Þetta var einfaldlega launsátur, gabb. Þau leiddu Depp í gildru með því að hringja í lögregluna en fyrsta tilraunin tókst ekki. Lögreglumennirnir mættu í þakíbúðina, leituðu ítarlega og tóku viðtöl og fóru eftir að hafa ekki séð neinar skemmdir á íbúðinni eða áverka á andliti [Heard]. Þannig að Amber og vinkonur hennar helltu niður smá víni og létu íbúðina líta verr út, sameinuðust um hvaða sögu ætti að segja undir handleiðslu lögmanns og fjölmiðlafulltrúa og hringdu svo aftur í neyðarlínuna.“ Að eftirfarandi ummæli, sem birtust á vefmiðli The Daily Mail, hafi verið ærumeiðandi: „Upphafið að endalokunum á misnotkunarlygum Heards gegn Johnny Depp er komið.“ Depp var sakfelldur í öðrum liðnum. Heard var sýnilega í uppnámi þegar dómurinn var kveðinn upp en Depp var ekki viðstaddur, þar sem hann er staddur í Bretlandi. Myndband af uppkvaðningu dómsins má sjá hér að neðan. Heard krafðist þess að verði hún sýknuð greiði Depp henni 100 milljónir dala í miskabætur og hefur sagt að hún hafi aðeins beitt Depp ofbeldi í sjálfsvörn eða þegar hún var að vernda yngri systur sína. Litið er á meiðyrðamál sem þessi, þar sem frægir stefna fyrir meiðyrði, mjög erfið í Bandaríkjunum. Erfitt er að vinna slík mál fyrir dómstólum vegna þungrar sönnunarbyrði. Hæstiréttur Bandaríkjanna dæmdi svo árið 1964 að í meiðyrðamálum einstaklinga sem eru þekktir í samfélaginu þurfi ekki aðeins að sanna að yfirlýsingarnar, sem stefnt er fyrir, séu rangar og hafi skaðað stefnanda heldur einnig að stefndi hafi sagt meint meiðyrði af illvilja. Johnny Depp var ekki viðstaddur dómsuppsögu þar sem hann er í Bretlandi.AP Photo/Steve Helber Aðalmeðferð í málinu stóð yfir í um sex vikur í Fairfax sýslu í Virginíu og hefur verið sjónvarpað í beinni útsendingu og því vakið mikla athygli. Fréttin var uppfærð klukkan 21:30. Við fylgdumst með í beinni útsendingu og greindum frá helstu vendingum í vaktinni hér að neðan.
Heard voru dæmdar tvær milljónir dala í bætur en hún höfðaði gagnstefnu gegn Depp, þar sem hún sagði lögmannateymi hans hafa ranglega sakað hana um að ljúga upp á Depp. Kviðdómendur í málinu kynntu niðurstöðuna á sjöunda tímanum að íslenskum tíma í kvöld. Hægt er að lesa hvað gekk á í dómsalnum í vaktinni hér neðst í fréttinni. Lögmenn Johnn Depp fögnuðu sigri fyrir utan dómshúsið í Fairfax sýslu eftir dómsuppsögu.AP Photo/Craig Hudson Depp stefndi Heard fyrir meiðyrði og krafðist fimmtíu milljóna dala í miskabætur, sem samsvarar um 6,5 milljörðum íslenskra króna. Stefnan beinist að grein sem Heard skrifaði og birtist í Washington Post árið 2018 þar sem hún sagðist vera orðin táknmynd þeirra sem hafi lifað við heimilisofbeldi. Heard var dæmd til að greiða honum tíu milljónir dala í miskabætur og fimm milljónir dala í refsibætur. Heard mun þó aðeins þurfa að greiða honum 350 þúsund dali í refsibætur þar sem það er hámark refsibóta í Virginíu. Depp er hvergi nefndur á nafn í greininni en lögmenn hans segja að í greininni tali hún um atvik og hluti sem hún sakaði Depp um þegar þau voru að skilja árið 2016. Stefnan skiptist í þrjá liði: Að með fyrirsögninni „Amber Heard: Ég tjáði mig um kynferðisofbeldi og fékk að finna fyrir reiði samfélagsins. Það verður að breytast“ hafi hún gerst sek um ærumeiðingar. Að eftirfarandi ummæli, sem birtust í ofannefndri grein, hafi verið ærumeiðandi: „Svo fyrir tveimur árum varð ég opinber persóna, andlit heimilisofbeldis og ég fann fyrir þeirri heift gegn konum sem stíga fram, sem grasserar í samfélagi okkar.“ Að eftirfarandi ummæli, sem birtust í ofannefndri grein, hafi verið ærumeiðandi: „Ég sá í rauntíma, sem er sjaldgæft, hvernig stofnanir vernda menn sem eru sakaðir um misnotkun og ofbeldi.“ Heard og lögmaður hennar féllust í faðma í dómsal í dag.AP/Evelyn Hockstein Heard var sakfelld í öllum þremur liðum og jafnframt fyrir það að hafa viðhaft ummælin, vitandi það að þau væru ærumeiðandi. Tónlistarmaðurinn Sam Fender birti þessa mynd í hringrás sinni á Instagram eftir að dómurinn var kveðinn upp. Þarna er hann með Depp og fleirum á krá í Bretlandi, þar sem þeir fögnuðu sigri Depp í meiðyrðamálinu.Skjáskot Gagnsókn Heard var sömuleiðis í þremur liðum, sem voru eftirfarandi: Að eftirfarandi ummæli, sem birtust á vefmiðli The Daily Mail, hafi verið ærumeiðandi: „Amber Heard og vinir hennar í fjölmiðlum lugu til um kynferðisofbeldi og notuðu það bæði sem sverð og skjöld, eftir því sem hentaði best á hverjum tíma. Þau hafa notað lygasögur hennar um kynferðisofbeldi sem sverð og barið því að almenningi og Depp.“ Að eftirfarandi ummæli, sem birtust á vefmiðli The Daily Mail, hafi verið ærumeiðandi: „Þetta var einfaldlega launsátur, gabb. Þau leiddu Depp í gildru með því að hringja í lögregluna en fyrsta tilraunin tókst ekki. Lögreglumennirnir mættu í þakíbúðina, leituðu ítarlega og tóku viðtöl og fóru eftir að hafa ekki séð neinar skemmdir á íbúðinni eða áverka á andliti [Heard]. Þannig að Amber og vinkonur hennar helltu niður smá víni og létu íbúðina líta verr út, sameinuðust um hvaða sögu ætti að segja undir handleiðslu lögmanns og fjölmiðlafulltrúa og hringdu svo aftur í neyðarlínuna.“ Að eftirfarandi ummæli, sem birtust á vefmiðli The Daily Mail, hafi verið ærumeiðandi: „Upphafið að endalokunum á misnotkunarlygum Heards gegn Johnny Depp er komið.“ Depp var sakfelldur í öðrum liðnum. Heard var sýnilega í uppnámi þegar dómurinn var kveðinn upp en Depp var ekki viðstaddur, þar sem hann er staddur í Bretlandi. Myndband af uppkvaðningu dómsins má sjá hér að neðan. Heard krafðist þess að verði hún sýknuð greiði Depp henni 100 milljónir dala í miskabætur og hefur sagt að hún hafi aðeins beitt Depp ofbeldi í sjálfsvörn eða þegar hún var að vernda yngri systur sína. Litið er á meiðyrðamál sem þessi, þar sem frægir stefna fyrir meiðyrði, mjög erfið í Bandaríkjunum. Erfitt er að vinna slík mál fyrir dómstólum vegna þungrar sönnunarbyrði. Hæstiréttur Bandaríkjanna dæmdi svo árið 1964 að í meiðyrðamálum einstaklinga sem eru þekktir í samfélaginu þurfi ekki aðeins að sanna að yfirlýsingarnar, sem stefnt er fyrir, séu rangar og hafi skaðað stefnanda heldur einnig að stefndi hafi sagt meint meiðyrði af illvilja. Johnny Depp var ekki viðstaddur dómsuppsögu þar sem hann er í Bretlandi.AP Photo/Steve Helber Aðalmeðferð í málinu stóð yfir í um sex vikur í Fairfax sýslu í Virginíu og hefur verið sjónvarpað í beinni útsendingu og því vakið mikla athygli. Fréttin var uppfærð klukkan 21:30. Við fylgdumst með í beinni útsendingu og greindum frá helstu vendingum í vaktinni hér að neðan.
Hollywood Bandaríkin Deilur Johnny Depp og Amber Heard Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Tróð óvænt upp á tónleikum og bíður úrskurðar kviðdóms Tónleikagestir ráku upp stór augu þegar stórleikarinn Johnny Depp tróð óvænt upp á tónleikum gítarleikarans Jeff Beck's í Yorkshire á sunnudagskvöld. 31. maí 2022 16:30 Örlög Depp og Heard í höndum kviðdóms eftir sjónvarpsviðburð aldarinnar Sex vikna réttarhöldum í meiðyrðamáli Johnny Depp og Amber Heard lauk í dag. Réttarhöldin hafa vakið gríðarlega athygli þar sem Depp virðist njóta mikils stuðnings en Heard, og ungu barni hennar, hefur verið hótað lífláti. Kviðdómur reyndi að komast að niðurstöðu í kvöld en mun koma saman aftur á þriðjudag. 27. maí 2022 23:00 Er Johnny Depp að skaða metoo hreyfinguna ef hann berst fyrir æru sinni? Einstaka feministar virðast óttast að ef það kemst upp að einstaka konur eru ofbeldismanneskjur í hjónabandi muni það skaða feminiska baráttu. 23. maí 2022 10:24 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Tróð óvænt upp á tónleikum og bíður úrskurðar kviðdóms Tónleikagestir ráku upp stór augu þegar stórleikarinn Johnny Depp tróð óvænt upp á tónleikum gítarleikarans Jeff Beck's í Yorkshire á sunnudagskvöld. 31. maí 2022 16:30
Örlög Depp og Heard í höndum kviðdóms eftir sjónvarpsviðburð aldarinnar Sex vikna réttarhöldum í meiðyrðamáli Johnny Depp og Amber Heard lauk í dag. Réttarhöldin hafa vakið gríðarlega athygli þar sem Depp virðist njóta mikils stuðnings en Heard, og ungu barni hennar, hefur verið hótað lífláti. Kviðdómur reyndi að komast að niðurstöðu í kvöld en mun koma saman aftur á þriðjudag. 27. maí 2022 23:00
Er Johnny Depp að skaða metoo hreyfinguna ef hann berst fyrir æru sinni? Einstaka feministar virðast óttast að ef það kemst upp að einstaka konur eru ofbeldismanneskjur í hjónabandi muni það skaða feminiska baráttu. 23. maí 2022 10:24