Hætti í íþróttum og gerðist listamaður eftir lestur á Heimsljósi Magnús Jochum Pálsson skrifar 3. júní 2022 07:31 Mugison slær á létta strengi. Aðsent. Sunnudaginn 5. júní næstkomandi treður Mugison upp á Gljúfrasteini á fyrstu tónleikum sínum í sumar. Með tónleikunum greiðir tónlistarmaðurinn áratugalanga skuld til Halldórs Laxness. Þegar Mugison var ungur maður hætti hann í íþróttum og ákvað að gerast listamaður eftir lestur á Heimsljósi skáldsins. Tónleikarnir „Sólin er komin“ verða á hvítasunnu og eru hluti af stofutónleikaröð Gljúfrasteins sem fer fram í stofu safnsins alla sunnudaga í sumar. Stofutónleikar hafa verið fastur liður á safninu frá árinu 2006 en í tíð Halldórs og Auðar voru reglulega haldnir tónleikar í stofunni þar sem innlent og erlent tónlistarfólk lék listir sínar. Skáldið stillir sér upp í stofunni á Gljúfrasteini.Gljúfrasteinn. Í tilefni af tónleikunum hafði undirritaður samband við Mugison og ræddi við hann um tónleikana, aðdragandann að þeim og ýmislegt annað. Það eru tónleikar hjá þér á sunnudaginn, fyrstu tónleikar sumarsins ekki satt? Fyrstu tónleikar sumarsins, bæði hjá mér og hjá Gljúfrasteini. Ég mun spila lítið í sumar af því ég er að vinna í plötu, fyrstu plötunni síðan 2016. Þannig að þetta verður einn af fáum tónleikum sem ég mun spila á. Ég hlakka mikið til, ég hef ætlað að fara í mörg ár að spila á Gljúfrasteini. Ég á vini sem hafa spilað þarna og tala vel um þetta. Og svo finnst mér ég skulda skáldinu. Laxness áritar eintak af bók sinni.Gljúfrasteinn. Ég var íþróttamaður þegar ég var yngri, aðallega í sundi en líka í fótbolta og frjálsum. Svo þegar ég var fimmtán ára hitti ég mann sem heitir Kjartan Hallur Grétarsson og hann tók mig í læri. Þá bað ég hann um að kenna mér að verða listamaður. Hann sagði mér að fara á bókasafnið til að finna eitthvað að lesa og svo myndum við ræða saman um bókina. Ég valdi Heimsljós sem breytti lífi mínu. Ég tengdi svo rosalega við Ólaf Ljósvíking, sem sumir hafa reyndar kallað aumingja. Þetta var fyrsta bókin sem ég las á ævinni og hún algjörlega breytti lífi mínu, ég droppaði íþróttunum og ákvað að verða sveimhugi eins og Ólafur Kárason Ljósvíkingur. Það hefur þá verið þrjátíu ára bið eftir að þú heimsæktir Gljúfrastein? Allavega kominn tími til að þakka fyrir sig. Eða skamma, ég er ekki alveg viss. Kannski er þetta bölvun. Halldór Laxness og hundur hans við ána Köldukvísl.Hans Malmberg Hafa skrif Laxness inspírerað þig frekar, fyrir utan það að gera þig að skáldi? Ljósvíkingurinn hafði rosaleg áhrif á mig. Ég las líka slatta af bókum eftir hann í menntaskóla og þarna í kringum tvítugt. Fyrir svona ungan mann, þá blæs stíll Laxness einhverju í íslenska hjartað, ég veit ekki hvernig á að lýsa því. Maður las stundum heilu kaflana og fór síðan í göngutúra of-inblásinn. Þarna var ég orðinn skúffuskáld og ég man að mig langaði að vera í eins fötum og Laxness og þessi kynslóð og labba um bæinn eins og ég væri með merkilegar hugsanir eins og þeir. Og ég fór oft í svona göngutúra. Ég man sérstaklega eftir einum göngutúr á Akureyri, um sumarnótt, þar sem ég var nýbúinn að lesa Laxness og var alltof innblásinn varðandi lífið og tilveruna. Allt kallaði á eitthvað. Þetta var nánast ofurinnblástur sem endar með magapínu og gerir mann ringlaðan. Er von á nýju efni á tónleikunum? Þetta eru hálftíma tónleikar, það er þemað á Gljúfrasteini. Það hentar mér vel af því þá getur maður algjörlega fókuserað á að skemmta fólki, spilað skemmtilegu lögin. Það er hættulegt að spila of mikið af nýju efni en ég hugsa að ég taki eitt eða tvö ný lög. Svo bara bullandi hittara. Hvenær má svo búast við nýrri plötu? Ég er akkúrat í þessum töluðum orðum að klára að koma græjum inn í sendibíl sem ég á og hef samið mikið af tónlist í. Inni í honum kem ég upp litlu ferðastúdíói og ég ætla að nota ferðina suður til að hitta nokkra tónlistarmenn, stela þeim í bílinn og taka upp tónlist. Svo kemur platan í haust, alveg sama hvernig hún hljómar. Vond eða góð, ég ætla að henda henni út. Tónleikar á Íslandi Tónlist Halldór Laxness Bókmenntir Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Tónleikarnir „Sólin er komin“ verða á hvítasunnu og eru hluti af stofutónleikaröð Gljúfrasteins sem fer fram í stofu safnsins alla sunnudaga í sumar. Stofutónleikar hafa verið fastur liður á safninu frá árinu 2006 en í tíð Halldórs og Auðar voru reglulega haldnir tónleikar í stofunni þar sem innlent og erlent tónlistarfólk lék listir sínar. Skáldið stillir sér upp í stofunni á Gljúfrasteini.Gljúfrasteinn. Í tilefni af tónleikunum hafði undirritaður samband við Mugison og ræddi við hann um tónleikana, aðdragandann að þeim og ýmislegt annað. Það eru tónleikar hjá þér á sunnudaginn, fyrstu tónleikar sumarsins ekki satt? Fyrstu tónleikar sumarsins, bæði hjá mér og hjá Gljúfrasteini. Ég mun spila lítið í sumar af því ég er að vinna í plötu, fyrstu plötunni síðan 2016. Þannig að þetta verður einn af fáum tónleikum sem ég mun spila á. Ég hlakka mikið til, ég hef ætlað að fara í mörg ár að spila á Gljúfrasteini. Ég á vini sem hafa spilað þarna og tala vel um þetta. Og svo finnst mér ég skulda skáldinu. Laxness áritar eintak af bók sinni.Gljúfrasteinn. Ég var íþróttamaður þegar ég var yngri, aðallega í sundi en líka í fótbolta og frjálsum. Svo þegar ég var fimmtán ára hitti ég mann sem heitir Kjartan Hallur Grétarsson og hann tók mig í læri. Þá bað ég hann um að kenna mér að verða listamaður. Hann sagði mér að fara á bókasafnið til að finna eitthvað að lesa og svo myndum við ræða saman um bókina. Ég valdi Heimsljós sem breytti lífi mínu. Ég tengdi svo rosalega við Ólaf Ljósvíking, sem sumir hafa reyndar kallað aumingja. Þetta var fyrsta bókin sem ég las á ævinni og hún algjörlega breytti lífi mínu, ég droppaði íþróttunum og ákvað að verða sveimhugi eins og Ólafur Kárason Ljósvíkingur. Það hefur þá verið þrjátíu ára bið eftir að þú heimsæktir Gljúfrastein? Allavega kominn tími til að þakka fyrir sig. Eða skamma, ég er ekki alveg viss. Kannski er þetta bölvun. Halldór Laxness og hundur hans við ána Köldukvísl.Hans Malmberg Hafa skrif Laxness inspírerað þig frekar, fyrir utan það að gera þig að skáldi? Ljósvíkingurinn hafði rosaleg áhrif á mig. Ég las líka slatta af bókum eftir hann í menntaskóla og þarna í kringum tvítugt. Fyrir svona ungan mann, þá blæs stíll Laxness einhverju í íslenska hjartað, ég veit ekki hvernig á að lýsa því. Maður las stundum heilu kaflana og fór síðan í göngutúra of-inblásinn. Þarna var ég orðinn skúffuskáld og ég man að mig langaði að vera í eins fötum og Laxness og þessi kynslóð og labba um bæinn eins og ég væri með merkilegar hugsanir eins og þeir. Og ég fór oft í svona göngutúra. Ég man sérstaklega eftir einum göngutúr á Akureyri, um sumarnótt, þar sem ég var nýbúinn að lesa Laxness og var alltof innblásinn varðandi lífið og tilveruna. Allt kallaði á eitthvað. Þetta var nánast ofurinnblástur sem endar með magapínu og gerir mann ringlaðan. Er von á nýju efni á tónleikunum? Þetta eru hálftíma tónleikar, það er þemað á Gljúfrasteini. Það hentar mér vel af því þá getur maður algjörlega fókuserað á að skemmta fólki, spilað skemmtilegu lögin. Það er hættulegt að spila of mikið af nýju efni en ég hugsa að ég taki eitt eða tvö ný lög. Svo bara bullandi hittara. Hvenær má svo búast við nýrri plötu? Ég er akkúrat í þessum töluðum orðum að klára að koma græjum inn í sendibíl sem ég á og hef samið mikið af tónlist í. Inni í honum kem ég upp litlu ferðastúdíói og ég ætla að nota ferðina suður til að hitta nokkra tónlistarmenn, stela þeim í bílinn og taka upp tónlist. Svo kemur platan í haust, alveg sama hvernig hún hljómar. Vond eða góð, ég ætla að henda henni út.
Tónleikar á Íslandi Tónlist Halldór Laxness Bókmenntir Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira