Tíu ár frá því Kiel kláraði fullkomið tímabil: „Þeir voru alveg að bugast á mér“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. júní 2022 15:01 Alfreð Gíslason messar yfir stuðningsmönnum Kiel á ráðhústorginu í borginni. getty/Martin Rose Í dag, 2. júní, eru tíu ár síðan Kiel, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar, kórónaði fullkomið tímabil í þýsku úrvalsdeildinni með sigri á Gummersbach. Aron Pálmarsson lék með Kiel á þessum tíma. Kiel vann alla fjóra titlana sem í boði voru tímabilið 2011-12. Strákarnir hans Alfreðs unnu þýsku úrvalsdeildina, þýsku bikarkeppnina, þýska ofurbikarinn og Meistaradeild Evrópu. Það sem meira er vann Kiel alla 34 leikina sína í þýsku úrvalsdeildinni, eitthvað sem ekkert annað lið hefur afrekað. Kiel setti punktinn aftan við stórkostlegt tímabil með því að vinna Gummersbach með tíu marka mun, 39-29, í lokaumferðinni 2. júní 2012. Alfreð ræddi um þennan dag og tímabilið 2011-12 í heimildamynd sem Henry Birgir Gunnarsson gerði um hann fyrir tveimur árum. Brjálaður 360 af 365 dögum ársins „Það var alveg æðislegt tímabil og við vorum með frábært lið. Það var alveg hrikalega gaman að ná þessu og gera þetta og við áttum stórkostlegt tímabil. Leikmennirnir kvörtuðu við mig að ég væri náungi sem væri í brjáluðu skapi 360 af 365 dögum á árinu. Það var að vísu aðeins rétt hjá þeim því við vorum búnir að vinna deildina nokkurn veginn í febrúar,“ sagði Alfreð. Þegar deildarmeistaratitilinn var í höfn fór Alfreð að horfa til hinna ýmsu meta til að halda sínum mönnum við efnið. „Þá sá ég að við gætum slegið eigið met sem voru þrír mínus punktar. Svo þegar var komið fram í maí hugsaði ég að við næðum kannski núllinu. Ég var í hrikalegri baráttu við eigið lið, að slappa ekkert af. Eftir því sem ég náði meiru út úr þeim hélt ég pressunni endalaust á þeim. Þeir voru alveg að bugast á mér en ég kláraði þetta,“ sagði Alfreð. Klippa: Alfreð um fullkomið tímabil Kiel En á endanum fengu leikmenn Kiel nóg og fyrirliðinn sagði stopp. „Þegar voru 2-3 mínútur eftir í síðasta leiknum gegn Gummersbach vorum við sjö mörkum yfir og klárt að við myndum klára núllið. Ég var búinn að skipta nokkrum mikilvægum leikmönnum eins og Marcus Ahlm út af,“ sagði Alfreð. „Bara“ 298 mörk í plús „Þá datt mér allt í einu í hug að við ættum örfá mörk eftir í þrjú hundruð mörk í plús í markatölu, eitthvað sem verður aldrei slegið. Ég kallaði Ahlm til mín og sagði honum að fara aftur inn á. Hann spurði af hverju og ég sagði að okkur vantaði tvö mörk í þrjú hundruð. Þá sagði hann nú er komið nóg. Þannig við kláruðum tímabilið bara með 298 mörk í plús.“ Eftir leikinn gegn Gummersbach var mikilli sigurhátíð slegið upp og leikmenn Kiel fögnuðu frábæru tímabili með tuttugu þúsund manns á ráðhústorginu í borginni. Alls lék Kiel 57 leiki tímabilið 2011-12, vann 53 leiki, gerði þrjú jafntefli og tapaði aðeins einum leik, fyrir Montpellier í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Þýski handboltinn Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Sjá meira
Kiel vann alla fjóra titlana sem í boði voru tímabilið 2011-12. Strákarnir hans Alfreðs unnu þýsku úrvalsdeildina, þýsku bikarkeppnina, þýska ofurbikarinn og Meistaradeild Evrópu. Það sem meira er vann Kiel alla 34 leikina sína í þýsku úrvalsdeildinni, eitthvað sem ekkert annað lið hefur afrekað. Kiel setti punktinn aftan við stórkostlegt tímabil með því að vinna Gummersbach með tíu marka mun, 39-29, í lokaumferðinni 2. júní 2012. Alfreð ræddi um þennan dag og tímabilið 2011-12 í heimildamynd sem Henry Birgir Gunnarsson gerði um hann fyrir tveimur árum. Brjálaður 360 af 365 dögum ársins „Það var alveg æðislegt tímabil og við vorum með frábært lið. Það var alveg hrikalega gaman að ná þessu og gera þetta og við áttum stórkostlegt tímabil. Leikmennirnir kvörtuðu við mig að ég væri náungi sem væri í brjáluðu skapi 360 af 365 dögum á árinu. Það var að vísu aðeins rétt hjá þeim því við vorum búnir að vinna deildina nokkurn veginn í febrúar,“ sagði Alfreð. Þegar deildarmeistaratitilinn var í höfn fór Alfreð að horfa til hinna ýmsu meta til að halda sínum mönnum við efnið. „Þá sá ég að við gætum slegið eigið met sem voru þrír mínus punktar. Svo þegar var komið fram í maí hugsaði ég að við næðum kannski núllinu. Ég var í hrikalegri baráttu við eigið lið, að slappa ekkert af. Eftir því sem ég náði meiru út úr þeim hélt ég pressunni endalaust á þeim. Þeir voru alveg að bugast á mér en ég kláraði þetta,“ sagði Alfreð. Klippa: Alfreð um fullkomið tímabil Kiel En á endanum fengu leikmenn Kiel nóg og fyrirliðinn sagði stopp. „Þegar voru 2-3 mínútur eftir í síðasta leiknum gegn Gummersbach vorum við sjö mörkum yfir og klárt að við myndum klára núllið. Ég var búinn að skipta nokkrum mikilvægum leikmönnum eins og Marcus Ahlm út af,“ sagði Alfreð. „Bara“ 298 mörk í plús „Þá datt mér allt í einu í hug að við ættum örfá mörk eftir í þrjú hundruð mörk í plús í markatölu, eitthvað sem verður aldrei slegið. Ég kallaði Ahlm til mín og sagði honum að fara aftur inn á. Hann spurði af hverju og ég sagði að okkur vantaði tvö mörk í þrjú hundruð. Þá sagði hann nú er komið nóg. Þannig við kláruðum tímabilið bara með 298 mörk í plús.“ Eftir leikinn gegn Gummersbach var mikilli sigurhátíð slegið upp og leikmenn Kiel fögnuðu frábæru tímabili með tuttugu þúsund manns á ráðhústorginu í borginni. Alls lék Kiel 57 leiki tímabilið 2011-12, vann 53 leiki, gerði þrjú jafntefli og tapaði aðeins einum leik, fyrir Montpellier í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.
Þýski handboltinn Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Sjá meira