„Ég hugsaði: Vá, það er eitthvað mikið í vændum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. júní 2022 08:00 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir í leik U-19 ára liða Íslands og Þýskalands fyrir tveimur árum. Íslendingar unnu 2-0 sigur. getty/Johannes Simon Karólína Lea Vilhjálmsdóttir segir að það hafi hjálpað sér að hafa koma inn í íslenska landsliðið á sama tíma og nokkrir aðrir leikmenn á svipuðum aldri. Fyrir tveimur árum tók Jón Þór Hauksson, þáverandi landsliðsþjálfari, Karólínu og fleiri unga leikmenn, meðal annars Sveindísi Jane Jónsdóttur og Alexöndru Jóhannsdóttur, inn í landsliðið. „Það var góður árgangur að koma upp. Það hjálpaði mjög mikið að hafði spilað með nokkrum þeirra áður. Maður kom ekki inn í eitthvað alveg nýtt,“ sagði Karólína þegar blaðamaður Vísis settist niður með henni fyrir leik Íslands og Tékklands í undankeppni HM í apríl. „Jón Þór hækkaði rána með því að þora að spila yngri leikmönnum. Það var mjög gott hjá honum og það var þægilegt að hafa einhverja sem maður þekkti. Mér finnst frábær blanda í landsliðinu, af yngri og eldri leikmönnum.“ Klippa: Karólína um nýju kynslóðina Karólína var fyrirliði U-19 ára landsliðsins sem vann alla leiki sína á sterku móti á La Manga í mars 2020. Ísland sigraði Sviss 4-1, Ítalíu 7-1 og loks Þýskaland 2-0. Að sögn Karólínu sýndi sérstaklega sigurinn á Þjóðverjum að þessi hópur, leikmanna fæddra 2001-03, gæti náð langt. „Klárlega, ég man vel eftir þessum leik. Við byrjuðum á að hápressa þær og þær áttu ekki möguleika. Ég hugsaði: vá, það er eitthvað mikið í vændum, að koma inn í A-landsliðið,“ sagði Karólína. „Ég talaði við Glódísi [Perlu Viggósdóttur] og spurði hvernig henni hafi liðið þegar þessir yngri leikmenn komu inn í landsliðið. Hún sagðist hafa hugsað að einhver geggjuð kynslóð væri að koma núna. Ég held að allir hafi verið mjög spenntir yfir þessum úrslitum gegn Þýskalandi.“ Því miður fyrir Karólínu og stöllur hennar í U-19 ára liðinu gátu þær ekki spilað á lokamótinu sem var blásið af vegna kórónuveirufaraldursins. Sjö af þeim ellefu leikmönnum sem byrjuðu leikinn gegn Þýskalandi hafa leikið með A-landsliðinu: Karólína, Sveindís, Cecilía Rán Rúnarsdóttir, Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, Hafrún Rakel Halldórsdóttir, Barbára Sól Gísladóttir og Ída Marín Hermannsdóttir. Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Elska að spila með fyrirmyndunum: „Hélt það yrði miklu erfiðara að komast inn í þetta“ Tvær af ungu stjörnum íslenska kvennalandsliðsins njóta þess að spila með eldri leikmönnum liðsins sem þær hafa litið lengi upp til. 20. maí 2022 09:01 Erfið byrjun hjá Bayern: „Mamma kom til mín í heilan mánuð til að styrkja mig andlega“ Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, landsliðskona í fótbolta, viðurkennir að fyrstu mánuðirnar hjá Bayern München hafi reynt á. Það hafi hins vegar hjálpað mikið þegar hún fékk tvo íslenska samherja. 3. maí 2022 09:00 Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Sjá meira
Fyrir tveimur árum tók Jón Þór Hauksson, þáverandi landsliðsþjálfari, Karólínu og fleiri unga leikmenn, meðal annars Sveindísi Jane Jónsdóttur og Alexöndru Jóhannsdóttur, inn í landsliðið. „Það var góður árgangur að koma upp. Það hjálpaði mjög mikið að hafði spilað með nokkrum þeirra áður. Maður kom ekki inn í eitthvað alveg nýtt,“ sagði Karólína þegar blaðamaður Vísis settist niður með henni fyrir leik Íslands og Tékklands í undankeppni HM í apríl. „Jón Þór hækkaði rána með því að þora að spila yngri leikmönnum. Það var mjög gott hjá honum og það var þægilegt að hafa einhverja sem maður þekkti. Mér finnst frábær blanda í landsliðinu, af yngri og eldri leikmönnum.“ Klippa: Karólína um nýju kynslóðina Karólína var fyrirliði U-19 ára landsliðsins sem vann alla leiki sína á sterku móti á La Manga í mars 2020. Ísland sigraði Sviss 4-1, Ítalíu 7-1 og loks Þýskaland 2-0. Að sögn Karólínu sýndi sérstaklega sigurinn á Þjóðverjum að þessi hópur, leikmanna fæddra 2001-03, gæti náð langt. „Klárlega, ég man vel eftir þessum leik. Við byrjuðum á að hápressa þær og þær áttu ekki möguleika. Ég hugsaði: vá, það er eitthvað mikið í vændum, að koma inn í A-landsliðið,“ sagði Karólína. „Ég talaði við Glódísi [Perlu Viggósdóttur] og spurði hvernig henni hafi liðið þegar þessir yngri leikmenn komu inn í landsliðið. Hún sagðist hafa hugsað að einhver geggjuð kynslóð væri að koma núna. Ég held að allir hafi verið mjög spenntir yfir þessum úrslitum gegn Þýskalandi.“ Því miður fyrir Karólínu og stöllur hennar í U-19 ára liðinu gátu þær ekki spilað á lokamótinu sem var blásið af vegna kórónuveirufaraldursins. Sjö af þeim ellefu leikmönnum sem byrjuðu leikinn gegn Þýskalandi hafa leikið með A-landsliðinu: Karólína, Sveindís, Cecilía Rán Rúnarsdóttir, Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, Hafrún Rakel Halldórsdóttir, Barbára Sól Gísladóttir og Ída Marín Hermannsdóttir.
Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Elska að spila með fyrirmyndunum: „Hélt það yrði miklu erfiðara að komast inn í þetta“ Tvær af ungu stjörnum íslenska kvennalandsliðsins njóta þess að spila með eldri leikmönnum liðsins sem þær hafa litið lengi upp til. 20. maí 2022 09:01 Erfið byrjun hjá Bayern: „Mamma kom til mín í heilan mánuð til að styrkja mig andlega“ Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, landsliðskona í fótbolta, viðurkennir að fyrstu mánuðirnar hjá Bayern München hafi reynt á. Það hafi hins vegar hjálpað mikið þegar hún fékk tvo íslenska samherja. 3. maí 2022 09:00 Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Sjá meira
Elska að spila með fyrirmyndunum: „Hélt það yrði miklu erfiðara að komast inn í þetta“ Tvær af ungu stjörnum íslenska kvennalandsliðsins njóta þess að spila með eldri leikmönnum liðsins sem þær hafa litið lengi upp til. 20. maí 2022 09:01
Erfið byrjun hjá Bayern: „Mamma kom til mín í heilan mánuð til að styrkja mig andlega“ Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, landsliðskona í fótbolta, viðurkennir að fyrstu mánuðirnar hjá Bayern München hafi reynt á. Það hafi hins vegar hjálpað mikið þegar hún fékk tvo íslenska samherja. 3. maí 2022 09:00