Segir lykkjumálið á Grænlandi glæpsamlegt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. júní 2022 22:00 Arnar Hauksson er fæðinga- og kvensjúkdómalæknir. Vísir/Egill Ritari grænlensks stjórnmálaflokks segir reiði og sorg hafa gripið um sig í samfélaginu eftir að í ljós kom að dönsk stjórnvöld hefðu komið lykkjunni fyrir í þúsundum ungra kvenna í landinu. Íslenskur læknir segir málið glæpsamlegt. Lykkjunni var komið fyrir í fjögur þúsund og fimm hundruð grænlenskum unglingsstúlkum á sjöunda áratug síðustu aldar að fyrirskipan danskra stjórnvalda - í sumum tilvikum án vitneskju eða samþykkis stúlknanna og foreldra þeirra. Ritari Siumut flokksins í Grænlandi segir reiði og sorg hafa gripið um sig meðal Grænlendinga vegna málsins. „Þetta var eins og að fá eitthvað, eins og einhver sparkaði mann í magann. Maður var fyrst að reyna að fatta þetta af því að þetta er svo stórt og umfangsmikið að maður er ekki alveg að ná utan um þetta ennþá,“ segir Inga Dóra Guðmundsdóttir Markussen, ritari Siumut-flokksins. Málinu sé hvergi nærri lokið. „Ég held að í þetta skiptið sé afsökunarbeiðni ekki nóg, þetta er of stórt til þess að segja afsakið, þetta var á öðrum tíma. Það er ekkert svo langt síðan þetta gerðist,“ segir Inga Dóra. Of seint fyrir margar kvennanna að verða þungaðar Íslenskur læknir segir málið glæpsamlegt. „Maður tekur ekki fólk á fölskum forsendum og gerir eitt eða annað við það, án þess samþykkis,“ segir Arnar Hauksson fæðinga- og kvensjúkdómalæknir. Sá skaði sem stúlkurnar urðu fyrir ætti ekki að hafa verið varanlegur. „Heldur bara tímabilið sem þær eru með lykkju í sér, þá geta þær ekki orðið þungaðar. Þær geta hins vegar fengið sýkingar, því ef þær fá móðurlífsbólgur eftir kynsjúkdóma þá getur orðið alvarleg skemmd á eggjaleiðurum eftir þetta,“ segir Arnar. Ein leið fyrir danska ríkið til að bæta upp fyrir málið hefði verið að kosta þungunarhjálp fyrir þær konur úr hópnum sem reyndu að verða þungaðar. Það sé hins vegar orðið of seint fyrir langflestar þeirra. „En þá vill maður fá að vita, ef þær hafa reynt það: Hverjir skoðuð þær og vissu ekki af þessu?“ segir Arnar. „Ef þær hafa leitað til læknis um þungunarósk og þær ekki verið upplýstar um þetta, þá er það mjög alvarlegur hlutur líka.“ Grænland Jafnréttismál Danmörk Heilbrigðismál Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Lykkjunni var komið fyrir í fjögur þúsund og fimm hundruð grænlenskum unglingsstúlkum á sjöunda áratug síðustu aldar að fyrirskipan danskra stjórnvalda - í sumum tilvikum án vitneskju eða samþykkis stúlknanna og foreldra þeirra. Ritari Siumut flokksins í Grænlandi segir reiði og sorg hafa gripið um sig meðal Grænlendinga vegna málsins. „Þetta var eins og að fá eitthvað, eins og einhver sparkaði mann í magann. Maður var fyrst að reyna að fatta þetta af því að þetta er svo stórt og umfangsmikið að maður er ekki alveg að ná utan um þetta ennþá,“ segir Inga Dóra Guðmundsdóttir Markussen, ritari Siumut-flokksins. Málinu sé hvergi nærri lokið. „Ég held að í þetta skiptið sé afsökunarbeiðni ekki nóg, þetta er of stórt til þess að segja afsakið, þetta var á öðrum tíma. Það er ekkert svo langt síðan þetta gerðist,“ segir Inga Dóra. Of seint fyrir margar kvennanna að verða þungaðar Íslenskur læknir segir málið glæpsamlegt. „Maður tekur ekki fólk á fölskum forsendum og gerir eitt eða annað við það, án þess samþykkis,“ segir Arnar Hauksson fæðinga- og kvensjúkdómalæknir. Sá skaði sem stúlkurnar urðu fyrir ætti ekki að hafa verið varanlegur. „Heldur bara tímabilið sem þær eru með lykkju í sér, þá geta þær ekki orðið þungaðar. Þær geta hins vegar fengið sýkingar, því ef þær fá móðurlífsbólgur eftir kynsjúkdóma þá getur orðið alvarleg skemmd á eggjaleiðurum eftir þetta,“ segir Arnar. Ein leið fyrir danska ríkið til að bæta upp fyrir málið hefði verið að kosta þungunarhjálp fyrir þær konur úr hópnum sem reyndu að verða þungaðar. Það sé hins vegar orðið of seint fyrir langflestar þeirra. „En þá vill maður fá að vita, ef þær hafa reynt það: Hverjir skoðuð þær og vissu ekki af þessu?“ segir Arnar. „Ef þær hafa leitað til læknis um þungunarósk og þær ekki verið upplýstar um þetta, þá er það mjög alvarlegur hlutur líka.“
Grænland Jafnréttismál Danmörk Heilbrigðismál Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira