Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Kvöldfréttir hefjast klukkan 18:30.
Kvöldfréttir hefjast klukkan 18:30.

Verð á bensíni hefur aldrei verið hærra og er fyrirséð að það hækki enn meira á næstu vikum. Bensínfyrirtæki eiga erfitt með að skýra gríðarlegan verðmun milli eigin stöðva, jafnvel stöðva sem liggja hlið við hlið. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræðum við formann Félags íslenskra bifreiðaeigenda í beinni útsendingu.

Þá höldum við áfram umfjöllun um mikla hækkun á fasteignamati og afleiðingar hennar. Aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins segir engin rök fyrir hækkun fasteignaskatta. Fjármálaráðherra telur núverandi fyrirkomulag innheimtu fasteignagjalda meingallað.

Ritari grænlensks stjórnmálaflokks segir reiði og sorg hafa gripið um sig í samfélaginu eftir að í ljós kom að dönsk stjórnvöld hefðu komið lykkjunni fyrir í þúsundum ungra kvenna í landinu. Íslenskur læknir segir málið glæpsamlegt.

Heimir Már Pétursson fór á stúfana í dag og kíkti í heimsókn á Hafnartorg, þar sem her iðnaðarmanna leggur þessa dagana lokahönd á nýtt torg í miðborginni þar sem ellefu nýir veitingastaðir og verslanir taka til starfa eftir um fimm vikur.

Þá fjöllum við um dómsuppkvaðningu í máli Johnny Depp gegn Amber Heard og sýnum frá miklum hátíðarhöldum í Lundúnum, þar sem Elísabet Bretadrottning fagnar afmæli sínu um þessar mundir.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×