„Í ár, í fyrsta skiptið frá upphafi, ætlum við að leyfa ykkur sem heima sitjið að leika ástarguðinn. Þið hafið val um það hvaða strákur parar sig saman með hvaða stelpu,“ sagði Iain Stirling sem tilkynnti um breytingarnar í beinni útsendingu.
Það verður því á færi áhorfenda að para saman einstaklinga í þáttunum sem munu þá fara saman á stefnumót og gerast par þangað til næstu kosningar fara fram.
Keppendur sumarsins voru kynntir til sögunnar í síðustu viku en þættirnir hefjast 7. júní. Ian hvetur áhorfendur til að ná sér í appið þar sem hægt verður að kjósa.
„Þið ráðið því hverjir verða saman. Þið getið skoðað alla keppendur, kannað stemminguna og valið þá sem ykkur líst á sem par. “ sagði Iain.