Undirbúningur hátíðarinnar hefur staðið yfir síðustu vikur og mánuði. Hér eru t.d. Sigríður Regína og Kamella, sem báðar eru kvikmyndavarðveislufræðingar að fara yfir efnum á filmum og vídeóspólum frá fólki héðan og þaðan, svokallað heimamyndefni, sem sýnt verður á hátíðinni.
„Þetta er falleg hátíð, skemmtileg og mikil ástríðuhátíð. Þetta er einhverskonar árshátíð heimilarmyndahöfunda á Íslandi. Það eru þréttán heimildarmyndir, sem verða sýndar alveg frá því að vera tíu mínútur og upp í fulla lengd, 70 til 75 mínútur og svo erum við með fjölbreytta dagskrá líka,“ segir Karna Sigurðardóttir, verkefnisstjóri hátíðarinnar.

Karna reiknar með miklum fjölda á Skjaldborg og hún lofar stuði og mikilli stemmingu. Hápunktur hátíðarinnar verður plokkfiskveisla kvenfélagsins og skrúðganga síðdegis á sunnudaginn, sem endar á Kongó dansi og limbókeppni.
„Ég er mjög spennt fyrir helginni, þetta eru jólin okkar, þetta er bara besta stund heimildarhöfunda á Íslandi,“ segir Karna.
Dagskrá hátíðarinnar má sjá hér
