Fótbolti

EM í brennidepli þegar Þorsteinn Halldórs og Vanda heimsóttu Helenu

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Vanda Sig og Steini Halldórs mættu í settið til Helenu.
Vanda Sig og Steini Halldórs mættu í settið til Helenu. Skjáskot/Stöð 2 Sport

Áttunda umferð Bestu deildarinnar í fótbolta hefst annan í hvítasunnu og lýkur með fjórum leikjum á þriðjudag

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari og Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ voru gestir Helenu Ólafsdóttur þegar farið var yfir leikina sem framundan eru í Bestu deildinni en einnig bar EM á góma enda styttist óðum í að íslenska landsliðið haldi til Englands og taki þátt í lokakeppni EM.

Kom meðal annars fram í spjalli þeirra að 23 manna leikmannahópur Íslands fyrir EM verður tilkynntur þann 10.júní næstkomandi.

Þorsteinn og Vanda eiga það sameiginlegt að hafa mikla þjálfarareynslu úr efstu deild á Íslandi og þau áttu ekki í vandræðum með að spá í spilin fyrir leiki 8.umferðar.

Leikir 8.umferðar

Skjáskot/Stöð 2 Sport



Fleiri fréttir

Sjá meira


×