Innlent

Nýr borgarstjórnarmeirihluti kynntur

Kjartan Kjartansson og Magnús Jochum Pálsson skrifa
Frá blaðamannafundinum í Elliðaárdalnum í dag.
Frá blaðamannafundinum í Elliðaárdalnum í dag. Vísir/Vésteinn

Hulunni verður svipt af meirihlutasamstarfi og málefnasamningi Framsóknarflokks, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar á blaðamannafundi klukkan 15:00 í dag. Vísir fylgist með fundinum í beinni útsendingu og textalýsingu.

Blaðamannafundurinn verður haldinn við stöðvarstjórahúsið í Elliðaárdal. Þar ætla oddvitar flokkanna fjögurra að kynna nýja meirihlutann og málefnasamninginn.

Bein útsending verður frá fundinum á Stöð 2 Vísi og í beinni textalýsingu hér fyrir neðan.

Rúmar þrjár vikur eru nú frá borgarstjórnarkosningunum þar sem meirihluti Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna féll. Framsókn sótti verulega á og náði fjórum mönnum inn. Flokkurinn hafði engan mann á síðasta kjörtímabili.

Vinstri græn útilokuðu meirihlutaþátttöku en hinir flokkarnir þrír lýstu því fljótt yfir að þeir ætluðu að fylgjast að í meirihlutaviðræðum. Úr varð að þeir hófu samtal við Framsóknarflokkinn og stóðu viðræður þeirra yfir í tæpar tvær vikur.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×