Sérfræðingar munu meta ástand hins grunaða Fanndís Birna Logadóttir skrifar 6. júní 2022 19:32 Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglunnar, segir erfitt að segja til um tímaramma þegar kemur að rannsókninni. Gera má ráð fyrir að morðrannsókn lögreglu í Barðavogi muni taka mánuði. Sérfræðingar munu meta hinn grunaða og réttarkrufning þarf að fara fram. Lögregla getur ekki tjáð sig um hvort játning liggur fyrir eða hvort morðvopn hafi fundist. Lögregla hefur lítið viljað gefa upp um rannsókn málsins á þessu stigi, en segir þó að henni miði vel. Ekki hefur enn verið rætt við öll vitni í málinu en sú vinna er í gangi. Þá geti enn bæst í hóp þeirra sem lögregla muni taka vitnaskýrslur af. „Nú erum við bara í upplýsingaöflun og vinna úr þeim gögnum sem að við höfum verið að sækja. Það er fyrst og fremst sú vinna sem er í gangi, að skoða framburði og fleira,“ segir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónbn hjá rannsóknardeild lögreglu, aðspurður um næstu skref. Áður en tilkynnt var um málið á laugardagskvöld hafði lögregla tvisvar á stuttum tíma verið kölluð að húsinu vegna ógnandi hegðunar mannsins sem síðar var handtekinn. Þá sagði fyrrverandi nágranni að maðurinn hafi skapað ógn, mörgum hafi staðið stuggur af honum í lengri tíma og taldi hann ljóst að maðurinn væri greinilega veikur. Lögregla telur sig ekki hafa getað brugðist öðruvísi við, líkt og Margeir sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag, en líkt og viðgengst í alvarlegum ofbeldismálum verða þó sérfræðingar fengnir til að meta hinn grunaða. „Þetta er ekki bundið neitt sérstaklega við þetta mál frekar en önnur. Þetta er bara almennt sem að lögreglan hefur tök á að gera, leita til sérfræðinga til þess að meta einstaklinga, og þá með tilliti til ástands og þess háttar,“ segir Margeir. Geta ekki tjáð sig um dánarorsök Að svo stöddu getur lögregla ekkert sagt til um hvort játning liggi fyrir eða hvort morðvopn hafi fundist. Réttarkrufning mun síðar fara fram til að skera úr um dánarorsök mannsins en Margeir segist ekki geta tjáð sig að svo stöddu um hvort þau hafi vísbendingar um hvernig maðurinn lést, og þá hvort hann hafi verið barinn. „Við bara bíðum eftir niðurstöðum og síðan skoðum við málið út frá því,“ segir hann. Hinn grunaði hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna til fyrsta júlí næstkomandi en hann hefur enn frest til að kæra þann úrskurð. Telji lögregla ástæðu til geta þau farið fram á lengra gæsluvarðhald en engin ákvörðun hefur verið tekin að svo stöddu. Það sem eftir stendur rannsóknar, þar á meðal mat á hinum grunaða og réttarkrufning, geti tekið langan tíma. „Það geta verið einhverjir mánuðir til að fá endanlega niðurstöðu í öllum þeim rannsóknum sem að fara fram,“ segir Margeir. Lögreglumál Manndráp í Barðavogi Reykjavík Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Lögregla hefur lítið viljað gefa upp um rannsókn málsins á þessu stigi, en segir þó að henni miði vel. Ekki hefur enn verið rætt við öll vitni í málinu en sú vinna er í gangi. Þá geti enn bæst í hóp þeirra sem lögregla muni taka vitnaskýrslur af. „Nú erum við bara í upplýsingaöflun og vinna úr þeim gögnum sem að við höfum verið að sækja. Það er fyrst og fremst sú vinna sem er í gangi, að skoða framburði og fleira,“ segir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónbn hjá rannsóknardeild lögreglu, aðspurður um næstu skref. Áður en tilkynnt var um málið á laugardagskvöld hafði lögregla tvisvar á stuttum tíma verið kölluð að húsinu vegna ógnandi hegðunar mannsins sem síðar var handtekinn. Þá sagði fyrrverandi nágranni að maðurinn hafi skapað ógn, mörgum hafi staðið stuggur af honum í lengri tíma og taldi hann ljóst að maðurinn væri greinilega veikur. Lögregla telur sig ekki hafa getað brugðist öðruvísi við, líkt og Margeir sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag, en líkt og viðgengst í alvarlegum ofbeldismálum verða þó sérfræðingar fengnir til að meta hinn grunaða. „Þetta er ekki bundið neitt sérstaklega við þetta mál frekar en önnur. Þetta er bara almennt sem að lögreglan hefur tök á að gera, leita til sérfræðinga til þess að meta einstaklinga, og þá með tilliti til ástands og þess háttar,“ segir Margeir. Geta ekki tjáð sig um dánarorsök Að svo stöddu getur lögregla ekkert sagt til um hvort játning liggi fyrir eða hvort morðvopn hafi fundist. Réttarkrufning mun síðar fara fram til að skera úr um dánarorsök mannsins en Margeir segist ekki geta tjáð sig að svo stöddu um hvort þau hafi vísbendingar um hvernig maðurinn lést, og þá hvort hann hafi verið barinn. „Við bara bíðum eftir niðurstöðum og síðan skoðum við málið út frá því,“ segir hann. Hinn grunaði hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna til fyrsta júlí næstkomandi en hann hefur enn frest til að kæra þann úrskurð. Telji lögregla ástæðu til geta þau farið fram á lengra gæsluvarðhald en engin ákvörðun hefur verið tekin að svo stöddu. Það sem eftir stendur rannsóknar, þar á meðal mat á hinum grunaða og réttarkrufning, geti tekið langan tíma. „Það geta verið einhverjir mánuðir til að fá endanlega niðurstöðu í öllum þeim rannsóknum sem að fara fram,“ segir Margeir.
Lögreglumál Manndráp í Barðavogi Reykjavík Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira