„Þetta er leikur sem við eigum að vinna“ Valur Páll Eiríksson skrifar 6. júní 2022 22:30 Arnór Sigurðsson segir að Ísland eigi að vinna Albaníu á heimavelli. Vísir/Diego Arnór Sigurðsson var öflugur í liði Íslands er það gerði 1-1 jafntefli við Albaníu í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli í kvöld. Arnór segir Ísland eiga að gera kröfu á sigur í svona leik. „Þetta er svekkjandi að ná ekki að klára þetta. Mér fannst við koma vel inn í seinni hálfleikinn, fyrri hálfleikurinn var kannski kaflaskiptur, þar sem við náðum ekki alveg að spila þann leik sem við vildum spila. Við fáum, og ég fæ, fín færi í fyrri hálfleik og við komumst í fínar stöður í seinni, svo það er svekkjandi að ná ekki að klára þetta.“ sagði Arnór um tilfinninguna eftir leik. Arnór var þá spurður hvort liðið hefði farið yfir eitthvað sérstakt í hálfleik. Fyrst tilfinningin sé að síðari hálfleikurinn hafi verið töluvert betri en sá fyrri. „Við vildum pressa þá hærra. Það var líka planið í fyrri en kannski gekk ekki alveg. Við vorum ákveðnari og meðvitaðri um það í seinni og skorum snemma sem gefur okkur helling. Seinni hálfleikurinn mjög góður finnst mér.“ Ísland er með tvö stig eftir tvo leiki í riðli sínum í Þjóðadeildinni. Jafntefli kvöldsins kemur í kjölfarið á 2-2 jafntefli við Ísrael ytra í miðri viku. Hvað vantar upp á svo þrjú stig náist? „Mér fannst markið sem þeir skora frekar soft. Við þurfum að vera þéttari og þetta á ekki að gerast, það á ekki að koma rebound inn í teig sem við vinnum ekki. Þannig að við þurfum að fara yfir þennan leik. Mér fannst við sýna karakter að koma til baka en við eigum líka að klára svona leiki - heima á móti Albaníu - þetta er leikur sem við eigum að vinna.“ segir Arnór. Arnór kvaðst að lokum ánægður með stemninguna á vellinum í kvöld. Alltaf sé gott að spila á Laugardalsvelli. „Það er alltaf gaman að koma og spila á Íslandi, sérstaklega þegar það er stemning. Mér fannst fín stemning í dag og vonandi sjáum við fleiri á móti Ísrael. En það að koma og spila á Laugardalsvelli er alltaf sérstök tilfinning.“ Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir „Vildi ekki reyna að halda boltanum á blautu grasi“ Rúnar Alex Rúnarsson, markmaður A-landsliðs karla, var súr eftir annað jafnteflið í röð í Þjóðadeild UEFA 6. júní 2022 21:45 Einkunnir Íslands: Engar flugeldasýningar Ísland náði í annað stigið sitt þegar þeir gerðu jafntefli á móti Albönum fyrr í kvöld á Laugardalsvelli. Leikið var í annarri umferð annars riðils B deildar Þjóðardeildarinnar og enduðu leikar 1-1 í kaflaskiptum leik. 6. júní 2022 21:30 Twitter um landsleikinn: „Betur má ef duga skal“ Ísland og Albanía gerðu 1-1 jafntefli þegar liðin mættust í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli í kvöld. Eins og áður hafði þjóðin ýmislegt um leikinn að segja á Twitter. 6. júní 2022 20:42 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Sjá meira
„Þetta er svekkjandi að ná ekki að klára þetta. Mér fannst við koma vel inn í seinni hálfleikinn, fyrri hálfleikurinn var kannski kaflaskiptur, þar sem við náðum ekki alveg að spila þann leik sem við vildum spila. Við fáum, og ég fæ, fín færi í fyrri hálfleik og við komumst í fínar stöður í seinni, svo það er svekkjandi að ná ekki að klára þetta.“ sagði Arnór um tilfinninguna eftir leik. Arnór var þá spurður hvort liðið hefði farið yfir eitthvað sérstakt í hálfleik. Fyrst tilfinningin sé að síðari hálfleikurinn hafi verið töluvert betri en sá fyrri. „Við vildum pressa þá hærra. Það var líka planið í fyrri en kannski gekk ekki alveg. Við vorum ákveðnari og meðvitaðri um það í seinni og skorum snemma sem gefur okkur helling. Seinni hálfleikurinn mjög góður finnst mér.“ Ísland er með tvö stig eftir tvo leiki í riðli sínum í Þjóðadeildinni. Jafntefli kvöldsins kemur í kjölfarið á 2-2 jafntefli við Ísrael ytra í miðri viku. Hvað vantar upp á svo þrjú stig náist? „Mér fannst markið sem þeir skora frekar soft. Við þurfum að vera þéttari og þetta á ekki að gerast, það á ekki að koma rebound inn í teig sem við vinnum ekki. Þannig að við þurfum að fara yfir þennan leik. Mér fannst við sýna karakter að koma til baka en við eigum líka að klára svona leiki - heima á móti Albaníu - þetta er leikur sem við eigum að vinna.“ segir Arnór. Arnór kvaðst að lokum ánægður með stemninguna á vellinum í kvöld. Alltaf sé gott að spila á Laugardalsvelli. „Það er alltaf gaman að koma og spila á Íslandi, sérstaklega þegar það er stemning. Mér fannst fín stemning í dag og vonandi sjáum við fleiri á móti Ísrael. En það að koma og spila á Laugardalsvelli er alltaf sérstök tilfinning.“
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir „Vildi ekki reyna að halda boltanum á blautu grasi“ Rúnar Alex Rúnarsson, markmaður A-landsliðs karla, var súr eftir annað jafnteflið í röð í Þjóðadeild UEFA 6. júní 2022 21:45 Einkunnir Íslands: Engar flugeldasýningar Ísland náði í annað stigið sitt þegar þeir gerðu jafntefli á móti Albönum fyrr í kvöld á Laugardalsvelli. Leikið var í annarri umferð annars riðils B deildar Þjóðardeildarinnar og enduðu leikar 1-1 í kaflaskiptum leik. 6. júní 2022 21:30 Twitter um landsleikinn: „Betur má ef duga skal“ Ísland og Albanía gerðu 1-1 jafntefli þegar liðin mættust í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli í kvöld. Eins og áður hafði þjóðin ýmislegt um leikinn að segja á Twitter. 6. júní 2022 20:42 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Sjá meira
„Vildi ekki reyna að halda boltanum á blautu grasi“ Rúnar Alex Rúnarsson, markmaður A-landsliðs karla, var súr eftir annað jafnteflið í röð í Þjóðadeild UEFA 6. júní 2022 21:45
Einkunnir Íslands: Engar flugeldasýningar Ísland náði í annað stigið sitt þegar þeir gerðu jafntefli á móti Albönum fyrr í kvöld á Laugardalsvelli. Leikið var í annarri umferð annars riðils B deildar Þjóðardeildarinnar og enduðu leikar 1-1 í kaflaskiptum leik. 6. júní 2022 21:30
Twitter um landsleikinn: „Betur má ef duga skal“ Ísland og Albanía gerðu 1-1 jafntefli þegar liðin mættust í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli í kvöld. Eins og áður hafði þjóðin ýmislegt um leikinn að segja á Twitter. 6. júní 2022 20:42