Fjórir flokkar sem hafi þurft að mætast einhvers staðar Eiður Þór Árnason skrifar 6. júní 2022 23:46 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, segir það hafa tekið sinn tíma að fara í gegnum vissa málaflokka. Vísir/Ragnar Oddviti Viðreisnar segir það fyrsta verk á dagskrá nýs borgarstjórnarmeirihluta í Reykjavík að setja aukinn kraft í húsnæðisuppbyggingu sem verði stórt áherslumál á næsta kjörtímabili. Fram kemur í nýjum samstarfssáttmála Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar að til standi að úthluta lóðum í Úlfarsárdal, Gufunesi, á Hlíðarenda, Kjalarnesi og Ártúnshöfða sem hluti af þessu húsnæðisátaki. Í sáttmálanum eru útlistuð átján mál sem til stendur að ráðast í sem fyrst en þeirra á meðal er að hækka frístundarstyrk, hefja framkvæmdir á Hlemmtorgi, flýta uppbyggingu Keldnalands og Keldnaholts og bjóða grunnskólabörnum frítt í Strætó. „Við erum að gera miklar breytingar í þessum samstarfssáttmála. Við erum að draga fram atvinnumálin, nýsköpun og ferðaþjónustu sérstaklega og ég mun leiða það verkefni. Við erum að taka stafræna hlutann og draga hann fram sérstaklega í nýju stafrænu ráði,“ sagði Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, að loknum blaðamannafundi nýs meirihlutans í dag. „Við erum að setja umhverfismálin aftur inn í skipulagsmálin til að sameina það og við erum líka að sameina mannréttindamál og ofbeldisvarnarráð. Þetta eru svona áherslubreytingar sem er breyting í þessum núverandi sáttmála.“ Þá verði mikil áhersla lögð á uppbyggingu húsnæðis og Sundabrautar. Hún fagnar áherslu Framsóknar á breytingar og segir alla sammála um að þeirra sé víða þörf. Ólíkir flokkar með ólík stjónarhorn Aðspurð um hvort einhver tiltekinn málaflokkur hafi tafið viðræður flokkanna segir Þórdís Lóa að enginn einn standi þar upp úr. „Við þurftum að ræða okkur í gegnum öll þessi mál. Sum þeirra eru stór mál sem eru umfangsmikil, þar á meðal húsnæðisuppbyggingin og samgöngusáttmálinn. Allt sem snýr að því eru risa mál.“ Á sama tíma hafi oddvitar flokkanna verið fljótari í gegnum önnur mál sem algjör samstaða hafi verið um. Þeirra á meðal séu skólamál og velferðarmál þar sem nýr meirihluti sé metnaðarfullar pælingar varðandi nýsköpun og tæknimál. „Sumt gátum við farið aðeins hraðar í gegnum en urðum náttúrlega að staldra við aðeins flóknari mál. Þannig að það er ekki eins og það hafi verið eitthvað erfitt, heldur voru þau bara oft flókin, þetta eru fjórir flokkar, fjögur sjónarhorn og allir þurfa að mætast einhvers staðar,“ segir Þórdís Lóa. Því hafi verið um að ræða útfærsluatriði frekar en þrætumál. „Við fórum af stað með lausnamiðað hugarfar og það var svona gildið okkar í gegnum þetta allt og það sem kemur okkur að lokum niður á samstarfssáttmála sem við erum bara mjög stolt af.“ Tengd skjöl Meirihlutasáttmáli_6PDF8.3MBSækja skjal Reykjavík Borgarstjórn Viðreisn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Borgarlína mikilvægari en borgarstjórastóllinn Dagur B. Eggertsson segir það skipta sig meira máli að tryggja framgang lykilverkefna á borð við Borgarlínu en að vera borgarstjóri. Tilkynnt var í dag að Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, myndi taka við borgarstjórastólnum eftir átján mánuði og gegna embættinu meirihluta kjörtímabilsins. 6. júní 2022 19:21 Tímaeyðsla að fara í einhverja störukeppni Oddviti Framsóknar segir samstarfssáttmála nýs meirihluta í Reykjavík svara að öllu leyti þeim kröfum um breytingar sem flokkurinn hafi lagt áherslu á. Hann sé gríðarlega ánægður og sáttur með niðurstöðuna. 6. júní 2022 18:15 Borgarstjóri ráði ekki öllu Oddviti Pírata segir að hún hafi lagt meiri áherslu á að tryggja góðan framgang helstu baráttumála flokksins en að hreppa borgarstjórastólinn. Það markmið hafi náðst og hún sé ánægð með að Píratar fái nú tækifæri til að færa græn málefni á næsta stig. 6. júní 2022 22:01 Einar tekur við af Degi sem borgarstjóri árið 2024 Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar og borgarstjóri, mun áfram gegna embætti borgarstjóra Reykjavíkur fyrri hluta kjörtímabilsins, eða til ársloka 2023. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, mun síðan taka við embættinu af Degi í ársbyrjun 2024. Á kjörtímabilinu mun Dagur því gegna embættinu í rúmlega eitt og hálft ár, en Einar í tæplega tvö og hálft ár. 6. júní 2022 15:10 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Fram kemur í nýjum samstarfssáttmála Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar að til standi að úthluta lóðum í Úlfarsárdal, Gufunesi, á Hlíðarenda, Kjalarnesi og Ártúnshöfða sem hluti af þessu húsnæðisátaki. Í sáttmálanum eru útlistuð átján mál sem til stendur að ráðast í sem fyrst en þeirra á meðal er að hækka frístundarstyrk, hefja framkvæmdir á Hlemmtorgi, flýta uppbyggingu Keldnalands og Keldnaholts og bjóða grunnskólabörnum frítt í Strætó. „Við erum að gera miklar breytingar í þessum samstarfssáttmála. Við erum að draga fram atvinnumálin, nýsköpun og ferðaþjónustu sérstaklega og ég mun leiða það verkefni. Við erum að taka stafræna hlutann og draga hann fram sérstaklega í nýju stafrænu ráði,“ sagði Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, að loknum blaðamannafundi nýs meirihlutans í dag. „Við erum að setja umhverfismálin aftur inn í skipulagsmálin til að sameina það og við erum líka að sameina mannréttindamál og ofbeldisvarnarráð. Þetta eru svona áherslubreytingar sem er breyting í þessum núverandi sáttmála.“ Þá verði mikil áhersla lögð á uppbyggingu húsnæðis og Sundabrautar. Hún fagnar áherslu Framsóknar á breytingar og segir alla sammála um að þeirra sé víða þörf. Ólíkir flokkar með ólík stjónarhorn Aðspurð um hvort einhver tiltekinn málaflokkur hafi tafið viðræður flokkanna segir Þórdís Lóa að enginn einn standi þar upp úr. „Við þurftum að ræða okkur í gegnum öll þessi mál. Sum þeirra eru stór mál sem eru umfangsmikil, þar á meðal húsnæðisuppbyggingin og samgöngusáttmálinn. Allt sem snýr að því eru risa mál.“ Á sama tíma hafi oddvitar flokkanna verið fljótari í gegnum önnur mál sem algjör samstaða hafi verið um. Þeirra á meðal séu skólamál og velferðarmál þar sem nýr meirihluti sé metnaðarfullar pælingar varðandi nýsköpun og tæknimál. „Sumt gátum við farið aðeins hraðar í gegnum en urðum náttúrlega að staldra við aðeins flóknari mál. Þannig að það er ekki eins og það hafi verið eitthvað erfitt, heldur voru þau bara oft flókin, þetta eru fjórir flokkar, fjögur sjónarhorn og allir þurfa að mætast einhvers staðar,“ segir Þórdís Lóa. Því hafi verið um að ræða útfærsluatriði frekar en þrætumál. „Við fórum af stað með lausnamiðað hugarfar og það var svona gildið okkar í gegnum þetta allt og það sem kemur okkur að lokum niður á samstarfssáttmála sem við erum bara mjög stolt af.“ Tengd skjöl Meirihlutasáttmáli_6PDF8.3MBSækja skjal
Reykjavík Borgarstjórn Viðreisn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Borgarlína mikilvægari en borgarstjórastóllinn Dagur B. Eggertsson segir það skipta sig meira máli að tryggja framgang lykilverkefna á borð við Borgarlínu en að vera borgarstjóri. Tilkynnt var í dag að Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, myndi taka við borgarstjórastólnum eftir átján mánuði og gegna embættinu meirihluta kjörtímabilsins. 6. júní 2022 19:21 Tímaeyðsla að fara í einhverja störukeppni Oddviti Framsóknar segir samstarfssáttmála nýs meirihluta í Reykjavík svara að öllu leyti þeim kröfum um breytingar sem flokkurinn hafi lagt áherslu á. Hann sé gríðarlega ánægður og sáttur með niðurstöðuna. 6. júní 2022 18:15 Borgarstjóri ráði ekki öllu Oddviti Pírata segir að hún hafi lagt meiri áherslu á að tryggja góðan framgang helstu baráttumála flokksins en að hreppa borgarstjórastólinn. Það markmið hafi náðst og hún sé ánægð með að Píratar fái nú tækifæri til að færa græn málefni á næsta stig. 6. júní 2022 22:01 Einar tekur við af Degi sem borgarstjóri árið 2024 Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar og borgarstjóri, mun áfram gegna embætti borgarstjóra Reykjavíkur fyrri hluta kjörtímabilsins, eða til ársloka 2023. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, mun síðan taka við embættinu af Degi í ársbyrjun 2024. Á kjörtímabilinu mun Dagur því gegna embættinu í rúmlega eitt og hálft ár, en Einar í tæplega tvö og hálft ár. 6. júní 2022 15:10 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Borgarlína mikilvægari en borgarstjórastóllinn Dagur B. Eggertsson segir það skipta sig meira máli að tryggja framgang lykilverkefna á borð við Borgarlínu en að vera borgarstjóri. Tilkynnt var í dag að Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, myndi taka við borgarstjórastólnum eftir átján mánuði og gegna embættinu meirihluta kjörtímabilsins. 6. júní 2022 19:21
Tímaeyðsla að fara í einhverja störukeppni Oddviti Framsóknar segir samstarfssáttmála nýs meirihluta í Reykjavík svara að öllu leyti þeim kröfum um breytingar sem flokkurinn hafi lagt áherslu á. Hann sé gríðarlega ánægður og sáttur með niðurstöðuna. 6. júní 2022 18:15
Borgarstjóri ráði ekki öllu Oddviti Pírata segir að hún hafi lagt meiri áherslu á að tryggja góðan framgang helstu baráttumála flokksins en að hreppa borgarstjórastólinn. Það markmið hafi náðst og hún sé ánægð með að Píratar fái nú tækifæri til að færa græn málefni á næsta stig. 6. júní 2022 22:01
Einar tekur við af Degi sem borgarstjóri árið 2024 Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar og borgarstjóri, mun áfram gegna embætti borgarstjóra Reykjavíkur fyrri hluta kjörtímabilsins, eða til ársloka 2023. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, mun síðan taka við embættinu af Degi í ársbyrjun 2024. Á kjörtímabilinu mun Dagur því gegna embættinu í rúmlega eitt og hálft ár, en Einar í tæplega tvö og hálft ár. 6. júní 2022 15:10