Leggjum raunverulega áherslu á skaðaminnkun Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 7. júní 2022 07:30 Mér barst nýlega svar frá dómsmálaráðherra við fyrirspurn minni á Alþingi um vörslu ávana- og fíkniefna til eigin nota. Svarið sem ég fékk var því miður ófullkomið, sem sagt á þá leið að ekki væri unnt að fá svar varðandi umbeðið tímabil. Tilgangur fyrirspurnarinnar var að skoða þróun lagaframkvæmdar varðandi ávana- og fíkniefni sem lýtur að vörslu svonefndra neysluskammta. Það sem er athyglisvert við svarið er hversu gríðarlega stór hluti mála, sem varða vörslu neysluskammta, er skráður í tengslum við önnur brot, eða 84%. Þar er akstur undir áhrifum fyrirferðamesti brotaflokkurinn. Afskipti lögreglu einvörðungu vegna vörslu neysluskammta virðast fátíð. Mikilvægt er að átta sig á þessu umfangi þar sem enginn hefur enn haldið því fram að ekki eigi að refsa fólki fyrir glæfraakstur, ofbeldisbrot og innbrot, svo dæmi séu tekin. Ekki var unnt að fá upplýsingar um viðurlög fyrir brot sem eingöngu varða vörslu neysluskammta eða um færslu í sakaskrá einstaklinga vegna þessara brota, en slíkar upplýsingar væri gagnlegt að hafa. Mikilvæg viðhorfsbreyting hefur orðið í samfélaginu í þá veru að fíknisjúkdómar eigi að vera meðhöndlaðir innan heilbrigðiskerfisins. Við aðstandendur þekkjum vel hversu mikilvæg sú þróun er, en því miður hefur nægilegt fjármagn ekki fylgt þessari breytingu í kerfinu. Það er síðan umhugsunarvert að ekki sé haldið betur utan um upplýsingar og greiningu í þessum málaflokki með tilliti til þessa og áberandi umræðu í samfélaginu. Við ættum auðvitað að líta sérstaklega til einstaklinga með vímuefnavanda í þessu tilliti. Það er mikilvægt að við áttum okkur á hvort og þá hvernig hægt væri að taka sérstakt tillit til þessara einstaklinga í refsivörslukerfinu og leggja áherslu á að þeir fái meðhöndlun í heilbrigðiskerfinu. Ég hef líka fengið svar við fyrirspurn minni á Alþingi til heilbrigðisráðherra um skaðaminnkandi aðgerðir. Það er mikilvægt að halda stjórnvöldum við efnið við að innleiða og framkvæma skaðaminnkandi aðgerðir í heilbrigðiskerfinu, enda hafa þau skuldbundið sig til að leggja áherslu á slíkar aðgerðir. Nýlegt verkefni heilbrigðisráðherra sem sneri að kaupum á naloxoni í nefúðaformi er mikilvæg aðgerð en betur má ef duga skal. Ef við tölum um að hjálpa einstaklingum með vímuefnavanda eigum við að gera einmitt það. Þar þurfa gerðir að fylgja orðum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Fíkn Mest lesið Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Mér barst nýlega svar frá dómsmálaráðherra við fyrirspurn minni á Alþingi um vörslu ávana- og fíkniefna til eigin nota. Svarið sem ég fékk var því miður ófullkomið, sem sagt á þá leið að ekki væri unnt að fá svar varðandi umbeðið tímabil. Tilgangur fyrirspurnarinnar var að skoða þróun lagaframkvæmdar varðandi ávana- og fíkniefni sem lýtur að vörslu svonefndra neysluskammta. Það sem er athyglisvert við svarið er hversu gríðarlega stór hluti mála, sem varða vörslu neysluskammta, er skráður í tengslum við önnur brot, eða 84%. Þar er akstur undir áhrifum fyrirferðamesti brotaflokkurinn. Afskipti lögreglu einvörðungu vegna vörslu neysluskammta virðast fátíð. Mikilvægt er að átta sig á þessu umfangi þar sem enginn hefur enn haldið því fram að ekki eigi að refsa fólki fyrir glæfraakstur, ofbeldisbrot og innbrot, svo dæmi séu tekin. Ekki var unnt að fá upplýsingar um viðurlög fyrir brot sem eingöngu varða vörslu neysluskammta eða um færslu í sakaskrá einstaklinga vegna þessara brota, en slíkar upplýsingar væri gagnlegt að hafa. Mikilvæg viðhorfsbreyting hefur orðið í samfélaginu í þá veru að fíknisjúkdómar eigi að vera meðhöndlaðir innan heilbrigðiskerfisins. Við aðstandendur þekkjum vel hversu mikilvæg sú þróun er, en því miður hefur nægilegt fjármagn ekki fylgt þessari breytingu í kerfinu. Það er síðan umhugsunarvert að ekki sé haldið betur utan um upplýsingar og greiningu í þessum málaflokki með tilliti til þessa og áberandi umræðu í samfélaginu. Við ættum auðvitað að líta sérstaklega til einstaklinga með vímuefnavanda í þessu tilliti. Það er mikilvægt að við áttum okkur á hvort og þá hvernig hægt væri að taka sérstakt tillit til þessara einstaklinga í refsivörslukerfinu og leggja áherslu á að þeir fái meðhöndlun í heilbrigðiskerfinu. Ég hef líka fengið svar við fyrirspurn minni á Alþingi til heilbrigðisráðherra um skaðaminnkandi aðgerðir. Það er mikilvægt að halda stjórnvöldum við efnið við að innleiða og framkvæma skaðaminnkandi aðgerðir í heilbrigðiskerfinu, enda hafa þau skuldbundið sig til að leggja áherslu á slíkar aðgerðir. Nýlegt verkefni heilbrigðisráðherra sem sneri að kaupum á naloxoni í nefúðaformi er mikilvæg aðgerð en betur má ef duga skal. Ef við tölum um að hjálpa einstaklingum með vímuefnavanda eigum við að gera einmitt það. Þar þurfa gerðir að fylgja orðum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar