Heimskra manna ráð Helga Guðrún Jónasdóttir skrifar 7. júní 2022 09:01 Það var athyglisvert að sjá Flosa Eiríksson, framkvæmdastjóra Starfsgreinasambandsins, sópa af borðinu tillögur Atvinnufjelagsins um að vaktaálagsmál verði tekin til endurskoðunar, í viðtali í fréttum Stöðvar 2 (4. júní sl.). Að mati framkvæmdastjórans er um það vitlausar hugmyndir að ræða að það tekur því ekki að ræða þær frekar. Rökin voru gamalkunnug; að atvinnurekendur ætli sér með þessu að hlunnfara launafólk. Er allt í himnalagi? Fyrst heimskra manna ráð, eins og þau að ræða áhrif núverandi vaktaálagskerfis á vinnumarkaði, eiga ekki upp á pallborðið hjá framkvæmdastjóra starfsgreinasambandsins, hljóta vinnumarkaðsmál að vera í mjög svo góðu standi hér á landi, eða hvað? Þá er ekki síður athyglivert hvernig ljóta-atvinnurekenda-spilið virðist dregið upp í hvert sinn sem launagreiðendur hreyfa við málum sem lúta að nýjum áherslum eða þróun kjarasamninga. Er það virkilega svo að atvinnurekendum geti ekkert annað gengið til en að hlunnfara eigið starfsfólk þegar rætt er um launamál? Hljóð og mynd þarf að fara saman Það er staðreynd að íslenskt efnahags- og atvinnulíf hefur tekið miklum breytingum á síðustu árum. Kjarasamningar taka að mörgu leyti ekki mið af þessum breytingum og á það ekki hvað síst við um vaktaálagshlutann. Hér er því komin upp staða sem kallar á umræðu um æskilegar áherslubreytingar svo að kjarasamningar og veruleiki vinnumarkaðarins „tali“ betur saman. Að þessari umræðu þurfa allir aðilar vinnumarkaðarins að koma, ekki hvað síst lítil og meðalstór fyrirtæki sem eiga hér mikið undir. Kjarni málsins er í megindráttum sá, að dagvinnutaxtinn er of lágur. Vaktaálag reiknast sem hlutfall af þessum taxta, þannig að kerfið hefur í sér innbyggða tregðu gegn hækkun dagvinnutaxtans. Þetta gerir að verkum, að erfiðara er að manna dagvaktir en kvöld- og helgarvaktir, með þeim afleiðingum að þetta launakerfi er ekki að virka nógu vel. Þá myndast jafnframt ákveðin mismunun gagnvart þeim sem eiga óhægara um vik að vinna um kvöld og helgar, eins og hjá mörgu fjölskyldufólki, svo að dæmi sé nefnt. Þess vegna er eðlilegt að horfa til þess að hækka dagvinnuna og draga úr þeim hlutfallslega mun sem er á milli taxtanna. Þá er ekki síður mikilvægt að ráðast í þessa endurskoðun til að færast nær markmiðinu um að launafólk geti lifað á dagvinnulaununum. Spurningarinnar virði Fyrir einhverjum árum skiptu þessir vankantar líklega minna máli, en með miklum og örum vexti í ferðaþjónustu, skapandi greinum og nýsköpun hafa gallar kerfisins verið að koma sífellt betur í ljós. Þegar við lítum í kringum okkur og skoðum hvernig þetta er leyst á hinum Norðurlöndunum, sem dæmi, þá kemur jafnframt í ljós að mun minni hlutfallslegur munur er á milli dagvinnutaxtans annars vegar og kvöld- og helgartaxtanna hins vegar. Það hlýtur því að vera spurningarinnar virði að kanna hvort við getum gert betur. Í trausti þess, þá trúi ég ekki öðru en að framkvæmdastjóri starfsgreinasambandsins sé reiðubúinn að skoða málin og sjá hvort hagsmunir launafólks og atvinnurekenda gætu ef til vill legið hér saman. Höfundur er í stjórn Atvinnufjelagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Guðrún Jónasdóttir Kjaramál Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Það var athyglisvert að sjá Flosa Eiríksson, framkvæmdastjóra Starfsgreinasambandsins, sópa af borðinu tillögur Atvinnufjelagsins um að vaktaálagsmál verði tekin til endurskoðunar, í viðtali í fréttum Stöðvar 2 (4. júní sl.). Að mati framkvæmdastjórans er um það vitlausar hugmyndir að ræða að það tekur því ekki að ræða þær frekar. Rökin voru gamalkunnug; að atvinnurekendur ætli sér með þessu að hlunnfara launafólk. Er allt í himnalagi? Fyrst heimskra manna ráð, eins og þau að ræða áhrif núverandi vaktaálagskerfis á vinnumarkaði, eiga ekki upp á pallborðið hjá framkvæmdastjóra starfsgreinasambandsins, hljóta vinnumarkaðsmál að vera í mjög svo góðu standi hér á landi, eða hvað? Þá er ekki síður athyglivert hvernig ljóta-atvinnurekenda-spilið virðist dregið upp í hvert sinn sem launagreiðendur hreyfa við málum sem lúta að nýjum áherslum eða þróun kjarasamninga. Er það virkilega svo að atvinnurekendum geti ekkert annað gengið til en að hlunnfara eigið starfsfólk þegar rætt er um launamál? Hljóð og mynd þarf að fara saman Það er staðreynd að íslenskt efnahags- og atvinnulíf hefur tekið miklum breytingum á síðustu árum. Kjarasamningar taka að mörgu leyti ekki mið af þessum breytingum og á það ekki hvað síst við um vaktaálagshlutann. Hér er því komin upp staða sem kallar á umræðu um æskilegar áherslubreytingar svo að kjarasamningar og veruleiki vinnumarkaðarins „tali“ betur saman. Að þessari umræðu þurfa allir aðilar vinnumarkaðarins að koma, ekki hvað síst lítil og meðalstór fyrirtæki sem eiga hér mikið undir. Kjarni málsins er í megindráttum sá, að dagvinnutaxtinn er of lágur. Vaktaálag reiknast sem hlutfall af þessum taxta, þannig að kerfið hefur í sér innbyggða tregðu gegn hækkun dagvinnutaxtans. Þetta gerir að verkum, að erfiðara er að manna dagvaktir en kvöld- og helgarvaktir, með þeim afleiðingum að þetta launakerfi er ekki að virka nógu vel. Þá myndast jafnframt ákveðin mismunun gagnvart þeim sem eiga óhægara um vik að vinna um kvöld og helgar, eins og hjá mörgu fjölskyldufólki, svo að dæmi sé nefnt. Þess vegna er eðlilegt að horfa til þess að hækka dagvinnuna og draga úr þeim hlutfallslega mun sem er á milli taxtanna. Þá er ekki síður mikilvægt að ráðast í þessa endurskoðun til að færast nær markmiðinu um að launafólk geti lifað á dagvinnulaununum. Spurningarinnar virði Fyrir einhverjum árum skiptu þessir vankantar líklega minna máli, en með miklum og örum vexti í ferðaþjónustu, skapandi greinum og nýsköpun hafa gallar kerfisins verið að koma sífellt betur í ljós. Þegar við lítum í kringum okkur og skoðum hvernig þetta er leyst á hinum Norðurlöndunum, sem dæmi, þá kemur jafnframt í ljós að mun minni hlutfallslegur munur er á milli dagvinnutaxtans annars vegar og kvöld- og helgartaxtanna hins vegar. Það hlýtur því að vera spurningarinnar virði að kanna hvort við getum gert betur. Í trausti þess, þá trúi ég ekki öðru en að framkvæmdastjóri starfsgreinasambandsins sé reiðubúinn að skoða málin og sjá hvort hagsmunir launafólks og atvinnurekenda gætu ef til vill legið hér saman. Höfundur er í stjórn Atvinnufjelagsins.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun