Vaktin: Stríðið kosti Rússa 300 hermenn á dag Hólmfríður Gísladóttir og Ólafur Björn Sverrisson skrifa 8. júní 2022 07:07 Zelenzkiy á fundi ráðamanna Tékklands, Póllands og Slóveníu. Getty Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir í viðtali við Financial Times að pattstaða í stríðinu við Rússa sé ekki valkostur og að Úkraína verði að hafa sigur á vígvellinum. Hann segir skort á vopnum hamla gagnsókn Úkraínuhers. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu. Helstu vendingar: Í viðtalinu við Financial Times var Selenskí spurður að því hvað „sigur“ þýddi í hugum Úkraínumanna. Forsetinn sagði það myndu vera „góðan tímabundinn sigur“ að endurheimta það svæði sem Rússar hefðu náð á sitt vald frá því að innrásin hófst. Fullnaðarsigur væri hins vegar að endurheimta einnig Krímskaga, sem Rússar innlimuðu árið 2014. Selenskí ítrekaði að hann væri reiðubúinn til að ræða við Vladimir Pútín Rússlandsforseta og sagði engan annan að ræða við. Breska varnarmálaráðuneytið segir Úkraínumenn enn veita mótspyrnu í borginni Severodonetsk en harðar árásir Rússa halda áfram. Ríkisstjóri Luhansk segir hermenn Úkraínu ekki munu láta borgina falla á meðan þeir geta enn barist. Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni eru aftur farnar að berast sjálfvirkar mælingar frá geislamælum umhverfis Tjernobyl-kjarnorkuverið. Sendingarnar hættu þegar Rússar náðu verinu á sitt vald skömmu eftir að innrásin hófst. Rússneska fréttastofan TASS segir um þúsund úkraínska hermenn sem gáfu sig fram við Rússa í Azovstal-verksmiðjunni í Maríupól hafa verið flutta til Rússlands vegna rannsóknar. Fleiri verði fluttir þangað „seinna“. Angela Merkel, fyrrverandi kanslari Þýskalands, sagði í viðtali í gær að hún hefði freistað þess að koma í veg fyrir atburð á borð við innrás Rússa í Úkraínu og að hún sæi ekki eftir samskiptum sínum við Vladimir Pútín Rússlandsforseta.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu. Helstu vendingar: Í viðtalinu við Financial Times var Selenskí spurður að því hvað „sigur“ þýddi í hugum Úkraínumanna. Forsetinn sagði það myndu vera „góðan tímabundinn sigur“ að endurheimta það svæði sem Rússar hefðu náð á sitt vald frá því að innrásin hófst. Fullnaðarsigur væri hins vegar að endurheimta einnig Krímskaga, sem Rússar innlimuðu árið 2014. Selenskí ítrekaði að hann væri reiðubúinn til að ræða við Vladimir Pútín Rússlandsforseta og sagði engan annan að ræða við. Breska varnarmálaráðuneytið segir Úkraínumenn enn veita mótspyrnu í borginni Severodonetsk en harðar árásir Rússa halda áfram. Ríkisstjóri Luhansk segir hermenn Úkraínu ekki munu láta borgina falla á meðan þeir geta enn barist. Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni eru aftur farnar að berast sjálfvirkar mælingar frá geislamælum umhverfis Tjernobyl-kjarnorkuverið. Sendingarnar hættu þegar Rússar náðu verinu á sitt vald skömmu eftir að innrásin hófst. Rússneska fréttastofan TASS segir um þúsund úkraínska hermenn sem gáfu sig fram við Rússa í Azovstal-verksmiðjunni í Maríupól hafa verið flutta til Rússlands vegna rannsóknar. Fleiri verði fluttir þangað „seinna“. Angela Merkel, fyrrverandi kanslari Þýskalands, sagði í viðtali í gær að hún hefði freistað þess að koma í veg fyrir atburð á borð við innrás Rússa í Úkraínu og að hún sæi ekki eftir samskiptum sínum við Vladimir Pútín Rússlandsforseta.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent