Alls voru fimm sæti í boði á Opna bandaríska meistaramótið á úrtökumóti helgarinnar. Tveir efstu kylfingar mótsins léku á þremur höggum undir pari og tryggðu sér þátttökurétt en Haraldur Franklín var einn af átta kylfingum sem allir enduðu jafnir á tveimur höggum undir pari.
Því þurfti bráðabana til að skera úr um hvaða þrír myndu komast á Opna bandaríska. Leikið var í tveimur fjögurra manna ráshópum. Allir fengu par á fyrstu holu en á annarri holu bráðabanans fengu þrír leikmenn fugl á meðan Haraldur Franklín og fjórir aðrir fengu par og komust því ekki áfram.
Þeir fimm sem féllu úr leik léku annan bráðabana upp á að vera á varamannalista fyrir mótið en aðeins voru tvö slík sæti í boði. Haraldur Franklín fékk skolla á þeirri holu og féll þar með úr leik.