Fótbolti

Víkingur mætir Leva­dia í for­keppni Meistara­deildarinnar

Valur Páll Eiríksson skrifar
Víkingar mæta Levadia frá Tallinn í undanúrslitum umspilsins í Víkinni.
Víkingar mæta Levadia frá Tallinn í undanúrslitum umspilsins í Víkinni. Vísir/Diego

Víkingur mætir Levadia Tallinn í undanúrslitum í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í Víkinni í Fossvogi þann 21. júní næstkomandi. Liðið þarf að vinna þann leik og úrslitaleik þremur dögum síðar til að komast í undankeppni Meistaradeildarinnar.

Fjögur lið voru í drættinum sem fram fór í morgun. Levadia Tallinn frá Eistlandi og La Fiorita frá San Marínó voru í efri styrkleikaflokki en Inter d'Escaldes frá Andorra og Víkingur Reykjavík í þeim neðri.

Ljóst var því að Víkingur myndi mæta annað hvort Levadia eða La Fiorita en allir þrír leikirnir fara fram í Víkinni.

Svona lítur drátturinn út.Skjáskot/UEFA

Nú er liggur fyrir að Víkingur mætir Levadia í undanúrslitum þriðjudaginn 21. júní á Víkingsvelli.

Vinni Víkingur þann leik mun liðið mæta annað hvort La Fiorita eða Inter d'Escaldes í úrslitum sem fram fara í Víkinni föstudaginn 24. júní.

Þriðjudagur 21. júní - undanúrslit

Víkingur R. - Levadia Tallinn

La Fiorita - Inter d'Escaldes

Föstudagur 24. júní - úrslit

Víkingur/Levadia - La Fiorita/Inter




Fleiri fréttir

Sjá meira


×