Verk eftir Gunnar Helgason á stóra sviðið í Þjóðleikhúsinu Stefán Árni Pálsson skrifar 7. júní 2022 10:30 Gunnar Helgason er hér fyrir miðju ásamt teyminu. Draumaþjófurinn eftir Gunnar Helgason verður að fjölskyldusýningu í Þjóðleikhúsinu en þetta kemur fram í tilkynningu frá leikhúsinu. Um er að ræða nýjan íslenskan barna- og fjölskyldusöngleik, byggður á bók Gunnars Helgasonar, Draumaþjófnum sem kom út árið 2019. Verkið verður frumsýnt á Stóra sviði Þjóðleikhússins í mars á næsta ári. Stefán Jónsson leikstýrir verkinu en í sögunni fjallar höfundur um spennandi samfélagið í Hafnarlandi þar sem allir þekkja sinn sess í lífinu. Safnarar safna mat, njósnarar njósna, bardagarottur halda óvinum frá og étarar éta og hafa það gott. Söguhetjan Eyrnastór Aðalbarn Gullfalleg Rottudís eða bara Eydís, þarf að taka á öllu sínu og uppgötva hugrekkið innra með sér þegar líf hennar umbreytist á svipstundu og hún flýr Hafnarland í kjölfar æsilegra atburða. Stefáns leikstýrði uppsetningunni af Sjö ævintýrum um skömm fyrir ekki svo löngu. Björk Jakobsdóttur skrifar leikgerðina, Ilmur Stefánsdóttir er leikmyndahöfundur, Filippía Elísdóttir hannar búninga, Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson semur tónlist verksins og verður tónlistarstjóri í sýningunni og lýsing er í höndum Björns Bergsteins. Lee Proud er danshöfundur en hann hefur stýrt dansi og hreyfingum í mörgum stórsýningum hér á landi á undanförnum árum. Leikhús Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Um er að ræða nýjan íslenskan barna- og fjölskyldusöngleik, byggður á bók Gunnars Helgasonar, Draumaþjófnum sem kom út árið 2019. Verkið verður frumsýnt á Stóra sviði Þjóðleikhússins í mars á næsta ári. Stefán Jónsson leikstýrir verkinu en í sögunni fjallar höfundur um spennandi samfélagið í Hafnarlandi þar sem allir þekkja sinn sess í lífinu. Safnarar safna mat, njósnarar njósna, bardagarottur halda óvinum frá og étarar éta og hafa það gott. Söguhetjan Eyrnastór Aðalbarn Gullfalleg Rottudís eða bara Eydís, þarf að taka á öllu sínu og uppgötva hugrekkið innra með sér þegar líf hennar umbreytist á svipstundu og hún flýr Hafnarland í kjölfar æsilegra atburða. Stefáns leikstýrði uppsetningunni af Sjö ævintýrum um skömm fyrir ekki svo löngu. Björk Jakobsdóttur skrifar leikgerðina, Ilmur Stefánsdóttir er leikmyndahöfundur, Filippía Elísdóttir hannar búninga, Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson semur tónlist verksins og verður tónlistarstjóri í sýningunni og lýsing er í höndum Björns Bergsteins. Lee Proud er danshöfundur en hann hefur stýrt dansi og hreyfingum í mörgum stórsýningum hér á landi á undanförnum árum.
Leikhús Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira