Apple þarf að breyta hleðslutengjum fyrir 2024 Kjartan Kjartansson skrifar 7. júní 2022 13:09 Apple hefur notað Lightning-tengi (t.v.) en þarf nú að skipta yfir í USB-C (t.h.) í Evrópu innan tveggja ára. Vísir/Getty Evrópusambandið og Evrópuþingið hafa náð samkomulagi um að snjalltæki þurfi að hafa einu og sömu tegundina af hleðslutengi fyrir árið 2024. Samkomulagið þýðir að tæknirisinn Apple þarf að breyta hleðslutengjum í snjalltækjum sínum í Evrópu. Meira en áratugur er liðinn frá því að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins byrjaði fyrst að leggja áherslu á að aðeins ein tegund af hleðslutengjum væri fyrir snjalltæki. Raftækjaframleiðendum hefur hins vegar ekki tekist að ná saman um hvaða tegund skuli nota. Apple-tæki hafa svonefnd Lightning-tengi en Android-tæki hafa USB-C-tengi. Samkvæmt tölum ESB voru 29% snjallsíma sem voru seldir árið 2018 með USB-C-tengi, 21% með Lightning-tengi og helmingurinn með eldra USB-B-tengi. Með samkomulaginu sem var kynnt í dag þurfa öll snjalltæki að hafa USB-C-tengi, þar á meðal snjallsímar, spjaldtölvur og myndavélar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þannig dugar eigendum tækjanna að eiga eina hleðslusnúru í stað þess að þurfa halda utan um nokkrar fyrir mismunandi raftæki heimilisins með tilheyrandi ergelsi. Thierry Breton, iðnaðarmálastjóri ESB, segir að breytingin eigi að spara evrópskum neytendum um 250 milljónir evra, jafnvirði um 34,8 milljarða íslenskra króna. Markmið nýju reglnanna er einnig að draga úr rafeindaúrgangi í Evrópu. Evrópuþingið segir að samkomulagið eigi að tryggja að USB-C verði ráðandi fyrir alla snjallsíma, spjaldtölvur og myndavélar innan Evrópusambandsins fyrir haustið 2024. Önnur smærri raftæki eins og lesbretti, heyrnartól, ferðaleikjatölvur og ferðahátalarar þurfa einnig að hafa USB-C-tengi. Nýju reglurnar munu á endanum einnig ná yfir fartölvur en framleiðendur þeirra fá lengri frest til að aðalgast breytingunum, að sögn AP-fréttastofunnar. Apple Evrópusambandið Tækni Tengdar fréttir Kynna reglur um stöðluð hleðslutengi fyrir snjallsíma Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kynnti frumvarp að lögum sem myndu skikka framleiðendur snjallsíma til að nota staðlað hleðslutengi fyrir þá. Tæknirisinn Apple hefur þráast við að nota sömu tengi og samkeppnisaðilar hans. 23. september 2021 12:21 Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira
Meira en áratugur er liðinn frá því að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins byrjaði fyrst að leggja áherslu á að aðeins ein tegund af hleðslutengjum væri fyrir snjalltæki. Raftækjaframleiðendum hefur hins vegar ekki tekist að ná saman um hvaða tegund skuli nota. Apple-tæki hafa svonefnd Lightning-tengi en Android-tæki hafa USB-C-tengi. Samkvæmt tölum ESB voru 29% snjallsíma sem voru seldir árið 2018 með USB-C-tengi, 21% með Lightning-tengi og helmingurinn með eldra USB-B-tengi. Með samkomulaginu sem var kynnt í dag þurfa öll snjalltæki að hafa USB-C-tengi, þar á meðal snjallsímar, spjaldtölvur og myndavélar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þannig dugar eigendum tækjanna að eiga eina hleðslusnúru í stað þess að þurfa halda utan um nokkrar fyrir mismunandi raftæki heimilisins með tilheyrandi ergelsi. Thierry Breton, iðnaðarmálastjóri ESB, segir að breytingin eigi að spara evrópskum neytendum um 250 milljónir evra, jafnvirði um 34,8 milljarða íslenskra króna. Markmið nýju reglnanna er einnig að draga úr rafeindaúrgangi í Evrópu. Evrópuþingið segir að samkomulagið eigi að tryggja að USB-C verði ráðandi fyrir alla snjallsíma, spjaldtölvur og myndavélar innan Evrópusambandsins fyrir haustið 2024. Önnur smærri raftæki eins og lesbretti, heyrnartól, ferðaleikjatölvur og ferðahátalarar þurfa einnig að hafa USB-C-tengi. Nýju reglurnar munu á endanum einnig ná yfir fartölvur en framleiðendur þeirra fá lengri frest til að aðalgast breytingunum, að sögn AP-fréttastofunnar.
Apple Evrópusambandið Tækni Tengdar fréttir Kynna reglur um stöðluð hleðslutengi fyrir snjallsíma Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kynnti frumvarp að lögum sem myndu skikka framleiðendur snjallsíma til að nota staðlað hleðslutengi fyrir þá. Tæknirisinn Apple hefur þráast við að nota sömu tengi og samkeppnisaðilar hans. 23. september 2021 12:21 Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira
Kynna reglur um stöðluð hleðslutengi fyrir snjallsíma Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kynnti frumvarp að lögum sem myndu skikka framleiðendur snjallsíma til að nota staðlað hleðslutengi fyrir þá. Tæknirisinn Apple hefur þráast við að nota sömu tengi og samkeppnisaðilar hans. 23. september 2021 12:21