KSÍ þurfi að ákveða hvort landsleikir séu fjölskylduviðburðir eða eitt stórt partí Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. júní 2022 20:00 Bryndís Jónsdóttir er sérfræðingur í forvörnum hjá Heimili og skóla. einar árnason Skiptar skoðanir eru um bjórsölu á landsleikjum. Sérfræðingur í forvörnum segir að KSÍ þurfi að ákveða hvort að leikirnir séu fjölskylduviðburðir eða eitt stórt partí. Bjór var í fyrsta sinn í sögunni seldur á knattspyrnuleik á Laugardalsvelli í gær þegar Ísland tók á móti Albaníu í þjóðadeildinni. Löngu tímabært og eðlilegt skref segja einhverjir en aðrir furða sig yfir samblöndu íþróttar og áfengis. Þeirra á meðal er sérfræðingur í forvörnum. „Þetta er svona ákvörðun eða stefna sem mér finnst að við þurfum að taka hér. Hvaða ásýnd viljum við hafa á fótboltaleikjum og hvaða hópa viljum við fá til þess að mæta? Viljum við fá fjölskyldurnar, iðkendurna með foreldrum sínum eða viljum við hafa þetta bara eitt stórt partí?“ spyr Bryndís Jónsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá Heimili og skóla. Sjálf mætir Bryndís reglulega á leiki á Laugardalsvelli og segir að hingað til hafi gestir vel getað skemmt sér án áfengis. „Og það var talað um að salan hefði tekið kipp á miðum eftir að auglýst var að hægt væri að kaupa bjór. Ég velti því fyrir mér: Ef þú þarft bjór til þess að fara á fótboltaleik, ertu þá að fara á réttum forsendum?“ Fjölskylduviðburður eða partí? Bjórsala á íþróttaleikjum er þó ekki ný af nálinni. Það þekkist vel hérlendis og erlendis að vallargestir skáli í bjór til að fagna eða drekki sorgum sínum. Áfengi er einnig selt í leikhúsum og á öðrum menningarviðburðum, en Bryndís segir að umhverfið í stúkunni á landsleikjum verði að vera fjölskylduvænt ef hvetja eigi fjölskyldur, unga iðkendur og börn til þess að mæta á leiki. „Þá viljum við forðast það að þau séu að verða vitni að ofurölvuðu fólki veltast um og vera jafnvel til vandræða. Mér skilst reyndar að það hafi ekki verið málið í gær en það var líka mánudagskvöld og vinnudagur daginn eftir þannig maður veit ekki hvernig þetta væri ef það væri um helgi.“ Áfengi og tóbak Laugardalsvöllur KSÍ Börn og uppeldi Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Reykjavík Tengdar fréttir Bjór seldur á knattspyrnuleik á Laugardalsvelli í fyrsta sinn í sögunni í kvöld Bjór verður í fyrsta sinn í sögunni seldur á knattspyrnuleik á Laugardalsvelli í kvöld þegar Ísland mætir Albaníu. Markaðsstjóri KSÍ býst við mikilli stemningu í stúkunni og vonast til að sólin og bjórsalan verði til þess að fólk mæti fyrr í laugardalinn. 6. júní 2022 12:59 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Bjór var í fyrsta sinn í sögunni seldur á knattspyrnuleik á Laugardalsvelli í gær þegar Ísland tók á móti Albaníu í þjóðadeildinni. Löngu tímabært og eðlilegt skref segja einhverjir en aðrir furða sig yfir samblöndu íþróttar og áfengis. Þeirra á meðal er sérfræðingur í forvörnum. „Þetta er svona ákvörðun eða stefna sem mér finnst að við þurfum að taka hér. Hvaða ásýnd viljum við hafa á fótboltaleikjum og hvaða hópa viljum við fá til þess að mæta? Viljum við fá fjölskyldurnar, iðkendurna með foreldrum sínum eða viljum við hafa þetta bara eitt stórt partí?“ spyr Bryndís Jónsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá Heimili og skóla. Sjálf mætir Bryndís reglulega á leiki á Laugardalsvelli og segir að hingað til hafi gestir vel getað skemmt sér án áfengis. „Og það var talað um að salan hefði tekið kipp á miðum eftir að auglýst var að hægt væri að kaupa bjór. Ég velti því fyrir mér: Ef þú þarft bjór til þess að fara á fótboltaleik, ertu þá að fara á réttum forsendum?“ Fjölskylduviðburður eða partí? Bjórsala á íþróttaleikjum er þó ekki ný af nálinni. Það þekkist vel hérlendis og erlendis að vallargestir skáli í bjór til að fagna eða drekki sorgum sínum. Áfengi er einnig selt í leikhúsum og á öðrum menningarviðburðum, en Bryndís segir að umhverfið í stúkunni á landsleikjum verði að vera fjölskylduvænt ef hvetja eigi fjölskyldur, unga iðkendur og börn til þess að mæta á leiki. „Þá viljum við forðast það að þau séu að verða vitni að ofurölvuðu fólki veltast um og vera jafnvel til vandræða. Mér skilst reyndar að það hafi ekki verið málið í gær en það var líka mánudagskvöld og vinnudagur daginn eftir þannig maður veit ekki hvernig þetta væri ef það væri um helgi.“
Áfengi og tóbak Laugardalsvöllur KSÍ Börn og uppeldi Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Reykjavík Tengdar fréttir Bjór seldur á knattspyrnuleik á Laugardalsvelli í fyrsta sinn í sögunni í kvöld Bjór verður í fyrsta sinn í sögunni seldur á knattspyrnuleik á Laugardalsvelli í kvöld þegar Ísland mætir Albaníu. Markaðsstjóri KSÍ býst við mikilli stemningu í stúkunni og vonast til að sólin og bjórsalan verði til þess að fólk mæti fyrr í laugardalinn. 6. júní 2022 12:59 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Bjór seldur á knattspyrnuleik á Laugardalsvelli í fyrsta sinn í sögunni í kvöld Bjór verður í fyrsta sinn í sögunni seldur á knattspyrnuleik á Laugardalsvelli í kvöld þegar Ísland mætir Albaníu. Markaðsstjóri KSÍ býst við mikilli stemningu í stúkunni og vonast til að sólin og bjórsalan verði til þess að fólk mæti fyrr í laugardalinn. 6. júní 2022 12:59