Var ekki í fyrstu seríunni
Persónan Samantha Jones kom aðeins fram í fyrstu seríunni í gegnum skilaboð við Carrie Bradshaw, persónu Söru Jessica Parker. Leikkonan Kim Cattrall hefur verið harðorð um að vilja ekki snúa aftur til starfa sem Samantha og Michael Patrick hefur í kjölfarið sagt að dyrnar væru ekki opnar fyrir endurkomu hennar í þættina.
Segir hana snúa aftur
Þegar hann var nýlega spurður hvort að persóna Samönthu myndi birtast aftur í þáttaröð tvö, sem fékk grænt ljós í mars, svaraði hann því játandi. Hann var hikandi við að deila frekari upplýsingum um það hvernig hún myndi koma fyrir og sagði:
„Ein af stóru reglunum mínum er að segja ekki frá hlutunum fyrr en þeir eru raunverulegir.“
Hann segir markmiðið vera að koma öllum persónunum saman svo þær séu ekki allar hver í sínu horni. Fyrsta serían hlaut mikla gagnrýni fyrir það að vera ekki eins og Sex and the City þættirnir voru. Þeir sem koma að þáttunum bentu á að tímarnir væru búnir að breytast og persónurnar búnar að þroskast eins og gerist í raunveruleikanum. Líkt og í fyrri seríunni munu leikkonurnar Sarah Jessica Parker, Cynthia Nixon og Kristin Davis allar snúa aftur.
„Ég er ánægður og spenntur að segja fleiri sögur af þessum líflegu, djörfu persónum, leiknar af þessum kraftmiklu, mögnuðu leikurum,“ sagði Michael Patrick þegar seinni serían var tilkynnt.
Erfið samskipti
Fyrr í þessum mánuði opnaði Sarah Jessica Parker sig um rifrildi hennar við Kim Cattrall sem hefur verið áberandi í fjölmiðlum og viðurkenndi að það væri mjög erfitt að tala um ástandið. „Ég hef verið svo varkár í því að vilja aldrei segja neitt óþægilegt,“ sagði Sarah Jessica og segir það sárt að fólk tali um samskipti hennar og Kim sem rifrildi eða baráttu þar sem hún sé ekki búin að segja neitt á kostnað Kim.
„Það hefur verið ein manneskja að tala. Og ég ætla ekki að segja henni að hún megi ekki gera það, eða neinum, svo það hefur líka verið frekar sársaukafullt fyrir mig."
Kim sagði í viðtali árið 2017 að hún hafi ekki átt vináttu með hinum leikkonunum sem komu að þáttunum og sagði hinar konurnar aðeins vera samstarfsmenn en ekki vinkonur sínar. Hún sagði svo sérstaklega að Sarah Jessica hefði getað verið betri við sig og hún skildi ekki hvað málið með hana væri.
Vottaði samúð sína
Árið 2018 vottaði Sarah Jessica henni samúð sína eftir andlát bróður hennar með orðunum: „Elsku besta Kim, ást mín og samúðarkveðjur til þín og þinna og guðs kveðjur til ástkærs bróður þíns. Xx.“ og Kim tók ekki vel í það og birti eftirfarandi færslu í kjölfarið:
Það verður því áhugavert að sjá hvernig persónan mun snúa aftur í þáttunum en Sarah Jessica hefur áður sagt að hún gæti ekki hugsað sér að nein önnur leikkona myndi taka við keflinu af Kim.
Mikið gekk á
Við tökur á fyrstu seríu And just like that var mikið sem gekk á. Leikarinn Willie Garson féll frá eftir baráttu við krabbamein en hann fór kostulega með hlutverk Stanford Blatch í gegnum árin og olli fráfall hans mikilli sorg.
Eftir að þættirnir fóru í loftið komu fram ásakanir á hendur Chris North um kynferðislegt ofbeldi gegn tveimur konum en fram að því hafði hann farið með hlutverk Mr. Big í þáttunum.