Kennari í Uvalde segir lögreglumenn „raggeitur“ Kjartan Kjartansson skrifar 8. júní 2022 12:30 Krossar með nöfnum barnanna og kennaranna sem voru myrtir í Uvalde í Texas 24. maí. AP/Jae C. Hong Lögreglumenn sem biðu í klukkustund áður en þeir létu loks til skarar skríða á meðan byssumaður myrti nítján börn og tvo kennara í bænum Uvalde í Texas eru „raggeitur“, að sögn kennara sem særðist í árásinni. Hann segist aldrei geta fyrirgefið lögreglunni. Viðbrögð lögreglunnar í Uvalde við skotárásinni í síðasta mánuði hafa sætt harðri gagnrýni og hafa bæði ríkis- og alríkisyfirvöld þau til rannsóknar. Lögreglumenn biðu frammi á gangi á meðan byssumaðurinn var læstur inni í skólastofu með nemendum í klukkustund áður en sérsveit landamæravarða fékk lykil frá húsverði og felldi morðingjann. Frá Columbine-harmleiknum fyrir meira en tuttugu árum hefur lögreglu verið ráðlagt að mæta byssumanni sem fyrst til þess að koma í veg fyrir að þeir drepi fleiri og til að hægt sé að koma særðum til aðstoðar. Í tilfinningaríku viðtali við ABC-sjónvarpsstöðina úthúðaði Arnulfo Reyes, sem varð fyrir tveimur byssukúlum í árasinni, lögreglunni fyrir athafnaleysið. „Þið voruð í skotheldum vestum. Ég hafði ekkert. Ég hafði ekkert!“ sagði Reyes grátandi. Ekkert gæti afsakað viðbrögð lögreglunnar. Öll ellefu börnin sem voru í skólastofunni með Reyes létust. EXCLUSIVE: Arnulfo Reyes, teacher wounded in Uvalde shooting, to @arobach: I will not let these children and my coworkers die in vain. I will not. I will go to the end of the world to not let my students die in vain. https://t.co/QVFp3mciRo pic.twitter.com/ZkcioTBQ7W— ABC News (@ABC) June 7, 2022 Barn kallaði á lögreglu en var skotið Reyes lýsti því hvernig hann var einn með hluta bekkjarins eftir verðlaunahátíð fyrr um daginn. Skyndilega hófst skothríð og Reyes skipaði nemendunum að skríða undir borðin sín og látast sofa. Þegar hann smalaði börnunum þangað varð honum litið við og sá byssumanninn. Hann varð fyrir tveimur byssukúlum. Önnur þeirra hæfði handlegg hans og lunga en hin bakið. Þegar kennarinn féll í gólfið ákvað hann að þykjast líka vera sofandi. Bað hann bænir og vonaðist til þess að nemendurnir þegðu. Hann heyrði nemanda í annarri skólastofu kalla á lögreglumann. Byssumaðurinn hafi þá staðið upp og skotið aftur. Byssukúlum hafi svo rignt þegar landamæraverðir réðust loks inn í skólastofuna þar sem byssumaðurinn var. „Þeir eru raggeitur. Þeir sátu þarna og gerðu ekkert fyrir samfélagið okkar. Þeir tóku langan tíma í að ráðast inn. Ég mun aldrei fyrirgefa þeim,“ sagði Reyes. Komið hefur fram að á meðan lögreglumenn biðu fram á gangi hafi börn inni í skólastofunum reynt í örvæntingu hringt í neyðarlínu til að biðja um hjálp. Yfirmaður aðgerðarinnar á vettvangi hafi ekki vitað af þeim símtölum og talið að ekki væri lengur virk hætta af byssumanninum. Lögreglustjórinn hefur ekki tjáð sig um atburðina. Skotárás í grunnskóla í Uvalde Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Segja að lögreglustjórinn hafi ekki verið látinn vita af örvæntingarfullum símtölum nemendanna Lögreglustjórinn sem stýrði aðgerðum þegar byssumaður skaut nítján börn og tvo kennara til bana í Texas var ekki látinn vita af því að börn sem væru föst inni í skólastofu með honum hefðu hringt í neyðarlínu. Viðbrögð lögreglu hafa sætt harðri gagnrýni. 3. júní 2022 09:15 Leita svara um hæg viðbrögð lögreglunnar í Uvalde Rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins er sögð geta varpað ljósi á hvers vegna lögreglumenn biðu í klukkustund áður en þeir létu til skarar skríða gegn byssumanni sem myrti nítján börn og tvo kennara í grunnskóla í Texas í síðustu viku. Byrjað var bera fyrstu fórnarlömbin til grafar í gær. 31. maí 2022 09:30 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Viðbrögð lögreglunnar í Uvalde við skotárásinni í síðasta mánuði hafa sætt harðri gagnrýni og hafa bæði ríkis- og alríkisyfirvöld þau til rannsóknar. Lögreglumenn biðu frammi á gangi á meðan byssumaðurinn var læstur inni í skólastofu með nemendum í klukkustund áður en sérsveit landamæravarða fékk lykil frá húsverði og felldi morðingjann. Frá Columbine-harmleiknum fyrir meira en tuttugu árum hefur lögreglu verið ráðlagt að mæta byssumanni sem fyrst til þess að koma í veg fyrir að þeir drepi fleiri og til að hægt sé að koma særðum til aðstoðar. Í tilfinningaríku viðtali við ABC-sjónvarpsstöðina úthúðaði Arnulfo Reyes, sem varð fyrir tveimur byssukúlum í árasinni, lögreglunni fyrir athafnaleysið. „Þið voruð í skotheldum vestum. Ég hafði ekkert. Ég hafði ekkert!“ sagði Reyes grátandi. Ekkert gæti afsakað viðbrögð lögreglunnar. Öll ellefu börnin sem voru í skólastofunni með Reyes létust. EXCLUSIVE: Arnulfo Reyes, teacher wounded in Uvalde shooting, to @arobach: I will not let these children and my coworkers die in vain. I will not. I will go to the end of the world to not let my students die in vain. https://t.co/QVFp3mciRo pic.twitter.com/ZkcioTBQ7W— ABC News (@ABC) June 7, 2022 Barn kallaði á lögreglu en var skotið Reyes lýsti því hvernig hann var einn með hluta bekkjarins eftir verðlaunahátíð fyrr um daginn. Skyndilega hófst skothríð og Reyes skipaði nemendunum að skríða undir borðin sín og látast sofa. Þegar hann smalaði börnunum þangað varð honum litið við og sá byssumanninn. Hann varð fyrir tveimur byssukúlum. Önnur þeirra hæfði handlegg hans og lunga en hin bakið. Þegar kennarinn féll í gólfið ákvað hann að þykjast líka vera sofandi. Bað hann bænir og vonaðist til þess að nemendurnir þegðu. Hann heyrði nemanda í annarri skólastofu kalla á lögreglumann. Byssumaðurinn hafi þá staðið upp og skotið aftur. Byssukúlum hafi svo rignt þegar landamæraverðir réðust loks inn í skólastofuna þar sem byssumaðurinn var. „Þeir eru raggeitur. Þeir sátu þarna og gerðu ekkert fyrir samfélagið okkar. Þeir tóku langan tíma í að ráðast inn. Ég mun aldrei fyrirgefa þeim,“ sagði Reyes. Komið hefur fram að á meðan lögreglumenn biðu fram á gangi hafi börn inni í skólastofunum reynt í örvæntingu hringt í neyðarlínu til að biðja um hjálp. Yfirmaður aðgerðarinnar á vettvangi hafi ekki vitað af þeim símtölum og talið að ekki væri lengur virk hætta af byssumanninum. Lögreglustjórinn hefur ekki tjáð sig um atburðina.
Skotárás í grunnskóla í Uvalde Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Segja að lögreglustjórinn hafi ekki verið látinn vita af örvæntingarfullum símtölum nemendanna Lögreglustjórinn sem stýrði aðgerðum þegar byssumaður skaut nítján börn og tvo kennara til bana í Texas var ekki látinn vita af því að börn sem væru föst inni í skólastofu með honum hefðu hringt í neyðarlínu. Viðbrögð lögreglu hafa sætt harðri gagnrýni. 3. júní 2022 09:15 Leita svara um hæg viðbrögð lögreglunnar í Uvalde Rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins er sögð geta varpað ljósi á hvers vegna lögreglumenn biðu í klukkustund áður en þeir létu til skarar skríða gegn byssumanni sem myrti nítján börn og tvo kennara í grunnskóla í Texas í síðustu viku. Byrjað var bera fyrstu fórnarlömbin til grafar í gær. 31. maí 2022 09:30 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Segja að lögreglustjórinn hafi ekki verið látinn vita af örvæntingarfullum símtölum nemendanna Lögreglustjórinn sem stýrði aðgerðum þegar byssumaður skaut nítján börn og tvo kennara til bana í Texas var ekki látinn vita af því að börn sem væru föst inni í skólastofu með honum hefðu hringt í neyðarlínu. Viðbrögð lögreglu hafa sætt harðri gagnrýni. 3. júní 2022 09:15
Leita svara um hæg viðbrögð lögreglunnar í Uvalde Rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins er sögð geta varpað ljósi á hvers vegna lögreglumenn biðu í klukkustund áður en þeir létu til skarar skríða gegn byssumanni sem myrti nítján börn og tvo kennara í grunnskóla í Texas í síðustu viku. Byrjað var bera fyrstu fórnarlömbin til grafar í gær. 31. maí 2022 09:30