Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland 3-1 Hvíta-Rússland | Vonin um EM-sæti lifir enn Sverrir Mar Smárason skrifar 8. júní 2022 20:00 Kristian Nökkvi skoraði eitt mark í leiknum. Vísir/Bára Dröfn Íslenska U21-landsliðið var ekki í miklum vandræðum með Hvít-Rússa í Víkinni í dag. Ísland vann 3-1 sigur og vonin um sæti í lokakeppni Evrópumóts U21-landsliða í fótbolta lifir enn. Leikurinn fór mjög fjörlega af stað og íslenska liðið pressaði hátt á völlinn. Strax á 13. mínútu sendi Brynjólfur Willumsson sendingu í gegn á Kristal Mána sem lék á varnarmann áður en hann kom skoti á markið, framhjá Sokal í marki Hvít-Rússa, en varnarmaður bjargaði á línu., Kristall Máni leikur á varnarmann áður en varið er frá honum á línu.Visir/ Diego Fyrsta mark leiksins kom svo aðeins tveimur mínútum síðar, á 15. mínútu, eftir að Sokal hafði varið frá Brynjólfi og boltinn datt fyrir framan Kristian Nökkva Hlynsson sem þurfti lítið annað en að stýra honum í autt markið. Réttur maður á réttum stað og Ísland komið yfir. Áfram héldu yfirburðir Íslenska liðsins en þegar líða fór á fyrri hálfleikinn þá komust Hvít-Rússar betur inn í leikinn. Það var því gríðarlega mikilvægt að skora annað mark leiksins á 44. mínútu en þar var að verki Kristall Máni Ingason á eigin heimavelli í Víkinni. Kristian Nökkvi lyfti boltanum á bakvið vörn Hvít-Rússa og Kristall lék á markvörðinn áður en hann setti boltann í autt markið. Staðan 2-0 fyrir Ísland í hálfleik. Liðið fagnar fyrsta markinu sem Kristian Nökkvi skoraði á 15. mínútu.Visir/ Diego Þegar síðari hálfleikur hófst var nokkuð augljós áherslubreyting á íslenska liðinu því þeir virtust hafa breytt úr 4-3-3 í 4-4-2 og lögðust töluvert aftar á völlinn. Það gekk ekki betur en svo að Hvít-Rússum tókst að minnka muninn strax á 48. mínútu. Vladislav Lozhkin fékk þá sendingu upp í vinstra hornið og renndi boltanum út í teiginn á Kirill Zinovich sem kláraði færið með góðu skoti út við fjærstöngina. Þrátt fyrir þetta hélt Ísland áfram að verjast neðarlega á vellinum og reyndi að drepa leikinn. Bæði Ísak Snær Þorvaldsson og Brynjólfur Willumsson þurftu að fara af velli vegna meiðsla svo Ísland breytti aftur um leikkerfi og fóru í sitt hefðbundna 3-5-2 sem þeir notast yfirleitt við. Síðari hálfleikurinn var ansi daufur en það var svo varamaðurinn Viktor Örlygur Andrason sem lífgaði uppá hann á 81. mínútu með marki innan úr teignum eftir góða sendingu frá Kristiani Nökkva. Taugarnar róaðar og á sama tíma virtist allur vindur fara úr Hvít-Rússum. Lokatölur 3-1 sigur Íslands. Mikill léttir þegar Viktor Örlygur skoraði þriðja mark ÍslandsVisir/ Diego Af hverju vann Ísland? Miklu meiri gæði. Þessir leikmenn hægt er að tefla fram í u21 árs liði Íslands eru svo ofboðslega góðir og svo eru fleiri til komnir upp í A-landsliðið. Að skora fyrsta markið eftir góða pressu og svo að ná að standast áhlaup Hvít-Rússa og skora annað markið fyrir hálfleik eiginlega vann þennan leik. Skiptingar Íslands veikja liðið lítið sem ekkert því inn koma strákar sem spila lykilhlutverk í Bestu deildinni eða þá atvinnumenn í liðum erlendis. Hverjir voru bestir? Kristian Nökkvi Hlynsson er í allt öðrum klassa en flestir aðrir íslenskir leikmenn eru þegar þeir eru 18 ára. Magnaður í dag, skorar eitt, leggur upp tvö og bætir svo ofan á það allri vinnslunni sem hann vinnur fyrir liðið. Bjarki Steinn átti góðan leik hægra megin í vörninni. Einnig voru miðjumennirnir tveir, Kolbeinn Þórðarson og Andri Fannar Baldursson virkilega öflugir. Ég gæti auðveldlega talið upp mjög marga. Hvað gerist næst? Ísland spilar lokaleik riðilsins gegn Kýpur í Víkinni á laugardagskvöldið n.k. klukkan 19:15. Ef Ísland vinnur þann leik og topplið Portúgals vinnur Grikkland á sama tíma þá fer Ísland í umspilið. Hvet alla til þess að mæta á leikinn og styðja strákana. Davíð Snorri: Bara ofboðslega ánægður Davíð Snorri í leiknum í kvöld.Visir/ Diego Davíð Snorri Jónasson, þjálfari Íslands, var að vonum gríðarlega ánægður í leikslok. „Ég er bara ofboðslega ánægður. Ánægður með góða byrjun á leiknum, ánægður með að skora mörk, ánægður með að ná að vinna okkur út úr erfiðum kafla og ná að vinna leikinn,“ sagði Davíð Snorri. „Við ákváðum að byrja hátt og mér fannst við gera það vel, síðan er það bara þannig í fótbolta að það getur verið erfitt að fara á milli hápressu og lágpressu inni í leiknum og við vorum í ströggli með það. Við fundum lausnir á því í seinni hálfleik, breyttum aðeins aftur og einhvern vegin náðum að loka þessu eftir það,“ sagði Davíð. Lokaleikurinn í riðlinum er gríðarlega mikilvægur og margir leikmenn sem eru í A-landsliðinu eru gjaldgengir með u21. Davíð segist ekki vita hvort einhverjir verði sendir niður til þess að spila þennan mikilvæga leik. „Ég bara veit það ekki. Við eigum eftir að ræða það. Það kemur bara í ljós hvernig þessi leikur (hjá A-landsliðinu) gegn San Marínó fer. Ég er ekkert að hugsa um það. Við erum að hugsa um að púsla þessum hóp saman og passa að allir séu klárir,“ sagði Davíð Snorri. Landslið karla í fótbolta Fótbolti EM U21 í fótbolta 2023
Íslenska U21-landsliðið var ekki í miklum vandræðum með Hvít-Rússa í Víkinni í dag. Ísland vann 3-1 sigur og vonin um sæti í lokakeppni Evrópumóts U21-landsliða í fótbolta lifir enn. Leikurinn fór mjög fjörlega af stað og íslenska liðið pressaði hátt á völlinn. Strax á 13. mínútu sendi Brynjólfur Willumsson sendingu í gegn á Kristal Mána sem lék á varnarmann áður en hann kom skoti á markið, framhjá Sokal í marki Hvít-Rússa, en varnarmaður bjargaði á línu., Kristall Máni leikur á varnarmann áður en varið er frá honum á línu.Visir/ Diego Fyrsta mark leiksins kom svo aðeins tveimur mínútum síðar, á 15. mínútu, eftir að Sokal hafði varið frá Brynjólfi og boltinn datt fyrir framan Kristian Nökkva Hlynsson sem þurfti lítið annað en að stýra honum í autt markið. Réttur maður á réttum stað og Ísland komið yfir. Áfram héldu yfirburðir Íslenska liðsins en þegar líða fór á fyrri hálfleikinn þá komust Hvít-Rússar betur inn í leikinn. Það var því gríðarlega mikilvægt að skora annað mark leiksins á 44. mínútu en þar var að verki Kristall Máni Ingason á eigin heimavelli í Víkinni. Kristian Nökkvi lyfti boltanum á bakvið vörn Hvít-Rússa og Kristall lék á markvörðinn áður en hann setti boltann í autt markið. Staðan 2-0 fyrir Ísland í hálfleik. Liðið fagnar fyrsta markinu sem Kristian Nökkvi skoraði á 15. mínútu.Visir/ Diego Þegar síðari hálfleikur hófst var nokkuð augljós áherslubreyting á íslenska liðinu því þeir virtust hafa breytt úr 4-3-3 í 4-4-2 og lögðust töluvert aftar á völlinn. Það gekk ekki betur en svo að Hvít-Rússum tókst að minnka muninn strax á 48. mínútu. Vladislav Lozhkin fékk þá sendingu upp í vinstra hornið og renndi boltanum út í teiginn á Kirill Zinovich sem kláraði færið með góðu skoti út við fjærstöngina. Þrátt fyrir þetta hélt Ísland áfram að verjast neðarlega á vellinum og reyndi að drepa leikinn. Bæði Ísak Snær Þorvaldsson og Brynjólfur Willumsson þurftu að fara af velli vegna meiðsla svo Ísland breytti aftur um leikkerfi og fóru í sitt hefðbundna 3-5-2 sem þeir notast yfirleitt við. Síðari hálfleikurinn var ansi daufur en það var svo varamaðurinn Viktor Örlygur Andrason sem lífgaði uppá hann á 81. mínútu með marki innan úr teignum eftir góða sendingu frá Kristiani Nökkva. Taugarnar róaðar og á sama tíma virtist allur vindur fara úr Hvít-Rússum. Lokatölur 3-1 sigur Íslands. Mikill léttir þegar Viktor Örlygur skoraði þriðja mark ÍslandsVisir/ Diego Af hverju vann Ísland? Miklu meiri gæði. Þessir leikmenn hægt er að tefla fram í u21 árs liði Íslands eru svo ofboðslega góðir og svo eru fleiri til komnir upp í A-landsliðið. Að skora fyrsta markið eftir góða pressu og svo að ná að standast áhlaup Hvít-Rússa og skora annað markið fyrir hálfleik eiginlega vann þennan leik. Skiptingar Íslands veikja liðið lítið sem ekkert því inn koma strákar sem spila lykilhlutverk í Bestu deildinni eða þá atvinnumenn í liðum erlendis. Hverjir voru bestir? Kristian Nökkvi Hlynsson er í allt öðrum klassa en flestir aðrir íslenskir leikmenn eru þegar þeir eru 18 ára. Magnaður í dag, skorar eitt, leggur upp tvö og bætir svo ofan á það allri vinnslunni sem hann vinnur fyrir liðið. Bjarki Steinn átti góðan leik hægra megin í vörninni. Einnig voru miðjumennirnir tveir, Kolbeinn Þórðarson og Andri Fannar Baldursson virkilega öflugir. Ég gæti auðveldlega talið upp mjög marga. Hvað gerist næst? Ísland spilar lokaleik riðilsins gegn Kýpur í Víkinni á laugardagskvöldið n.k. klukkan 19:15. Ef Ísland vinnur þann leik og topplið Portúgals vinnur Grikkland á sama tíma þá fer Ísland í umspilið. Hvet alla til þess að mæta á leikinn og styðja strákana. Davíð Snorri: Bara ofboðslega ánægður Davíð Snorri í leiknum í kvöld.Visir/ Diego Davíð Snorri Jónasson, þjálfari Íslands, var að vonum gríðarlega ánægður í leikslok. „Ég er bara ofboðslega ánægður. Ánægður með góða byrjun á leiknum, ánægður með að skora mörk, ánægður með að ná að vinna okkur út úr erfiðum kafla og ná að vinna leikinn,“ sagði Davíð Snorri. „Við ákváðum að byrja hátt og mér fannst við gera það vel, síðan er það bara þannig í fótbolta að það getur verið erfitt að fara á milli hápressu og lágpressu inni í leiknum og við vorum í ströggli með það. Við fundum lausnir á því í seinni hálfleik, breyttum aðeins aftur og einhvern vegin náðum að loka þessu eftir það,“ sagði Davíð. Lokaleikurinn í riðlinum er gríðarlega mikilvægur og margir leikmenn sem eru í A-landsliðinu eru gjaldgengir með u21. Davíð segist ekki vita hvort einhverjir verði sendir niður til þess að spila þennan mikilvæga leik. „Ég bara veit það ekki. Við eigum eftir að ræða það. Það kemur bara í ljós hvernig þessi leikur (hjá A-landsliðinu) gegn San Marínó fer. Ég er ekkert að hugsa um það. Við erum að hugsa um að púsla þessum hóp saman og passa að allir séu klárir,“ sagði Davíð Snorri.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti