„Kannski varð slys, kannski voru þeir teknir af lífi“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. júní 2022 15:44 Breski blaðamaðurinn og brasilískur ferðafélagi hans voru á ferð djúpt inn í Amason-regnskóginum. Diego Baravelli/picture alliance via Getty Images) Eiginkona bresks blaðamanns sem hefur verið týndur í Amason-regnskóginum í Brasilíu hefur grátbeðið yfirvöld þar í landi um að gera meira til að finna hann. Forseti Brasilíu ýjaði að því hvarf blaðamannsins og samferðamanns hans væri þeirra eigin sök. Breski blaðamaðurinn Dom Phillips og Brasilíumaðurinn Bruno Araújo Pereira hafa verið týndir frá því á sunnudag. Voru þeir á ferð um Javari-dalinn í Amason-skóginum, skammt frá landamærum Perú. Phillips var við rannsóknarstörf vegna bókar sem hann vinnur að um náttúruvernd í regnskóginum. Pereira er sérfræðingur í málefnum ættbálka svæðisins. Voru þeir á ferð um svæðið á bát. Ekkert hefur heyrst til þeirra síðan á sunnudag. Fékk líflátshótanir BBC greinir frá því að Pereira hafi áður átt í útistöðum við veiðimenn sem stunda ólöglegar veiðar á svæðinu, og meðal annars fengið líflátshótanir. Samtök sem vinna að réttindum ættbálka svæðisins létu yfirvöld vita af hvarfi Phillips og Pereira eftir að þeir létu ekki vita af sér í bænum Atalaia do Norte á sunnudag eins og ráðgert var. Lögreglan í Brasilíu hefur hafið sakamálarannsókn vegna hvarfsins og yfirheyrt fjölda aðila, þar á meðal einn sem er með stöðu grunaðs í málinu. Talið er að sá sé einn af þeim sem sáu þá félaga síðast á lífi. Þá leitar lögregla að manninum sem talinn er hafa sent Pereira líflátshótun. Peço às autoridades, por favor, que atuem com urgência e façam todo o possível para encontrarmos Dom Phillips e Bruno Pereira! 🙏🏾💙 pic.twitter.com/nvhOGsuBum— Richarlison Andrade (@richarlison97) June 7, 2022 Hópurinn sem lét lögreglu vita af hvarfinu segja að lögregla hafi ekki sinnt málinu nægjanlega vel frá upphafi og látið hjá líðast að kanna ýmsa þræði þess. Alessandra Sampaio, Phillips, hefur grátbeðið yfirvöld í Brasilíu um að gera meira til að komast til botns í málinu. Hver sekúnda telji. Hvorki hefur fundist tangur né tetur af mönnunum tveimur. Jair Bolsanaro, forseti Brasilíu, virðist þó ekki hafa miklar áhyggjur af hvarfinu, ef marka má orð hans frá því í gær. „Tveir menn á bát á svæði sem þessu, algjörlega brjálað. Það er ekki hægt að ráðleggja mönnum að fara í svona ævintýri. Hvað sem er getur gerst,“ sagði Bolsanaro, áður en hann bætti við vangaveltum um hvað kunni að hafa gerst. „Kannski varð slys, kannski voru þeir teknir af lífi“ Brasilía Umhverfismál Bretland Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Sjá meira
Breski blaðamaðurinn Dom Phillips og Brasilíumaðurinn Bruno Araújo Pereira hafa verið týndir frá því á sunnudag. Voru þeir á ferð um Javari-dalinn í Amason-skóginum, skammt frá landamærum Perú. Phillips var við rannsóknarstörf vegna bókar sem hann vinnur að um náttúruvernd í regnskóginum. Pereira er sérfræðingur í málefnum ættbálka svæðisins. Voru þeir á ferð um svæðið á bát. Ekkert hefur heyrst til þeirra síðan á sunnudag. Fékk líflátshótanir BBC greinir frá því að Pereira hafi áður átt í útistöðum við veiðimenn sem stunda ólöglegar veiðar á svæðinu, og meðal annars fengið líflátshótanir. Samtök sem vinna að réttindum ættbálka svæðisins létu yfirvöld vita af hvarfi Phillips og Pereira eftir að þeir létu ekki vita af sér í bænum Atalaia do Norte á sunnudag eins og ráðgert var. Lögreglan í Brasilíu hefur hafið sakamálarannsókn vegna hvarfsins og yfirheyrt fjölda aðila, þar á meðal einn sem er með stöðu grunaðs í málinu. Talið er að sá sé einn af þeim sem sáu þá félaga síðast á lífi. Þá leitar lögregla að manninum sem talinn er hafa sent Pereira líflátshótun. Peço às autoridades, por favor, que atuem com urgência e façam todo o possível para encontrarmos Dom Phillips e Bruno Pereira! 🙏🏾💙 pic.twitter.com/nvhOGsuBum— Richarlison Andrade (@richarlison97) June 7, 2022 Hópurinn sem lét lögreglu vita af hvarfinu segja að lögregla hafi ekki sinnt málinu nægjanlega vel frá upphafi og látið hjá líðast að kanna ýmsa þræði þess. Alessandra Sampaio, Phillips, hefur grátbeðið yfirvöld í Brasilíu um að gera meira til að komast til botns í málinu. Hver sekúnda telji. Hvorki hefur fundist tangur né tetur af mönnunum tveimur. Jair Bolsanaro, forseti Brasilíu, virðist þó ekki hafa miklar áhyggjur af hvarfinu, ef marka má orð hans frá því í gær. „Tveir menn á bát á svæði sem þessu, algjörlega brjálað. Það er ekki hægt að ráðleggja mönnum að fara í svona ævintýri. Hvað sem er getur gerst,“ sagði Bolsanaro, áður en hann bætti við vangaveltum um hvað kunni að hafa gerst. „Kannski varð slys, kannski voru þeir teknir af lífi“
Brasilía Umhverfismál Bretland Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Sjá meira