Erlent

Sex úr teymi Haítí á Special Olympics hurfu í Flórída

Bjarki Sigurðsson skrifar
Mennirnir mættu á opnunarhátíðina á sunnudaginn en voru horfnir daginn eftir.
Mennirnir mættu á opnunarhátíðina á sunnudaginn en voru horfnir daginn eftir. Stephen M. Dowell/AP

Lögreglan í Flórída leitar nú að sex mönnum frá Haítí sem hurfu af hótelherbergjum sínum á mánudaginn. Einn einstaklinganna átti að keppa á bandarísku Special Olympics sem hófust á mánudaginn.

Mennirnir skráðu sig allir út af hóteli sínu á mánudagseftirmiðdag en hafa ekki sést síðan þá. Allar eigur þeirra urðu eftir í hótelherbergjum þeirra. Fimm þeirra eru ekki fatlaðir en voru starfsmenn hópsins frá Haítí. Ekki er talið að neitt saknæmt hafi átt sér stað við hvarfið.

„Velferð þessara fulltrúa er okkur allra mikilvægust,“ segir í tilkynningu frá skipuleggjendum leikanna.

Mennirnir þrír sem hurfu.Lögreglustjórinn í Osceola-sýslu



Fleiri fréttir

Sjá meira


×