Ríkisendurskoðandi er kjörinn af Alþingi til sex ára í senn og tilnefnir Forsætisnefnd Alþingis fulltrúa við kosninguna.
Guðmundur hefur gengt hlutverki staðgengils ríkisendurskoðanda frá því í febrúar í stað Skúla Eggerts Þórðarsonar.
Að því er fram kemur í tilkynningu frá Alþingi í apríl gáfu eftirfarandi einstaklingar kost á sér í embætti ríkisendurskoðanda:
- Ásgeir Brynjar Torfason, PhD í reikningsskilum
- Birgir Finnbogason, löggiltur endurskoðandi
- Davíð Ólafur Ingimarsson, stjórnsýslufræðingur
- Eiríkur Einarsson, viðskiptafræðingur
- Guðmundur Björgvin Helgason, stjórnmálafræðingur
- Guðrún Torfhildur Gísladóttir, löggiltur endurskoðandi
- Jón Arnar Baldurs, löggiltur endurskoðandi
- Jón H. Sigurðsson, löggiltur endurskoðandi
- Jón Magnússon, viðskiptafræðingur
- Kristrún Helga Ingólfsdóttir, löggiltur endurskoðandi
- Páll Grétar Steingrímsson, löggiltur endurskoðandi
- Sigurður H. Helgason, stjórnsýslufræðingur