Fóru yfir mögulegan EM hóp landsliðsins: Ekkert sem kom á óvart Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. júní 2022 12:30 Bestu mörkin spáðu fyrir um landsliðshóp Íslands sem verður tilkynntur á föstudag. Omar Vega/Getty Images Hópur Íslands fyrir Evrópumótið í fótbolta verður tilkynntur á morgun, föstudag. Því ákvað Helana Ólafsdóttir, þáttastjórnandi Bestu markanna, að leyfa sérfræðingum þáttarins að velja sinn 23 manna hóp. Farið var yfir hópinn í síðasta þætti Bestu markanna þar sem 8. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta var gerð upp. Eftir að farið var yfir alla fimm leiki umferðarinnar snerist umræðan að hóp íslenska landsliðsins fyrir Evrópumótið sem fram fer í Englandi í sumar. Þorsteinn Halldórsson mun tilkynna hóp sinn á morgun en hverjar myndu Bestu mörkin taka með til Englands. „Ég held að við séum að kafna úr spennu,“ sagði Helena áður en hópar þáttarins voru tilkynntir. Innslag Bestu markanna má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. Markverðir og varnarmenn Mögulegur EM-hópur; markverðir og varnarmenn.Stöð 2 Sport Sandra (Valur), Telma (Breiðablik) og Cecilía Rán (BayernMünchen) eru markverðir hópsins. Talið er nær öruggt að þetta séu þeir þrír markverðir sem Þorsteinn tekur með sér til Englands. Varnarlínan er örlítið flóknari þar sem Sif (Selfoss) hefur leikið í stöðu hægri bakvarðar og þá hefur Guðný (AC Milan) verið að glíma við meiðsli að undanförnu. Ef hún er í lagi þá er hún í hópnum en ef hún er meidd þá opnast pláss fyrir annan leikmann. Nefndi Mist Rúnarsdóttir, einn af sérfræðingum Bestu markanna, Natöshu Moraa Anasi (Breiðablik) sem leikmann sem gæti komið inn. Ásta Eir Árnadóttir (Breiðablik) og Arna Sif Ásgrímsdóttir (Valur) voru einnig nefndar á nafn. „Verandi Þorsteinn Halldórsson, sem er frekar fastheldinn maður, þá efast ég um að það verði flugeldar eða eitthvað mjög óvænt hjá honum á föstudaginn,“ sagði Mist. Í kjölfarið var farið yfir þann fjölda miðvarða sem íslenska landsliðið hefur úr að velja og hvert Sif sé í raun hugsuð sem hægri bakvörður. „Aðallega þessar stöður sem hann er að klára að púsla ef maður ætti að giska,“ bætti Harpa Þorsteinsdóttir við. Miðjumenn og sóknarmenn Mögulegur EM-hópur; miðjumenn og sóknarmenn.Stöð 2 Sport „Stærsta spurningamerkið er hin unga Amanda Andradóttir (Kristianstad) en mér finnst hún hafa komið það vel inn í síðustu verkefni. Hún er annar X-factor leikmaður og ég held að hún verði þarna,“ sagði Mist um stöðuna á miðjunni en áður hafði verið yfir þann X-factor sem Áslaug Munda býr yfir. Selma Sól Magnúsdóttir (Rosenborg) er ekki í hóp Bestu markanna en hún hefur verið í hóp hjá Þorsteini áður. Mist þuldi upp nokkur nöfn sem ekki eru í hópnum en gætu gert tilkall til þess: Karitas Tómasdóttir (Breiðablik) Diljá Ýr Zomers (Häcken) Andrea Rún Snæfeld Hauksdóttir (Club América) Berglind Rós Ágústsdóttir (Örebro) „Þetta er bara tilfinning, þetta er bara gisk. Selma Sól gæti allt eins verið þarna,“ sagði Mist áður en Harpa fékk orðið. Selma Sól (#14) fagnar marki sínu gegn Tékklandi í SheBelieves-bikarnum í febrúar á þessu ári.Omar Vega/Getty Images „Hún er pottþétt í einum af þessum sætum sem hafa verið spurningamerki. Hún hefur kannski ekki verið eins áberandi núna eins og hún var fyrir meiðslin. Hún var eiginlega búin að eigna sér sæti fyrir þau.“ „Ég held við búum bara hvað best að miðjumönnum, ógeðslega erfitt að komast þarna að. Erum með frábæra leikmenn.“ Að lokum voru fremstu menn liðsins ræddir. Helena hafði áhyggjur af spiltíma Öglu Maríu (Häcken) og velti fyrir sér hvort það gæti háð henni. Þá voru meiðsli Svövu Rósar og Berglindar Björgu (báðar Brann) einnig til umræðu sem og sæti Elínar Mettu Jensen (Valur) þar sem hún hefur ekki verið upp á sitt besta með Val í sumar. Klippa: Bestu mörkin völdu sinn landsliðshóp fyrir EM 2022 Fótbolti EM 2022 í Englandi Bestu mörkin Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti Fleiri fréttir Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Sjá meira
Farið var yfir hópinn í síðasta þætti Bestu markanna þar sem 8. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta var gerð upp. Eftir að farið var yfir alla fimm leiki umferðarinnar snerist umræðan að hóp íslenska landsliðsins fyrir Evrópumótið sem fram fer í Englandi í sumar. Þorsteinn Halldórsson mun tilkynna hóp sinn á morgun en hverjar myndu Bestu mörkin taka með til Englands. „Ég held að við séum að kafna úr spennu,“ sagði Helena áður en hópar þáttarins voru tilkynntir. Innslag Bestu markanna má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. Markverðir og varnarmenn Mögulegur EM-hópur; markverðir og varnarmenn.Stöð 2 Sport Sandra (Valur), Telma (Breiðablik) og Cecilía Rán (BayernMünchen) eru markverðir hópsins. Talið er nær öruggt að þetta séu þeir þrír markverðir sem Þorsteinn tekur með sér til Englands. Varnarlínan er örlítið flóknari þar sem Sif (Selfoss) hefur leikið í stöðu hægri bakvarðar og þá hefur Guðný (AC Milan) verið að glíma við meiðsli að undanförnu. Ef hún er í lagi þá er hún í hópnum en ef hún er meidd þá opnast pláss fyrir annan leikmann. Nefndi Mist Rúnarsdóttir, einn af sérfræðingum Bestu markanna, Natöshu Moraa Anasi (Breiðablik) sem leikmann sem gæti komið inn. Ásta Eir Árnadóttir (Breiðablik) og Arna Sif Ásgrímsdóttir (Valur) voru einnig nefndar á nafn. „Verandi Þorsteinn Halldórsson, sem er frekar fastheldinn maður, þá efast ég um að það verði flugeldar eða eitthvað mjög óvænt hjá honum á föstudaginn,“ sagði Mist. Í kjölfarið var farið yfir þann fjölda miðvarða sem íslenska landsliðið hefur úr að velja og hvert Sif sé í raun hugsuð sem hægri bakvörður. „Aðallega þessar stöður sem hann er að klára að púsla ef maður ætti að giska,“ bætti Harpa Þorsteinsdóttir við. Miðjumenn og sóknarmenn Mögulegur EM-hópur; miðjumenn og sóknarmenn.Stöð 2 Sport „Stærsta spurningamerkið er hin unga Amanda Andradóttir (Kristianstad) en mér finnst hún hafa komið það vel inn í síðustu verkefni. Hún er annar X-factor leikmaður og ég held að hún verði þarna,“ sagði Mist um stöðuna á miðjunni en áður hafði verið yfir þann X-factor sem Áslaug Munda býr yfir. Selma Sól Magnúsdóttir (Rosenborg) er ekki í hóp Bestu markanna en hún hefur verið í hóp hjá Þorsteini áður. Mist þuldi upp nokkur nöfn sem ekki eru í hópnum en gætu gert tilkall til þess: Karitas Tómasdóttir (Breiðablik) Diljá Ýr Zomers (Häcken) Andrea Rún Snæfeld Hauksdóttir (Club América) Berglind Rós Ágústsdóttir (Örebro) „Þetta er bara tilfinning, þetta er bara gisk. Selma Sól gæti allt eins verið þarna,“ sagði Mist áður en Harpa fékk orðið. Selma Sól (#14) fagnar marki sínu gegn Tékklandi í SheBelieves-bikarnum í febrúar á þessu ári.Omar Vega/Getty Images „Hún er pottþétt í einum af þessum sætum sem hafa verið spurningamerki. Hún hefur kannski ekki verið eins áberandi núna eins og hún var fyrir meiðslin. Hún var eiginlega búin að eigna sér sæti fyrir þau.“ „Ég held við búum bara hvað best að miðjumönnum, ógeðslega erfitt að komast þarna að. Erum með frábæra leikmenn.“ Að lokum voru fremstu menn liðsins ræddir. Helena hafði áhyggjur af spiltíma Öglu Maríu (Häcken) og velti fyrir sér hvort það gæti háð henni. Þá voru meiðsli Svövu Rósar og Berglindar Björgu (báðar Brann) einnig til umræðu sem og sæti Elínar Mettu Jensen (Valur) þar sem hún hefur ekki verið upp á sitt besta með Val í sumar. Klippa: Bestu mörkin völdu sinn landsliðshóp fyrir EM 2022
Fótbolti EM 2022 í Englandi Bestu mörkin Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti Fleiri fréttir Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Sjá meira