Seinagangur KR kostaði tæplega hálfa milljón Valur Páll Eiríksson skrifar 9. júní 2022 12:00 KR-ingar skulduðu KKÍ pening og þurftu að greiða tvöfalt þátttökugjald fyrir veturinn vegna seinagangs. Vísir/Bára Dröfn Öll lið hafa gengið frá skráningargjaldi til Körfuknattleikssambands Íslands fyrir þátttöku í deildum sambandsins í vetur. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ staðfestir að KR var of seint að borga, sem kostaði Vesturbæinga skildinginn. Frestur til að greiða skráningargjöld vegna þátttöku á Íslandsmótum á vegum KKÍ rann út þann 31. maí síðastliðinn. Öll félög landsins gengu frá sínum greiðslum tímanlega, nema eitt. Það var vegna þess að félagið var í skuld við KKÍ, en ekki er leyfilegt að skrá lið til keppni ef slík skuld er til staðar. „Ég get staðfest það að það var eitt félag sem náði ekki að greiða sína skuld við sambandið á réttum tíma en samkvæmt reglugerð um körfuknattleiksmót þurfa félög að vera skuldlaus við KKÍ þegar kemur að skráningum í Íslandsmót og bikarkeppni,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í samtali við Vísi, og hann staðfesti enn fremur að KR er félagið sem var of seint að ganga frá skuldum sínum og skráningagjaldi. „Já, ég get staðfest að þetta félag sem um ræðir er KR.“ Dýrt spaug Líkt og Hannes kemur inn á gat KR ekki gengið frá þátttökumálum þar sem félagið var í skuld við KKÍ. Leikjaniðurröðun og frekara skipulag hefur því þurft að bíða þar sem KKÍ gaf félaginu frest. KR gekk loks frá greiðslumálum sínum til sambandsins í gær, níu dögum á eftir áætlun. Í 6. gr. reglugerðar KKÍ um körfuknattleiksmót segir: „Félag sem skuldar KKÍ þegar kemur að skráningum í Íslandsmót og bikarkeppni er óheimilt að skrá lið til keppni.“ Einnig segir í greininni: „Sæki félag um þátttöku eftir að skráningarfrestur rennur út skal það greiða tvöfalt þátttökugjald fái það þátttökurétt.“ Það að KR hafi ekki getað gengið frá skuldamálum sínum og þátttökugjöldum tímanlega kostar félagið því skildinginn. Skráningargjald fyrir Subway-deild karla, þar sem KR leikur, er 300 þúsund krónur og gjaldið fyrir 1. deild kvenna, þar sem kvennaliðið leikur, er 140 þúsund krónur. KR þurfti því, samkvæmt lagagreininni að ofan, að borga tvöfalt skráningargjald. Félagið varð því að punga út 440 þúsund krónum aukalega í skráningargjald, og borga alls 880 þúsund krónur, ofan á skuldina til KKÍ. Mörg félög tæp á greiðslu og illa stödd eftir Covid Hannes segir að þónokkur félög hafi verið tæp á að ná að greiða skráningargjöld áður en fresturinn rann út þann 31. maí, þar sem Covid-faraldurinn hafi leikið félög grátt síðustu ár. KR gekk þá loks frá sínum málum í gær og mun því geta tekið þátt í Subway-deild karla og 1. deild kvenna í vetur. „Það vita allir að það hefur verið erfitt rekstarumhverfi síðustu árin vegna Covid og því hefur KKÍ ekki verið í hörðum innheimtuaðgerðum á sín aðildarfélög og reynt að sýna eins mikinn skilning og hægt er miðað við það sem regluverkið segir okkur. Það voru nokkur félög sem greiddu á síðustu stundu en þetta félag náði því ekki. Það kláraði að gera upp í gær, miðvikudag, og hefur því verið skráð til keppni en þarf að greiða tvöfald þáttökugjald samkvæmt sömu reglugerð.“ segir Hannes. Subway-deild karla KR Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Sjá meira
Frestur til að greiða skráningargjöld vegna þátttöku á Íslandsmótum á vegum KKÍ rann út þann 31. maí síðastliðinn. Öll félög landsins gengu frá sínum greiðslum tímanlega, nema eitt. Það var vegna þess að félagið var í skuld við KKÍ, en ekki er leyfilegt að skrá lið til keppni ef slík skuld er til staðar. „Ég get staðfest það að það var eitt félag sem náði ekki að greiða sína skuld við sambandið á réttum tíma en samkvæmt reglugerð um körfuknattleiksmót þurfa félög að vera skuldlaus við KKÍ þegar kemur að skráningum í Íslandsmót og bikarkeppni,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í samtali við Vísi, og hann staðfesti enn fremur að KR er félagið sem var of seint að ganga frá skuldum sínum og skráningagjaldi. „Já, ég get staðfest að þetta félag sem um ræðir er KR.“ Dýrt spaug Líkt og Hannes kemur inn á gat KR ekki gengið frá þátttökumálum þar sem félagið var í skuld við KKÍ. Leikjaniðurröðun og frekara skipulag hefur því þurft að bíða þar sem KKÍ gaf félaginu frest. KR gekk loks frá greiðslumálum sínum til sambandsins í gær, níu dögum á eftir áætlun. Í 6. gr. reglugerðar KKÍ um körfuknattleiksmót segir: „Félag sem skuldar KKÍ þegar kemur að skráningum í Íslandsmót og bikarkeppni er óheimilt að skrá lið til keppni.“ Einnig segir í greininni: „Sæki félag um þátttöku eftir að skráningarfrestur rennur út skal það greiða tvöfalt þátttökugjald fái það þátttökurétt.“ Það að KR hafi ekki getað gengið frá skuldamálum sínum og þátttökugjöldum tímanlega kostar félagið því skildinginn. Skráningargjald fyrir Subway-deild karla, þar sem KR leikur, er 300 þúsund krónur og gjaldið fyrir 1. deild kvenna, þar sem kvennaliðið leikur, er 140 þúsund krónur. KR þurfti því, samkvæmt lagagreininni að ofan, að borga tvöfalt skráningargjald. Félagið varð því að punga út 440 þúsund krónum aukalega í skráningargjald, og borga alls 880 þúsund krónur, ofan á skuldina til KKÍ. Mörg félög tæp á greiðslu og illa stödd eftir Covid Hannes segir að þónokkur félög hafi verið tæp á að ná að greiða skráningargjöld áður en fresturinn rann út þann 31. maí, þar sem Covid-faraldurinn hafi leikið félög grátt síðustu ár. KR gekk þá loks frá sínum málum í gær og mun því geta tekið þátt í Subway-deild karla og 1. deild kvenna í vetur. „Það vita allir að það hefur verið erfitt rekstarumhverfi síðustu árin vegna Covid og því hefur KKÍ ekki verið í hörðum innheimtuaðgerðum á sín aðildarfélög og reynt að sýna eins mikinn skilning og hægt er miðað við það sem regluverkið segir okkur. Það voru nokkur félög sem greiddu á síðustu stundu en þetta félag náði því ekki. Það kláraði að gera upp í gær, miðvikudag, og hefur því verið skráð til keppni en þarf að greiða tvöfald þáttökugjald samkvæmt sömu reglugerð.“ segir Hannes.
Subway-deild karla KR Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti