Býst við fleiri tilfellum af apabólu á næstu dögum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. júní 2022 12:06 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á ekki von á apabólufaraldri en býst við fleiri tilfellum á næstunni. Vísir/Egill Aðalsteinsson Tveir íslenskirkarlmenn á miðjum aldri greindust með apabólu á fyrsta prófi hér á landi í gær. Smitin eru rakin til ferðalags annars þeirra til Evrópu. Hvorugur er alvarlega veikur. Sóttvarnalæknir býst við fleiri tilfellum á næstu dögum en telur ekki líkur á stórum faraldri. Rætt var við sóttvarnalækni í hádegisfréttum Bylgjunnar. Sýnin tvö verða send til útlanda eins fljótt og hægt er til að staðfesta greininguna. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir yfirgnæfandi líkur á að þetta sé rétt greining. Það kemur Þórólfi ekki á óvart apabólan hafi borist til Íslands. „Við erum búin að bíða eftir því og höfum talið mjög líklegt að hún myndi berast hingað ein sog hún hefur borist til annarra Evrópulanda. Þetta er bara það sem er að gerast núna.“ Hinir veiku eru nú í einangrun og stendur smitrakning yfir. Þórólfur segir að mennirnir séu blessunarlega ekki mikið veikir. „Sem betur fer. Þeir eru með þessi einkennandi einkenni; útbrot á húð og það er það sem við erum að vara við og vekja athygli á að ef fólk fær svona bólur og blöðrur á húð og sérstaklega á kynfærasvæðið þá á það að leita sér aðstoðar því það er í rauninni eina ráðið til að hefta útbreiðslu á þessu. Það er mikilvægt að fólk fái greiningu eins fljótt og hægt er.“ Það sé einn af tveimur lykilþáttum til að stemma stigu við útbreiðslu. Hinn er að forðast þekktar smitleiðir. „Að fólk fari þá sérstaklega varlega í nánum kynnum við ókunnuga og sérstaklega á ferðum sínum erlendis.“ En nú höfum við séð fréttir af sjúkdómnum hjá öðrum Evrópuþjóðum. Hvað gætum við átt von á hér á Íslandi. Hvaða lærdóm getum við dregið af nágrannaþjóðum okkar? „Það er erfitt að segja. Meðgöngutími á smiti er dáldið langur og það getur tekið einhvern tíma að fá greiningu. Þetta dregst svolítið. Þetta er ekki eins og COVID eða aðrar öndunarfærasýkingar þar sem meðgöngutíminn er stuttur og fólk greinist mjög hratt þannig að þetta getur dregist svolítið. Ég held að við getum alveg búist við því að sjá hér fleiri tilfelli á næstunni, það kæmi mér alls ekki á óvart. Það hefur verið nokkuð hröð útbreiðsla í Evrópu en við búumst alls ekki við stórum faraldri þannig, þetta er ekki þannig sýking eða þannig smit. Hún smitast ekki eins auðveldlega eins og COVID til dæmis en það eru þessar ákveðnu aðstæður sem stuðla að smiti og það er það sem við erum að hamra á og benda á.“ Apabóla Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fyrstu tilfelli apabólu líklega verið greind á Íslandi Tveir karlmenn á miðjum aldri greindust með apabólu á fyrsta prófi hér á landi í gær. 9. júní 2022 11:11 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður rætt við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni en í morgun bárust þær fregnir að fyrstu tilfelli apabólu hefðu að öllum líkindum greinst hér á landi. 9. júní 2022 11:37 Apabólutilfelli utan Afríku hafa þrefaldast á einni viku Alls hafa 780 greinst smitaðir af sjúkdómnum apabólu utan Afríku. Fjöldi þeirra hefur tæplega þrefaldast á aðeins einn viku en fyrir einni viku síðan höfðu 257 greinst smitaðir af sjúkdómnum. 5. júní 2022 18:02 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira
Sýnin tvö verða send til útlanda eins fljótt og hægt er til að staðfesta greininguna. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir yfirgnæfandi líkur á að þetta sé rétt greining. Það kemur Þórólfi ekki á óvart apabólan hafi borist til Íslands. „Við erum búin að bíða eftir því og höfum talið mjög líklegt að hún myndi berast hingað ein sog hún hefur borist til annarra Evrópulanda. Þetta er bara það sem er að gerast núna.“ Hinir veiku eru nú í einangrun og stendur smitrakning yfir. Þórólfur segir að mennirnir séu blessunarlega ekki mikið veikir. „Sem betur fer. Þeir eru með þessi einkennandi einkenni; útbrot á húð og það er það sem við erum að vara við og vekja athygli á að ef fólk fær svona bólur og blöðrur á húð og sérstaklega á kynfærasvæðið þá á það að leita sér aðstoðar því það er í rauninni eina ráðið til að hefta útbreiðslu á þessu. Það er mikilvægt að fólk fái greiningu eins fljótt og hægt er.“ Það sé einn af tveimur lykilþáttum til að stemma stigu við útbreiðslu. Hinn er að forðast þekktar smitleiðir. „Að fólk fari þá sérstaklega varlega í nánum kynnum við ókunnuga og sérstaklega á ferðum sínum erlendis.“ En nú höfum við séð fréttir af sjúkdómnum hjá öðrum Evrópuþjóðum. Hvað gætum við átt von á hér á Íslandi. Hvaða lærdóm getum við dregið af nágrannaþjóðum okkar? „Það er erfitt að segja. Meðgöngutími á smiti er dáldið langur og það getur tekið einhvern tíma að fá greiningu. Þetta dregst svolítið. Þetta er ekki eins og COVID eða aðrar öndunarfærasýkingar þar sem meðgöngutíminn er stuttur og fólk greinist mjög hratt þannig að þetta getur dregist svolítið. Ég held að við getum alveg búist við því að sjá hér fleiri tilfelli á næstunni, það kæmi mér alls ekki á óvart. Það hefur verið nokkuð hröð útbreiðsla í Evrópu en við búumst alls ekki við stórum faraldri þannig, þetta er ekki þannig sýking eða þannig smit. Hún smitast ekki eins auðveldlega eins og COVID til dæmis en það eru þessar ákveðnu aðstæður sem stuðla að smiti og það er það sem við erum að hamra á og benda á.“
Apabóla Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fyrstu tilfelli apabólu líklega verið greind á Íslandi Tveir karlmenn á miðjum aldri greindust með apabólu á fyrsta prófi hér á landi í gær. 9. júní 2022 11:11 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður rætt við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni en í morgun bárust þær fregnir að fyrstu tilfelli apabólu hefðu að öllum líkindum greinst hér á landi. 9. júní 2022 11:37 Apabólutilfelli utan Afríku hafa þrefaldast á einni viku Alls hafa 780 greinst smitaðir af sjúkdómnum apabólu utan Afríku. Fjöldi þeirra hefur tæplega þrefaldast á aðeins einn viku en fyrir einni viku síðan höfðu 257 greinst smitaðir af sjúkdómnum. 5. júní 2022 18:02 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira
Fyrstu tilfelli apabólu líklega verið greind á Íslandi Tveir karlmenn á miðjum aldri greindust með apabólu á fyrsta prófi hér á landi í gær. 9. júní 2022 11:11
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður rætt við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni en í morgun bárust þær fregnir að fyrstu tilfelli apabólu hefðu að öllum líkindum greinst hér á landi. 9. júní 2022 11:37
Apabólutilfelli utan Afríku hafa þrefaldast á einni viku Alls hafa 780 greinst smitaðir af sjúkdómnum apabólu utan Afríku. Fjöldi þeirra hefur tæplega þrefaldast á aðeins einn viku en fyrir einni viku síðan höfðu 257 greinst smitaðir af sjúkdómnum. 5. júní 2022 18:02