Stuðningsfulltrúi tognaði á öxl og fær átta milljónir í bætur Ólafur Björn Sverrisson skrifar 9. júní 2022 16:01 Slysið átti sér stað fyrir utan búsetuþjónustu Borgarbyggðar. Vísir/Vilhelm Borgarbyggð hefur verið gert að greiða stuðningsfulltrúa sveitarfélagsins tæpar átta milljónir króna í skaðabætur vegna slyss sem varð við umönnun hans á þroskaskertum einstaklingi. Stuðningsfulltrúinn höfðaði málið eftir að hafa orðið fyrir líkamstjóni í október 2017, í bíltúr með þroskaskertum skjólstæðingi sínum. Í dómi héraðsdóms Vesturlands segir að stuðningsfulltrúinn hafi verið að rétta honum sokka aftur fyrir sig þegar skjólstæðingurinn togaði harkalega í hægri handlegg stuðningsfulltrúans. Þetta hafi leitt til líkamstjóns á hægri öxl stuðningsfulltrúans en örorka hans var í kjölfarið metin 13 prósent. Atvikið átti sér stað fyrir utan búsetuþjónustu Borgarbyggðar en úr hendi sveitarfélagsins var krafist tæplega átta milljóna króna vegna slyssins. Deilt um ábyrgð Stuðningsfulltrúinn vísaði, sinni kröfu til stuðnings, til ákvæðis í kjarasamningi sínum sem kveður á um að starfsmanni sé rétt að beina skaðabótakröfu til Borgarbyggðar, verði hann fyrir líkamstjóni við að sinna einstaklingi sem getur að litlu eða engu leyti borið ábyrgð á gerðum sínum. Borgarbyggð hélt því hins vegar fram að skjólstæðingurinn hafi ekki valdið tjóninu af ásetningi eða gáleysi og væri því ekki grundvöllur fyrir bótaábyrgð sveitarfélagsins. Enginn annar hafi verið vitni að slysinu og því ekki vitað hvort hinn þroskaskerti einstaklingur hafi að eigin frumkvæði kippt skyndilega og harkalega í stefnanda. Fram kemur í dómnum að umræddur skjólstæðingur sé mjög fatlaður og geti ekki lesið, skrifað eða talað og kunni einungis örfá tákn með tali. Var því enginn ágreiningur um hvort hann verði sjálfur gerður ábyrgur fyrir verkinu. Vísað var til mannhelgisbálks Jónsbókar frá 1281 um hlutlæga ábyrgð á verkum þeirra sem ekki hafa stjórn á gerðum sínum. Varnir Borgarbyggðar byggðu jafnframt á því að stuðningsfulltrúinn hafi ekki orðið fyrir varanlegu tjón en til vara að tjónið hafi verið minni háttar og beri atvinnuþátttaka stuðningsfulltrúans í kjölfarið glöggt vitni um hverfandi áhrif slyssins. Héraðsdómur Vesturlands hafnaði hins vegar þessum röksemdum Borgarbyggðar og taldi frásögn stuðningsfulltrúans trúverðuga. Þá var ekki fallist á lækkun bóta vegna eigin sakar eða atvinnuþátttöku eftir slysið og var Borgarbyggð því gert að greiða stuðningsfulltrúanum tæpar átta milljónir króna í skaðabætur vegna varanlegrar örorku hans. Borgarbyggð Dómsmál Vinnuslys Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Fleiri fréttir Heilbrigðiseftirlitið hefur áhyggjur af auknum hávaða og mengun Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Sjá meira
Stuðningsfulltrúinn höfðaði málið eftir að hafa orðið fyrir líkamstjóni í október 2017, í bíltúr með þroskaskertum skjólstæðingi sínum. Í dómi héraðsdóms Vesturlands segir að stuðningsfulltrúinn hafi verið að rétta honum sokka aftur fyrir sig þegar skjólstæðingurinn togaði harkalega í hægri handlegg stuðningsfulltrúans. Þetta hafi leitt til líkamstjóns á hægri öxl stuðningsfulltrúans en örorka hans var í kjölfarið metin 13 prósent. Atvikið átti sér stað fyrir utan búsetuþjónustu Borgarbyggðar en úr hendi sveitarfélagsins var krafist tæplega átta milljóna króna vegna slyssins. Deilt um ábyrgð Stuðningsfulltrúinn vísaði, sinni kröfu til stuðnings, til ákvæðis í kjarasamningi sínum sem kveður á um að starfsmanni sé rétt að beina skaðabótakröfu til Borgarbyggðar, verði hann fyrir líkamstjóni við að sinna einstaklingi sem getur að litlu eða engu leyti borið ábyrgð á gerðum sínum. Borgarbyggð hélt því hins vegar fram að skjólstæðingurinn hafi ekki valdið tjóninu af ásetningi eða gáleysi og væri því ekki grundvöllur fyrir bótaábyrgð sveitarfélagsins. Enginn annar hafi verið vitni að slysinu og því ekki vitað hvort hinn þroskaskerti einstaklingur hafi að eigin frumkvæði kippt skyndilega og harkalega í stefnanda. Fram kemur í dómnum að umræddur skjólstæðingur sé mjög fatlaður og geti ekki lesið, skrifað eða talað og kunni einungis örfá tákn með tali. Var því enginn ágreiningur um hvort hann verði sjálfur gerður ábyrgur fyrir verkinu. Vísað var til mannhelgisbálks Jónsbókar frá 1281 um hlutlæga ábyrgð á verkum þeirra sem ekki hafa stjórn á gerðum sínum. Varnir Borgarbyggðar byggðu jafnframt á því að stuðningsfulltrúinn hafi ekki orðið fyrir varanlegu tjón en til vara að tjónið hafi verið minni háttar og beri atvinnuþátttaka stuðningsfulltrúans í kjölfarið glöggt vitni um hverfandi áhrif slyssins. Héraðsdómur Vesturlands hafnaði hins vegar þessum röksemdum Borgarbyggðar og taldi frásögn stuðningsfulltrúans trúverðuga. Þá var ekki fallist á lækkun bóta vegna eigin sakar eða atvinnuþátttöku eftir slysið og var Borgarbyggð því gert að greiða stuðningsfulltrúanum tæpar átta milljónir króna í skaðabætur vegna varanlegrar örorku hans.
Borgarbyggð Dómsmál Vinnuslys Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Fleiri fréttir Heilbrigðiseftirlitið hefur áhyggjur af auknum hávaða og mengun Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Sjá meira