Dásamlegt að búa á Ströndum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. júní 2022 08:03 Salbjörg Engilbertsdóttir, skrifstofustjóri Strandabyggðar, sem er allt í öllu og reddar öllum málum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúar í Strandabyggð eru sammála um að það sé dásamlegt að búa á Ströndum því þar sé mannlíf mjög gott, félagslíf frábært og náttúrufegurð sé mikil. Magnús Hlynur Hreiðarsson heimsótti Strandirnar á hringferð sinn um landið. Hólmavík stendur við Steingrímsfjörð og er stærsti þéttbýlisstaðurinn á Ströndum. Þéttbýli tók að myndast á Hólmavík seint á 19. öld. Verslun hefur verið stunduð þar frá árinu 1895 en elsta byggingin sem þar stendur er verslunarhús sem kaupmaðurinn Richard Peter Riis reisti árið 1897 en þar er nú rekið hið rómaða veitingahús Café Riis. Konan, sem veit allt um Hólmavík og Strandirnar er skrifstofustjóri Strandabyggðar, hún gengur í öll verk, veit allt og er alltaf kát og hress. Hún heitir Salbjörg Engilbertsdóttir. „Það er stutt í allar áttir, það er álíka langt til Ísafjarðar og Reykjavíkur og norður í Árneshrepp og Akureyri, þannig að við erum bara vel sett. Við erum um 430 í sveitarfélaginu öllu, þar af um 250 á Hólmavík,“ segir Salbjörg. Þekktasta safnið á Hólmavík er Galdrasetrið, magnað safn, sem er mjög skemmtilegt að skoða. „Eldra fólk hérna á Hólmavík var ekkert hrifið af þessari hugmynd að fara að opna galdrasýningu en svo þegar það sá sýninguna og hvernig hún var gerð var það mjög ánægt með þetta, þetta væri nú vel gert,“ segir Anna Björk Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri Strandagaldurs á Hólmavík og bætir við. „Fólk hérna, heimafólk kemur með gesti, þetta er staðurinn til að segja fólki að heimsækja, fólk kemur með gestina hingað, sem er frábært.“ Anna Björk Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri Strandagaldurs á Hólmavík.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skrifstofustjórinn segir Strandabyggð eigi mikla og bjarta framtíð fyrir sér. „Já, hér er stutt í náttúruna, stutt að fara í alla hreyfingu og hér eru frábærir veitingastaðir, hér er frábært tjaldsvæði og íþróttamiðstöð og góður skóli. Við höfum ekki yfir neinu að kvarta,“ segir Salbjörg. Já, talandi um skólann, þar eru 43 nemendur og á vorhátíðinni nýlega var m.a. keppt um sterkasta nemanda skólans þegar keppt var í því að draga bíl. „Við erum grænfána skóli og erum að stefna á heilsueflandi skóla. Síðan erum við í heilmiklu samstarfi við skóla út um allt land. Hér eru afskaplega duglegir og skemmtilegir nemendur,“ segir Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir, skólastjóri á Hólmavík. Krakkarnir, sem eru í kór grunnskólans á Hólmavík.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrafnhildur Skúladóttir er íþrótta- og tómstundafulltrúi á Hólmavík og hún sér líka um tjaldsvæðið og sundlaugina og íþróttahúsið. Hún segir tjaldsvæðið mjög vinsælt hjá ferðamönnum. „Já, það er svona miðja vegu vestur, gott að keyra hingað og halda svo áfram. Það besta við tjaldsvæðið er friðurinn, fuglasöngurinn og rigningin þegar það rignir. Tjaldsvæðið er náttúrulega við hliðina á sundlauginni, þar er góð þjónusta. Þar er líka flottur sundlaugagarður, þar er logn, þannig að fjölskyldur koma gjarnan og eru bara í nokkra daga,“ segir Hrafnhildur. Hrafnhildur Skúladóttir íþrótta- og tómstundafulltrúi á Hólmavík.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað segja íbúarnir, hvernig fólk eru Strandamenn? „Það sem mér finnst gott við að búa á Ströndum er að ef manni dettur í hug og langa að gera eitthvað þá gerir maður það bara. Maður heldur viðburði. Strandamenn eru jákvæðir og skemmtilegir, pínulítið skrýtnir en já, mjög skemmtilegt fólk sem býr hérna,“ segir Esther Sigfúsdóttir. „Ég held að Strandamenn hafi mjög sterka ímynd í huga fólks, sem einhverskonar náttúrubörn og kannski dálitlir skrítlingar en auðvitað eru þeir svo bara eins og venjulegt fólk þegar öllu er á botninn hvolft og allskonar fólk er auðvitað í þessum hópi,“ segir Jón Jónsson. Jón Jónsson, Strandamaður með meiru.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er dásamlegt að búa hérna. Félagslíf er geggjað, við höfum nóg að gera, það er kannski eitthvað, sem fólk áttar sig ekki á í svona litlu samfélagi, það er rosalega mikið um að vera. Ég finn mig gríðarlega vel, ég er kórum, leikfélagi og ég veit ekki hvað og hvað, þetta er bara lífið,“ segir Eiríkur Valdimarsson. Eiríkur Valdimarsson, sem segir dásamlegt að búa á Ströndum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Unglingarnir í félagsmiðstöðinni Óson eru mjög sáttir við að búa á Hólmavík, þar líður þeim öllum vel og eru miklir vinir. Nú eru þau mörg hver á leiðinni í framhaldsskóla víða um land en snúa vonandi til baka að námi loknu. Heimasíða Strandabyggðar Strandabyggð Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Hólmavík stendur við Steingrímsfjörð og er stærsti þéttbýlisstaðurinn á Ströndum. Þéttbýli tók að myndast á Hólmavík seint á 19. öld. Verslun hefur verið stunduð þar frá árinu 1895 en elsta byggingin sem þar stendur er verslunarhús sem kaupmaðurinn Richard Peter Riis reisti árið 1897 en þar er nú rekið hið rómaða veitingahús Café Riis. Konan, sem veit allt um Hólmavík og Strandirnar er skrifstofustjóri Strandabyggðar, hún gengur í öll verk, veit allt og er alltaf kát og hress. Hún heitir Salbjörg Engilbertsdóttir. „Það er stutt í allar áttir, það er álíka langt til Ísafjarðar og Reykjavíkur og norður í Árneshrepp og Akureyri, þannig að við erum bara vel sett. Við erum um 430 í sveitarfélaginu öllu, þar af um 250 á Hólmavík,“ segir Salbjörg. Þekktasta safnið á Hólmavík er Galdrasetrið, magnað safn, sem er mjög skemmtilegt að skoða. „Eldra fólk hérna á Hólmavík var ekkert hrifið af þessari hugmynd að fara að opna galdrasýningu en svo þegar það sá sýninguna og hvernig hún var gerð var það mjög ánægt með þetta, þetta væri nú vel gert,“ segir Anna Björk Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri Strandagaldurs á Hólmavík og bætir við. „Fólk hérna, heimafólk kemur með gesti, þetta er staðurinn til að segja fólki að heimsækja, fólk kemur með gestina hingað, sem er frábært.“ Anna Björk Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri Strandagaldurs á Hólmavík.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skrifstofustjórinn segir Strandabyggð eigi mikla og bjarta framtíð fyrir sér. „Já, hér er stutt í náttúruna, stutt að fara í alla hreyfingu og hér eru frábærir veitingastaðir, hér er frábært tjaldsvæði og íþróttamiðstöð og góður skóli. Við höfum ekki yfir neinu að kvarta,“ segir Salbjörg. Já, talandi um skólann, þar eru 43 nemendur og á vorhátíðinni nýlega var m.a. keppt um sterkasta nemanda skólans þegar keppt var í því að draga bíl. „Við erum grænfána skóli og erum að stefna á heilsueflandi skóla. Síðan erum við í heilmiklu samstarfi við skóla út um allt land. Hér eru afskaplega duglegir og skemmtilegir nemendur,“ segir Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir, skólastjóri á Hólmavík. Krakkarnir, sem eru í kór grunnskólans á Hólmavík.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrafnhildur Skúladóttir er íþrótta- og tómstundafulltrúi á Hólmavík og hún sér líka um tjaldsvæðið og sundlaugina og íþróttahúsið. Hún segir tjaldsvæðið mjög vinsælt hjá ferðamönnum. „Já, það er svona miðja vegu vestur, gott að keyra hingað og halda svo áfram. Það besta við tjaldsvæðið er friðurinn, fuglasöngurinn og rigningin þegar það rignir. Tjaldsvæðið er náttúrulega við hliðina á sundlauginni, þar er góð þjónusta. Þar er líka flottur sundlaugagarður, þar er logn, þannig að fjölskyldur koma gjarnan og eru bara í nokkra daga,“ segir Hrafnhildur. Hrafnhildur Skúladóttir íþrótta- og tómstundafulltrúi á Hólmavík.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað segja íbúarnir, hvernig fólk eru Strandamenn? „Það sem mér finnst gott við að búa á Ströndum er að ef manni dettur í hug og langa að gera eitthvað þá gerir maður það bara. Maður heldur viðburði. Strandamenn eru jákvæðir og skemmtilegir, pínulítið skrýtnir en já, mjög skemmtilegt fólk sem býr hérna,“ segir Esther Sigfúsdóttir. „Ég held að Strandamenn hafi mjög sterka ímynd í huga fólks, sem einhverskonar náttúrubörn og kannski dálitlir skrítlingar en auðvitað eru þeir svo bara eins og venjulegt fólk þegar öllu er á botninn hvolft og allskonar fólk er auðvitað í þessum hópi,“ segir Jón Jónsson. Jón Jónsson, Strandamaður með meiru.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er dásamlegt að búa hérna. Félagslíf er geggjað, við höfum nóg að gera, það er kannski eitthvað, sem fólk áttar sig ekki á í svona litlu samfélagi, það er rosalega mikið um að vera. Ég finn mig gríðarlega vel, ég er kórum, leikfélagi og ég veit ekki hvað og hvað, þetta er bara lífið,“ segir Eiríkur Valdimarsson. Eiríkur Valdimarsson, sem segir dásamlegt að búa á Ströndum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Unglingarnir í félagsmiðstöðinni Óson eru mjög sáttir við að búa á Hólmavík, þar líður þeim öllum vel og eru miklir vinir. Nú eru þau mörg hver á leiðinni í framhaldsskóla víða um land en snúa vonandi til baka að námi loknu. Heimasíða Strandabyggðar
Strandabyggð Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira