Lækkun afsláttar í fríhöfn liður í aðgerðum gegn þenslu Árni Sæberg skrifar 9. júní 2022 21:09 Brennivínssopinn verður dýrari í fríhöfn samþykki Alþingi tillögur fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Vilhelm Fjármála- og efnahagsráðherra lagði tillögur að breytingum á fjármálaáætlun fyrir fjárlaganefnd í dag, sem ætlað er að vinna gegn þenslu og verðbólgu í hagkerfinu. Meðal tillagðra breytinga á tekjuhlið ríkissjóðs er lækkun á afslætti á áfengisgjaldi og tóbaksgjaldi í fríhöfninni. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær að Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti breytingar á fjármálaætlun fyrir fjármálanefnd, en ætlunin er að beita ríkisfjármálum til þess að vinna gegn þenslu og verðbólgu í stað þess að vextir verði hækkaðir. Umfang þeirra aðgerða sem lagðar eru til nemur um 0,7% af vergri landsframleiðslu – eða 26 milljörðum króna. Slíkt umfang ráðstafana er áætlað að skili ríkissjóði vel á veg með enn frekari lækkun halla, auk þess að vega á móti þörf fyrir stýrivaxtahækkanir. Tillögurnar verða nánar útfærðar í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2023, að því er segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Lækkun afsláttar, gjöld af vistvænum bílum og tekjuöflun af ferðamönnum Meðal helstu breyting á tekjuhlið ríkissjóðs er að innleiðingu gjaldtöku til að vega á móti yfirstandandi tekjutapi vegna umferðar og eldsneytis, sem leiðir meðal annars af mikilli fjölgun vistvænna bifreiða, verði flýtt. Í tilkynningu Stjórnarráðsins segir að tekjur ríkissjóðs af skattlagningu ökutækja og eldsneytis hafi dregist verulega saman og muni að öllu óbreyttu halda áfram að lækka. Samhliða miklum árangri í orkuskiptum sé því unnið að innleiðingu á einfaldara og skilvirkara tekjuöflunarkerfi, sem samræmist þörf á áframhaldandi útgjöldum við nýframkvæmdir, viðhald og rekstur vegakerfisins. Þá er gert ráð fyrir því að krónutölugjöld muni uppfærast með nýrri áætlun um verðlagsþróun, en hækki ekki umfram hana. Að lokum segir að innleiddar verði nokkrar sértækar gjaldabreytingar. Þar má helst nefna breytingu á gjaldtöku í fríhöfn með nokkru minni afslætti á áfengisgjaldi og tóbaksgjaldi en nú er, fyrirkomulag og umfang verðmætagjalds vegna sjókvíeldis verði endurskoðað og varaflugvallagjald verði lagt á. Lækka ferðakostnað og framlög til stjórnmálasamtaka Af þeim hluta tillagnanna sem snýr að útgjaldahlið ríkissjóðs má helst nefna að lækkun ferðakostnaðar hjá ríkinu verði gerð varanleg, útgjaldasvigrúmi í fyrirliggjanda fjármálaáætlun verði frestað og ætlað almennt útgjaldasvigrúm málefnasviða verði nær helmingað og lækkun á framlögum til stjórnmálasamtaka. Tilkynningu Stjórnarráðsins má lesa í heils sinni hér. Alþingi Efnahagsmál Áfengi og tóbak Skattar og tollar Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær að Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti breytingar á fjármálaætlun fyrir fjármálanefnd, en ætlunin er að beita ríkisfjármálum til þess að vinna gegn þenslu og verðbólgu í stað þess að vextir verði hækkaðir. Umfang þeirra aðgerða sem lagðar eru til nemur um 0,7% af vergri landsframleiðslu – eða 26 milljörðum króna. Slíkt umfang ráðstafana er áætlað að skili ríkissjóði vel á veg með enn frekari lækkun halla, auk þess að vega á móti þörf fyrir stýrivaxtahækkanir. Tillögurnar verða nánar útfærðar í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2023, að því er segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Lækkun afsláttar, gjöld af vistvænum bílum og tekjuöflun af ferðamönnum Meðal helstu breyting á tekjuhlið ríkissjóðs er að innleiðingu gjaldtöku til að vega á móti yfirstandandi tekjutapi vegna umferðar og eldsneytis, sem leiðir meðal annars af mikilli fjölgun vistvænna bifreiða, verði flýtt. Í tilkynningu Stjórnarráðsins segir að tekjur ríkissjóðs af skattlagningu ökutækja og eldsneytis hafi dregist verulega saman og muni að öllu óbreyttu halda áfram að lækka. Samhliða miklum árangri í orkuskiptum sé því unnið að innleiðingu á einfaldara og skilvirkara tekjuöflunarkerfi, sem samræmist þörf á áframhaldandi útgjöldum við nýframkvæmdir, viðhald og rekstur vegakerfisins. Þá er gert ráð fyrir því að krónutölugjöld muni uppfærast með nýrri áætlun um verðlagsþróun, en hækki ekki umfram hana. Að lokum segir að innleiddar verði nokkrar sértækar gjaldabreytingar. Þar má helst nefna breytingu á gjaldtöku í fríhöfn með nokkru minni afslætti á áfengisgjaldi og tóbaksgjaldi en nú er, fyrirkomulag og umfang verðmætagjalds vegna sjókvíeldis verði endurskoðað og varaflugvallagjald verði lagt á. Lækka ferðakostnað og framlög til stjórnmálasamtaka Af þeim hluta tillagnanna sem snýr að útgjaldahlið ríkissjóðs má helst nefna að lækkun ferðakostnaðar hjá ríkinu verði gerð varanleg, útgjaldasvigrúmi í fyrirliggjanda fjármálaáætlun verði frestað og ætlað almennt útgjaldasvigrúm málefnasviða verði nær helmingað og lækkun á framlögum til stjórnmálasamtaka. Tilkynningu Stjórnarráðsins má lesa í heils sinni hér.
Alþingi Efnahagsmál Áfengi og tóbak Skattar og tollar Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira