Lækkun afsláttar í fríhöfn liður í aðgerðum gegn þenslu Árni Sæberg skrifar 9. júní 2022 21:09 Brennivínssopinn verður dýrari í fríhöfn samþykki Alþingi tillögur fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Vilhelm Fjármála- og efnahagsráðherra lagði tillögur að breytingum á fjármálaáætlun fyrir fjárlaganefnd í dag, sem ætlað er að vinna gegn þenslu og verðbólgu í hagkerfinu. Meðal tillagðra breytinga á tekjuhlið ríkissjóðs er lækkun á afslætti á áfengisgjaldi og tóbaksgjaldi í fríhöfninni. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær að Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti breytingar á fjármálaætlun fyrir fjármálanefnd, en ætlunin er að beita ríkisfjármálum til þess að vinna gegn þenslu og verðbólgu í stað þess að vextir verði hækkaðir. Umfang þeirra aðgerða sem lagðar eru til nemur um 0,7% af vergri landsframleiðslu – eða 26 milljörðum króna. Slíkt umfang ráðstafana er áætlað að skili ríkissjóði vel á veg með enn frekari lækkun halla, auk þess að vega á móti þörf fyrir stýrivaxtahækkanir. Tillögurnar verða nánar útfærðar í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2023, að því er segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Lækkun afsláttar, gjöld af vistvænum bílum og tekjuöflun af ferðamönnum Meðal helstu breyting á tekjuhlið ríkissjóðs er að innleiðingu gjaldtöku til að vega á móti yfirstandandi tekjutapi vegna umferðar og eldsneytis, sem leiðir meðal annars af mikilli fjölgun vistvænna bifreiða, verði flýtt. Í tilkynningu Stjórnarráðsins segir að tekjur ríkissjóðs af skattlagningu ökutækja og eldsneytis hafi dregist verulega saman og muni að öllu óbreyttu halda áfram að lækka. Samhliða miklum árangri í orkuskiptum sé því unnið að innleiðingu á einfaldara og skilvirkara tekjuöflunarkerfi, sem samræmist þörf á áframhaldandi útgjöldum við nýframkvæmdir, viðhald og rekstur vegakerfisins. Þá er gert ráð fyrir því að krónutölugjöld muni uppfærast með nýrri áætlun um verðlagsþróun, en hækki ekki umfram hana. Að lokum segir að innleiddar verði nokkrar sértækar gjaldabreytingar. Þar má helst nefna breytingu á gjaldtöku í fríhöfn með nokkru minni afslætti á áfengisgjaldi og tóbaksgjaldi en nú er, fyrirkomulag og umfang verðmætagjalds vegna sjókvíeldis verði endurskoðað og varaflugvallagjald verði lagt á. Lækka ferðakostnað og framlög til stjórnmálasamtaka Af þeim hluta tillagnanna sem snýr að útgjaldahlið ríkissjóðs má helst nefna að lækkun ferðakostnaðar hjá ríkinu verði gerð varanleg, útgjaldasvigrúmi í fyrirliggjanda fjármálaáætlun verði frestað og ætlað almennt útgjaldasvigrúm málefnasviða verði nær helmingað og lækkun á framlögum til stjórnmálasamtaka. Tilkynningu Stjórnarráðsins má lesa í heils sinni hér. Alþingi Efnahagsmál Áfengi og tóbak Skattar og tollar Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær að Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti breytingar á fjármálaætlun fyrir fjármálanefnd, en ætlunin er að beita ríkisfjármálum til þess að vinna gegn þenslu og verðbólgu í stað þess að vextir verði hækkaðir. Umfang þeirra aðgerða sem lagðar eru til nemur um 0,7% af vergri landsframleiðslu – eða 26 milljörðum króna. Slíkt umfang ráðstafana er áætlað að skili ríkissjóði vel á veg með enn frekari lækkun halla, auk þess að vega á móti þörf fyrir stýrivaxtahækkanir. Tillögurnar verða nánar útfærðar í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2023, að því er segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Lækkun afsláttar, gjöld af vistvænum bílum og tekjuöflun af ferðamönnum Meðal helstu breyting á tekjuhlið ríkissjóðs er að innleiðingu gjaldtöku til að vega á móti yfirstandandi tekjutapi vegna umferðar og eldsneytis, sem leiðir meðal annars af mikilli fjölgun vistvænna bifreiða, verði flýtt. Í tilkynningu Stjórnarráðsins segir að tekjur ríkissjóðs af skattlagningu ökutækja og eldsneytis hafi dregist verulega saman og muni að öllu óbreyttu halda áfram að lækka. Samhliða miklum árangri í orkuskiptum sé því unnið að innleiðingu á einfaldara og skilvirkara tekjuöflunarkerfi, sem samræmist þörf á áframhaldandi útgjöldum við nýframkvæmdir, viðhald og rekstur vegakerfisins. Þá er gert ráð fyrir því að krónutölugjöld muni uppfærast með nýrri áætlun um verðlagsþróun, en hækki ekki umfram hana. Að lokum segir að innleiddar verði nokkrar sértækar gjaldabreytingar. Þar má helst nefna breytingu á gjaldtöku í fríhöfn með nokkru minni afslætti á áfengisgjaldi og tóbaksgjaldi en nú er, fyrirkomulag og umfang verðmætagjalds vegna sjókvíeldis verði endurskoðað og varaflugvallagjald verði lagt á. Lækka ferðakostnað og framlög til stjórnmálasamtaka Af þeim hluta tillagnanna sem snýr að útgjaldahlið ríkissjóðs má helst nefna að lækkun ferðakostnaðar hjá ríkinu verði gerð varanleg, útgjaldasvigrúmi í fyrirliggjanda fjármálaáætlun verði frestað og ætlað almennt útgjaldasvigrúm málefnasviða verði nær helmingað og lækkun á framlögum til stjórnmálasamtaka. Tilkynningu Stjórnarráðsins má lesa í heils sinni hér.
Alþingi Efnahagsmál Áfengi og tóbak Skattar og tollar Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent