Hækka stýrivexti í fyrsta sinn í ellefu ár Eiður Þór Árnason skrifar 9. júní 2022 21:17 Christine Lagarde, seðlabankastjóri Evrópu, segir verðbólguna vega sífellt þyngra. Ap/Peter Dejong Evrópski seðlabankinn hyggst færa stýrivexti sína upp um 0,25 prósentustig í júlí sem verður fyrsta hækkunin í ellefu ár. Þá boðar seðlabankinn aðra hækkun í september sem gæti reynst umfangsmeiri ef ekki tekst að koma böndum á verðbólguna. Bankinn fylgir þar með í fótspor fleiri seðlabanka víða um heim sem keppast nú við að hætta að ýta undir viðsnúning hagkerfa eftir heimsfaraldur kórónuveiru og beita þess í stað tækjum sínum til að halda aftur af vaxandi verðbólgu. Tilkynning evrópska seðlabankans er til marks um stefnubreytingu eftir tímabil þar sem stýrivöxtum hefur verið haldið í lágmarki. AP-fréttaveitan greinir frá þessu en 25 manna peningastefnunefnd seðlabankans segir að versnandi verðbólga hafi reynst evrópskum hagkerfum mikil áskorun. Verðbólga mælist nú 8,1% í evruríkjunum nítján, langt fyrir ofan 2% markmið evrópska seðlabankans. Hækkanir haft mikið að segja Stríð Rússa í Úkraínu hefur haft umtalsverð áhrif á hagkerfi heimsins, og leitt til mikillar verðhækkunar á jarðefnaeldsneyti. Sú hækkun og aðgerðir sem miða að því að draga úr kaupum á olíu og gasi frá Rússlandi hefur haft mikið að segja fyrir Evrópuríki sem reiða sig mörg hver á jarðefnaeldsneyti frá ríkinu. Christine Lagarde, seðlabankastjóri Evrópu, sagði á blaðamannafundi í Amsterdam í dag að árásir Rússa í Úkraínu haldi áfram að setja mark sitt á hagkerfi Evrópu og víðar. Stríðið hafi raskað vöruviðskiptum, leitt til skorts á hinum ýmsu hráefnum og ýtt undir miklar verðhækkanir á orku og nytjavarningi. Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Verðlag Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Bankinn fylgir þar með í fótspor fleiri seðlabanka víða um heim sem keppast nú við að hætta að ýta undir viðsnúning hagkerfa eftir heimsfaraldur kórónuveiru og beita þess í stað tækjum sínum til að halda aftur af vaxandi verðbólgu. Tilkynning evrópska seðlabankans er til marks um stefnubreytingu eftir tímabil þar sem stýrivöxtum hefur verið haldið í lágmarki. AP-fréttaveitan greinir frá þessu en 25 manna peningastefnunefnd seðlabankans segir að versnandi verðbólga hafi reynst evrópskum hagkerfum mikil áskorun. Verðbólga mælist nú 8,1% í evruríkjunum nítján, langt fyrir ofan 2% markmið evrópska seðlabankans. Hækkanir haft mikið að segja Stríð Rússa í Úkraínu hefur haft umtalsverð áhrif á hagkerfi heimsins, og leitt til mikillar verðhækkunar á jarðefnaeldsneyti. Sú hækkun og aðgerðir sem miða að því að draga úr kaupum á olíu og gasi frá Rússlandi hefur haft mikið að segja fyrir Evrópuríki sem reiða sig mörg hver á jarðefnaeldsneyti frá ríkinu. Christine Lagarde, seðlabankastjóri Evrópu, sagði á blaðamannafundi í Amsterdam í dag að árásir Rússa í Úkraínu haldi áfram að setja mark sitt á hagkerfi Evrópu og víðar. Stríðið hafi raskað vöruviðskiptum, leitt til skorts á hinum ýmsu hráefnum og ýtt undir miklar verðhækkanir á orku og nytjavarningi.
Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Verðlag Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira