Barátta tveggja fylkinga fram undan - Poulter ætlar að áfrýja Hjörvar Ólafsson skrifar 9. júní 2022 22:59 Ian Poulter viðraði skoðun að golfhringnum loknum í kvöld. Vísir/Getty Útlit er fyrir baráttu tveggja fylkinga sem myndast hafa í golfheiminum. Annars vegar þeirra sem standa að PGA-mótaröðinni og spila þar og hins vegar forráðamanna LIV Golf og þeirra sem taka þátt í boðsmótum á vegum þeirra. Enski kylfingurinn Ian Poulter hyggst áfrýja úrskurði forráðamanna PGA-mótaraðarinnnar um að vísa honum og 16 öðrum kylfingum úr keppni á mótaröðinni. Eins og greint var frá á Vísi fyrr í kvöld var kylfingum vísað úr PGA-mótaröðinni vegna þátttöku þeirra á boðsmóti á vegum LIV Golf en mótið hófst í nágrenni Lundúna í kvöld. Boðsmót LIV Golf, sem eru fjármögnuð af sádí-arabískum fjárfestingarhópi hafa klofið golfheiminn i tvennt og þeir kylfingar sem þáðu boð Sádana hafa verið spurðir siðferðislegra spurninga í aðdraganda mótsns í vikunni. Þannig er verðlaunaféð á boðsmóti LIV Golf í Lundúnum það hæsta í sögunni og frægustu kylfingarnir á mótinu taldir hafa fengið himinháar upphæðir bara fyrir að taka þátt. Stærstu stjörnurnar á LIV-mótinu voru Phil Mickelson, Dustin Johnson, Lee Westwood, Sergio Garcia og Graeme McDowell. Þeir fjórir síðastnefndu höfðu allir hætt keppni á PGA-mótaröðinni til þess að geta keppt á LIV-mótaröðinni. Það gerði Mickelsson ekki og sömu sögu er að segja af Poulter sem er allt annað en sáttur við ákvörðun forráðamanna PGA-mótaraðarinnar. „Ég hef í gegnum tíðina spilað á fullt af alls konar mótum samhliða PGA-mótaröðinni og ég sé ekki að þessi viðburður (LIV-mótið) sé á nokkurn hátt frábrugðið þeim mótum. Það er leitt að forráðamenn PGA-mótaraðarinnar séu ekki sama sinnis. Þessi ákvörðun á ekki við rök að styðjast og ég mun áfrýja henni," sagði Poulter í Lundúnum í kvöld. Kylfingar hafa leitað til lögfræðinga Svo virðist sem óumflýjanlegt sé að að lagaleg barátta milli LIV Golf og PGA-mótaraðarinnar sé fram undan en forsvarsmenn LIV Golf sögðu í tilkynningu í kvöld að þeir hefðu ekki sagt sitt síðast orð og myndu svara ákvörðun PGA með formlegum hætti á næstu dögum. Graeme McDowell sagði í samtali við fjölmiðla í kvöld að hann hefði leitað lögfræðilegs álits síðustu daga og vikur og að hans mati væri verið að brjóta tveggja áratuga venju um að kylfingar geti tekið þátt á boðsmótum víðs vegar um heim. Þannig telji McDowell og aðrir kylfingar sem hann hafi rætt við að þeim eigi að vera frjálst að gera sjálfstæða samninga um þátttöku á mótum utan PGA-mótararaðarinnar samhliða því að spila þar. Golf LIV-mótaröðin Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Sjá meira
Enski kylfingurinn Ian Poulter hyggst áfrýja úrskurði forráðamanna PGA-mótaraðarinnnar um að vísa honum og 16 öðrum kylfingum úr keppni á mótaröðinni. Eins og greint var frá á Vísi fyrr í kvöld var kylfingum vísað úr PGA-mótaröðinni vegna þátttöku þeirra á boðsmóti á vegum LIV Golf en mótið hófst í nágrenni Lundúna í kvöld. Boðsmót LIV Golf, sem eru fjármögnuð af sádí-arabískum fjárfestingarhópi hafa klofið golfheiminn i tvennt og þeir kylfingar sem þáðu boð Sádana hafa verið spurðir siðferðislegra spurninga í aðdraganda mótsns í vikunni. Þannig er verðlaunaféð á boðsmóti LIV Golf í Lundúnum það hæsta í sögunni og frægustu kylfingarnir á mótinu taldir hafa fengið himinháar upphæðir bara fyrir að taka þátt. Stærstu stjörnurnar á LIV-mótinu voru Phil Mickelson, Dustin Johnson, Lee Westwood, Sergio Garcia og Graeme McDowell. Þeir fjórir síðastnefndu höfðu allir hætt keppni á PGA-mótaröðinni til þess að geta keppt á LIV-mótaröðinni. Það gerði Mickelsson ekki og sömu sögu er að segja af Poulter sem er allt annað en sáttur við ákvörðun forráðamanna PGA-mótaraðarinnar. „Ég hef í gegnum tíðina spilað á fullt af alls konar mótum samhliða PGA-mótaröðinni og ég sé ekki að þessi viðburður (LIV-mótið) sé á nokkurn hátt frábrugðið þeim mótum. Það er leitt að forráðamenn PGA-mótaraðarinnar séu ekki sama sinnis. Þessi ákvörðun á ekki við rök að styðjast og ég mun áfrýja henni," sagði Poulter í Lundúnum í kvöld. Kylfingar hafa leitað til lögfræðinga Svo virðist sem óumflýjanlegt sé að að lagaleg barátta milli LIV Golf og PGA-mótaraðarinnar sé fram undan en forsvarsmenn LIV Golf sögðu í tilkynningu í kvöld að þeir hefðu ekki sagt sitt síðast orð og myndu svara ákvörðun PGA með formlegum hætti á næstu dögum. Graeme McDowell sagði í samtali við fjölmiðla í kvöld að hann hefði leitað lögfræðilegs álits síðustu daga og vikur og að hans mati væri verið að brjóta tveggja áratuga venju um að kylfingar geti tekið þátt á boðsmótum víðs vegar um heim. Þannig telji McDowell og aðrir kylfingar sem hann hafi rætt við að þeim eigi að vera frjálst að gera sjálfstæða samninga um þátttöku á mótum utan PGA-mótararaðarinnar samhliða því að spila þar.
Golf LIV-mótaröðin Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Sjá meira