Sagði Pence ef til vill verðskulda að verða hengdur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. júní 2022 06:50 Trump sér ekki eftir neinu. epa/David Maxwell Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, fór með lykilhlutverk í valdaránstilraun 6. janúar 2021, þegar stuðningsmenn hans réðust inn í þinghúsið í Washington og freistuðu þess að koma í veg fyrir staðfestingu kjörs Joe Biden sem forseta. Þetta var meðal þess sem kom fram á fyrsta opna fundi nefndar neðri deildar bandaríska þingsins sem hefur rannsakað atburðarrásina 6. janúar. Fundurinn var sýndur í beinni útsendingu og myndskeið spiluð af vitnisburði nokkurra þeirra sem hafa komið fyrir nefndina. Tveir repúblikanar, þekktir gagnrýnendur Trump, eiga sæti í nefndinni. Annar þeirra er Liz Cheney, dóttir Dick Cheney, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna. „Allir Bandaríkjamenn ættu að hafa þá staðreynd í huga að morguninn 6. janúar var það ætlun Donald Trump að halda áfram að vera forseti Bandaríkjanna, þrátt fyrir löglega niðurstöðu kosninganna 2020 og í andstöðu við stjórnarskrárbundna skyldu hans til að láta af völdum,“ sagði Cheney í gær. Hún sagði Trump raunar enn freista þess að sannfæra fólk um að kosningunum hefði verið „stolið“, jafnvel þótt hann vissi sjálfur að það væri lygi. Samsærinu ekki lokið Áhorfendur sem voru viðstaddir fund þingnefndarinnar í gær gripu andann á lofti þegar Cheney greindi frá því að þegar Trump var tilkynnt að múgurinn við þinghúsið væri að kalla eftir því að varaforsetinn Mike Pence yrði hengdur, hefði Trump svarað því til að ef til vill ætti hann það skilið. Trump var á þessum tíma æfareiður út í Pence fyrir að hafna því að staðfesta ekki niðurstöður forsetakosninganna. Meðal þeirra sem komu fram á myndskeiðum sem nefndin sýndi af vitnisburðum þeirra sem hún ræddi við var Bill Barr, sem var dómsmálaráðherra í janúar 2021. Hann sagðist ítrekað hafa sagt Trump að hann hefði tapað kosningunum og að fullyrðingar um kosningasvik væru kjaftæði. Ivanka Trump, dóttir forsetans þáverandi, sagðist hafa trúað Barr. Áhorfendur fengu einnig að heyra vitnisburð lögreglumannsins Caroline Edwards, sem varð fyrir árás múgsins við þinghúsið. Hún sagði stríðsástand hafa myndast og hún hefði meðal ananrs runnið í blóði félaga síns þegar hún reyndi að stöðva fólkið frá því að brjóta sér leið inn. Bennie Thompson, formaður nefndarinnar, sagði lýðræðið enn í hættu þar sem margir repúblikanar væru enn að halda því fram að kosningunum hefði verið stolið. „Samsærinu til að koma í veg fyrir framgöngu vilja fólksins er ekki lokið,“ sagði hann. Donald Trump sýndi enga iðrun í gær og birti færslu á samfélagsmiðlinum sínum Truth Social. „6. janúar snérist ekki bara um mótmæli heldur var um að ræða stærstu hreyfingu í sögu landsins okkar til að gera Bandaríkin mikil á ný,“ sagði hann. Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Þetta var meðal þess sem kom fram á fyrsta opna fundi nefndar neðri deildar bandaríska þingsins sem hefur rannsakað atburðarrásina 6. janúar. Fundurinn var sýndur í beinni útsendingu og myndskeið spiluð af vitnisburði nokkurra þeirra sem hafa komið fyrir nefndina. Tveir repúblikanar, þekktir gagnrýnendur Trump, eiga sæti í nefndinni. Annar þeirra er Liz Cheney, dóttir Dick Cheney, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna. „Allir Bandaríkjamenn ættu að hafa þá staðreynd í huga að morguninn 6. janúar var það ætlun Donald Trump að halda áfram að vera forseti Bandaríkjanna, þrátt fyrir löglega niðurstöðu kosninganna 2020 og í andstöðu við stjórnarskrárbundna skyldu hans til að láta af völdum,“ sagði Cheney í gær. Hún sagði Trump raunar enn freista þess að sannfæra fólk um að kosningunum hefði verið „stolið“, jafnvel þótt hann vissi sjálfur að það væri lygi. Samsærinu ekki lokið Áhorfendur sem voru viðstaddir fund þingnefndarinnar í gær gripu andann á lofti þegar Cheney greindi frá því að þegar Trump var tilkynnt að múgurinn við þinghúsið væri að kalla eftir því að varaforsetinn Mike Pence yrði hengdur, hefði Trump svarað því til að ef til vill ætti hann það skilið. Trump var á þessum tíma æfareiður út í Pence fyrir að hafna því að staðfesta ekki niðurstöður forsetakosninganna. Meðal þeirra sem komu fram á myndskeiðum sem nefndin sýndi af vitnisburðum þeirra sem hún ræddi við var Bill Barr, sem var dómsmálaráðherra í janúar 2021. Hann sagðist ítrekað hafa sagt Trump að hann hefði tapað kosningunum og að fullyrðingar um kosningasvik væru kjaftæði. Ivanka Trump, dóttir forsetans þáverandi, sagðist hafa trúað Barr. Áhorfendur fengu einnig að heyra vitnisburð lögreglumannsins Caroline Edwards, sem varð fyrir árás múgsins við þinghúsið. Hún sagði stríðsástand hafa myndast og hún hefði meðal ananrs runnið í blóði félaga síns þegar hún reyndi að stöðva fólkið frá því að brjóta sér leið inn. Bennie Thompson, formaður nefndarinnar, sagði lýðræðið enn í hættu þar sem margir repúblikanar væru enn að halda því fram að kosningunum hefði verið stolið. „Samsærinu til að koma í veg fyrir framgöngu vilja fólksins er ekki lokið,“ sagði hann. Donald Trump sýndi enga iðrun í gær og birti færslu á samfélagsmiðlinum sínum Truth Social. „6. janúar snérist ekki bara um mótmæli heldur var um að ræða stærstu hreyfingu í sögu landsins okkar til að gera Bandaríkin mikil á ný,“ sagði hann.
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira