Procter og Gamble kenna Amy Schumer um túrtappaskort Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 11. júní 2022 13:01 Amy Schumer gerir grín að yfirlýsingu Procter og Gamble Getty/Kevork Djansezian, Getty/Jane Barlow Upp er kominn skortur á túrtöppum í Bandaríkjunum, en skorturinn virðist hafa ágerst á síðustu mánuðum. Stór framleiðandi kennir leikkonunni og grínistanum Amy Schumer um vandann og konur neyðist til að versla túrtappa á okurverði. Ástæða skortsins kann að vera sú að efni sem eru gjarnan notuð í túrtappa, eins og bómull, hafa á síðustu tveimur árum verið nýtt í auknum mæli í framleiðslu á vörum eins og andlitsgrímum fremur öðru vegna heimsfaraldursins. Ein bandarísk kona segist hafa gripið til þess að leita að sinni vanalegu túrtappategund á vefverslun Amazon í janúar á þessu ári. Þar hafi kassi af átján Tampax túrtöppum kostað 114 dollara en þessu segir Time frá í ítarlegri umfjöllun um málið. Skorturinn á þó ekki einungis við Tampax heldur einnig merki eins og Playtex og O.B. Vinir og vandamenn grípi með sér kassa af túrtöppum Viðmælandi USA Today lýsir þeim örþrifaráðum sem hún hefur þurft að grípa til en eftir að hafa farið ófáar fýluferðir í leit að réttum túrtöppum brá hún á það ráð að segja frá raunum sínum á Facebook. Með aðstoð vina og vandamanna hefur konunni tekist að útvega sér nokkra kassa af túrtöppunum þar sem vinirnir grípi kassa með sér þegar þeir sjáist í búðum. Þegar Procter og Gamble, framleiðendur túrtappa eins og Tampax eru spurðir út í skortinn kenna þeir auglýsingaherferð með leikkonunni og grínistanum Amy Schumer um vandann. Framleiðandinn segir mikla aukningu hafa orðið á sölu á túrtöppum Tampax frá því að fyrrnefnd auglýsingaherferð fór í loftið árið 2020. Schumer gerði sjálf grín að yfirlýsingu fyrirtækisins á Instagram síðu sinni nú á dögunum. View this post on Instagram A post shared by @amyschumer Vegna þess að túrtappar eru nauðsynjavara reynist konum erfitt að hinkra eftir því að framleiðendur nái upp þeim framleiðsluhraða sem þörf er á, en á meðan seljast vörurnar ítrekað upp. Þar sem vörurnar seljast upp er hvati til verðlækkana lítill og samkvæmt Time hefur framleiðandinn Procter og Gamble nú hækkað verð á tíðavörum sínum tvö ár í röð og jókst salan á þeim varningi um 10 prósent á síðastliðnum ársfjórðungi. Bandaríkin Neytendur Mest lesið „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Viðskipti innlent Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Viðskipti innlent Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Viðskipti innlent Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Viðskipti innlent Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Fleiri fréttir Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Linkedin sektað um tugi milljarða Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Sjá meira
Ástæða skortsins kann að vera sú að efni sem eru gjarnan notuð í túrtappa, eins og bómull, hafa á síðustu tveimur árum verið nýtt í auknum mæli í framleiðslu á vörum eins og andlitsgrímum fremur öðru vegna heimsfaraldursins. Ein bandarísk kona segist hafa gripið til þess að leita að sinni vanalegu túrtappategund á vefverslun Amazon í janúar á þessu ári. Þar hafi kassi af átján Tampax túrtöppum kostað 114 dollara en þessu segir Time frá í ítarlegri umfjöllun um málið. Skorturinn á þó ekki einungis við Tampax heldur einnig merki eins og Playtex og O.B. Vinir og vandamenn grípi með sér kassa af túrtöppum Viðmælandi USA Today lýsir þeim örþrifaráðum sem hún hefur þurft að grípa til en eftir að hafa farið ófáar fýluferðir í leit að réttum túrtöppum brá hún á það ráð að segja frá raunum sínum á Facebook. Með aðstoð vina og vandamanna hefur konunni tekist að útvega sér nokkra kassa af túrtöppunum þar sem vinirnir grípi kassa með sér þegar þeir sjáist í búðum. Þegar Procter og Gamble, framleiðendur túrtappa eins og Tampax eru spurðir út í skortinn kenna þeir auglýsingaherferð með leikkonunni og grínistanum Amy Schumer um vandann. Framleiðandinn segir mikla aukningu hafa orðið á sölu á túrtöppum Tampax frá því að fyrrnefnd auglýsingaherferð fór í loftið árið 2020. Schumer gerði sjálf grín að yfirlýsingu fyrirtækisins á Instagram síðu sinni nú á dögunum. View this post on Instagram A post shared by @amyschumer Vegna þess að túrtappar eru nauðsynjavara reynist konum erfitt að hinkra eftir því að framleiðendur nái upp þeim framleiðsluhraða sem þörf er á, en á meðan seljast vörurnar ítrekað upp. Þar sem vörurnar seljast upp er hvati til verðlækkana lítill og samkvæmt Time hefur framleiðandinn Procter og Gamble nú hækkað verð á tíðavörum sínum tvö ár í röð og jókst salan á þeim varningi um 10 prósent á síðastliðnum ársfjórðungi.
Bandaríkin Neytendur Mest lesið „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Viðskipti innlent Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Viðskipti innlent Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Viðskipti innlent Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Viðskipti innlent Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Fleiri fréttir Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Linkedin sektað um tugi milljarða Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Sjá meira