Innlent

Tvö um­ferðar­slys á Miklu­braut í morgun

Atli Ísleifsson skrifar
Annað slysið var á Miklubraut til móts við Skeifuna en hitt við Stakkahlíð.
Annað slysið var á Miklubraut til móts við Skeifuna en hitt við Stakkahlíð. Vísir/Vilhelm

Tilkynnt var um tvö umferðarslys á Miklubraut í Reykjavík í morgun, annað til móts við Skeifuna og hinn við Stakkahlíð á leið vestur.

Sagt er frá slysunum í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir að annars vegar hafi verið um að ræða aftanákeyrslu á Miklubraut til móts við Skeifuna þar sem einn ökumaður var fluttur á slysadeild. Annar bíllinn var óökuhæfur eftir slysið og hann dreginn af vettvangi.

Hitt slysið var fjögurra bíla árekstur á Miklubraut við Stakkahlíð á leiðinni vestur. „Þar var allavega einum ökumanni ekið á slysadeildina og ein bifreið dregin af vettvangi,“ segir í tilkynningunni.

Lögregla var einnig kölluð út í morgun vegna einstaklings sem var til vandræða á stofnun og þurfti aðstoð lögreglu til þess að fjarlægja hann.

Þá var einnig til tilkynnt um innbrot í bíl á höfuðborgarsvæðinu og er málið í rannsókn.

Loks segir að tilkynnt hafi verið um ölvaðan mann til vandræða og berja hús að utan. Lét hann af hegðun sinni eftir samtal við lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×